Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 4
í stuttu máli Hafði ofnæmi fyrir dún Kona hafði nýlega samband við Neytendablaðið og vildi nefna gott dæmi um við- skipti sem hún átti við Sæng- urfatagerðina, Baldursgötu. ... Norræna umhverfis- merkið, Svanurinn, er sameiginlegt umhverfis- merki Norðurlandanna. Merkið er notað á ýmsar vörur sem uppfylla skil- yrði um að mengun við framleiðslu, notkun og eyðingu þeirra sé tak- mörkuð. Merkið nýtist því neytendum til að auðvelda kaup á vörum sem skaða síður umhverfið en aðrar sambærilegar vörur. Vörur með Svaninum eru til dæmis pappírsvör- ur, ljósritunarvélar, raf- hlöður, þvottaefni, gólf- efni, innréttingar, skrif- færi, hreinsiefni og lím. A öðrum Norðurlöndum eru fjölmargar prentsmiðjur komnar með Svaninn, en enn bíðum við eftir fyrstu íslensku prentsmiðjunni. Áhugasömum prent- smiðjueigendum er bent á að hafa samband við Holl- ustuvernd rikisins sem hefur umsjón með Svan- inum hér á landi. Aðeins ein íslensk vara er komin er með Svaninn, Maraþon milt þvottaefni frá Frigg. Nýlega gifti sonur hennar sig í Finnlandi og ákváðu for- eldrar hans að gefa hjónun- um dúnsængur í brúðkaups- gjöf, en eins og við vitum kosta slíkir gripir talsvert fé. Ekki vildi þó betur til þegar brúðhjónin opnuðu gjöfina en að brúðurin reyndist vera með ofnæmi fyrir dúni og eftir að hafa prófað aðra sængina fékk hún útbrot. Nú voru góð ráð dýr, því nú sátu þau uppi með ónothæfar dúnsængur, en þó engan veginn gallaðar. Konan ákvað því að hafa samband við Sængurfatagerðina þegar heim var komið og leita ráða, til dæmis hvort versl- unin gæti selt sængurnar fyr- ir þau aftur. En málið leystist farsællega, því verslunareig- andinn bauðst þegar í stað til að endurgreiða sængurnar og þar með var vandi brúðhjón- anna úr sögunni. Að móðurinnar mættu fleiri taka sér þessa þjónustu til fyrir- myndar. Plastumbúðir Á plastumbúðum eru ýmsar merkingar, til dæmis marg- - víslegar skammstafanir og endurvinnsluþríhyrningurinn með númeri í miðjunni er mismunandi. En hvað þýða þessar merkingar og hvers- konar plast skaðar umhverfið minnst? APET, Polyethylen terephthalat Er til dæmis notað í textfi- þræði, gosdrykkjaflöskur, steikarpoka og bakka í ör- bylgjuofna. APE, Polyethylen Algengasta plastefnið í umbúðum. Meðal annars notað í poka, flöskur undir ávaxtasafa, sjampó og hreingerningavörur og einnig í pökkunarfilmur til heimilis- nota. Er stundum merkt HDPE eða LDPE (High / Low Density). '03' PVC, Polyvinyl- klóríð Er í mörgum fram- leiðsluvörum, svo sem plástri, leikföngum, garðslöngum, regnfatnaði og plastfilmum til pökkunar. Getur einnig verið merkt vinyl (V). PP, Polypropylen Er meðal annars notað í bílahluta, reipi, gólfteppi, og í litlum mæli í matvöruumbúðir fyrir marmelaði og sfld. PS, Polystyren q^\ Er notað í fiát fyrir mjólkurafurðir (jó- gúrt, skyr), einnota drykkjar- fiát og annan einnota borð- búnað. Hvað með umhverfið? Við brennslu á öllum plast- vörum myndast efni (C02, koltvísýringur) sem hefur skaðleg áhrif á ósonlagið. Fyrir umhverfið eru vörur úr polyethylen og polypropylen ákjósanlegri en úr öðru plasti. Framleiðsla á PS (polystyren) krefst töluvert meiri orku en framleiðsla annarra plasttegunda. PVC (PolyVinilClorid) skaðar umhverfið bæði við fram- leiðslu og brennslu. Það er því ástæða til þess að kaupa ekki PVC-vörur þegar hægt er að komast hjá því. 4 Lesendur spyrja Má ekki þvo skyrtuna mína Ég keypti nýlega skyrtu sem er úr ull og viskos. Því miður tók ég ekki eftir því fyrr en ég var farin að nota skyrtuna að það má ekki þvo hana, aðeins setja hana í hreinsun. Þegar til lengri tíma er litið verður hún orðin ansi dýr í notkun. Er ekki óhætt að þvo hana varlega í höndunum? Svar Neytendablaðsins: Ef þú þværð skyrtuna og hún skemmist þá getur þú ekki far- ið til seljandans og krafist bóta. Það geta verið fleiri ástæður fyrir þessari merkingu á flík- inni, - ef hún er marglit getur hún látið lit, ef hún er úr fleiri en einni tegund af efni gætu þau hlaupið mismikið. Margar flíkur úr ull og viskos eru með þvottamerki og það getur verið að skyrtan þín sé undirmerkt. Um þetta er ekki hægt að full- yrða, en ef þú þværð hana og allt fer á versta veg þá ertu búin að fyrirgera rétti þínum til bóta. Hvernig á að geyma dúnsvefnpokann? Ég á nýjan, vandaðan dún- svefnpoka sem hefur komið í góðar þarfir á ferðalögum í sumar. Nú eru ekki fleiri úti- legur á dagskrá og þá er spum- ingin: Hvernig er best að geyma hann í vetur? Svar Ncytcndablaðsins: Best er að hengja hann upp, til dæmis á herðatré inni í skáp eða í geymslunni. Ef slíkt pláss er ekki til er best að leggja hann lauslega saman. Það er sem sagt ekki gott að geyma pokann mánuðum saman þétt samanbrotinn í hlífðarpokan- um. NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.