Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 22
Markaðs- og gæðakönnun um algengum gerðum sem fást hérlendis. Gæta þarf að því að stundum er aðeins um hátalara að ræða en stundum heil kerfi með magnara. Upplýsingar um heimabíóhljóðkerfí á veraldarvefnum eru t.d. á: http://www.dolby.com og http://thx.com Tónlist og bíóhljóð Það getur valdið vonbrigðum að hlusta á tónlist úr útvarpi eða af hljómdiskum í heimabíóhljómkerfi. Slfk kerfi eru hönn- uð til að skila vel öflugum áhrifahljóðum og bassahljómi bíómynda. Fólk ætti ekki að fjárfesta í slíkum búnaði með það í huga að það fái um leið góðar græjur til að spila tónlist. Sumir bíókerfishátalarar eru þó það vel hannaðir að þeir standast tónlistarpróf. I könnun IT reyndust hinir dýrustu (Kenwood) bestir en bæði Jamo Pro Logic, KEF og Nubert fengu góðar einkunnir. Fólk sem jafnhliða bíómagn- arakerfinu notar sérstaka magnara fyrir tónlist getur því nýtt slíka hátalara að gagni. Val á hátölurum í rauninni má nota hvaða hátalara sem er í heimabíói en útkoman verður ófull- nægjandi ef ekki eru keyptir sérhæfðir hátalarar. Ódýrustu hátalararnir skila heldur ekki sannfærandi bíóhljómi. Hyggist fólk setja saman hátalarasam- stæðu þarf það að gera sér ljóst hvaða búnaður hentar miðað við húsnæði og væntingar. Valið á krafti hátalaranna fer eftir stærð sjónvarpsherbergisins og hvað hús- Hátalarar í samstæður Framhátalarar Audio Sonic SB 30 Fjöldi 2 Innflutningur og sala Radíónaust, Akureyri Verð kr. 4.990 JVC SP-V50 2 Raftækjaverslun íslands 11.900 Celestion Little 1 2 Radíónaust, Akureyri 12.900 Heco Odeon 2 Radiónaust, Akureyri 15.900 Sansui SV 770 2 Raftækjaverslun íslands 17.900 Sansui SAS 880 2 Raftækjaverslun íslands 24.900 Sony SS-E317V 2 Raftækjaverslun íslands 24.900 Tannoy Mercury M2 2 Taktur 25.800 Dali AX5 5000 2 Taktur 34.900 JBL TLX 600 2 Sjónvarpsmiðstöðin 36.900 Dali 505 2 Taktur • ' ■ 44.900 JBL LX 5 2 Sjónvarpsmiðstöðin 49.900 JBLSVA1600 Bakhátalarar 2 Sjónvarpsmiðstöðin 99.900 Pioneer SP 33 1 Bræðurnir Ormsson 11.900 Cerwin Vega SA-140 1 Taktur 16.500 JBL TLX 200 2 Sjónvarpsmiðstöðin 12.900 JBL LX 1 2 Sjónvarpsmiðstöðin 19.900 AR The Edge 2 Taktur 27.500 JBLSVA1500 Miðhátalari 2 Sjónvarpsmiðstöðin 79.900 Pioneer SP3C 1 Bræðurnir Ormsson 7.900 JBLTLX103 1 Sjónvarpsmiðstöðin 10.900 Cerwin Vega CC-240 1 Taktur 11.900 JBL LC center 1 Sjónvarpsmiðstöðin 15.900 AR CS-25 H0 1 Taktur 24.900 JBL SVA center 1 Sjónvarpsmiðstöðin 39.900 Bak- og miðhátalarar Fjöldi Bak Miðja Innfl. og sala Verð kr. JVC SP-X20 3 2 1 Raftækjaverslun íslands 10.900 Sansui SAS 50 3 2 1 Raftækjaverslun íslands 11.900 Sony SS-Crio 3 2 1 Raftækjaverslun íslands 13.900 Sansui SAS 5070 3 2 1 Raftækjaverslun íslands 14.900 Kenwood CRS 15 2 1 1 Taktur 14.900 Bassahátalari Fjöldi Innfl. og sala Verð kr. Sony SA-W10 1 Raftækjaverslun íslands 17.900 JBL Sub 6 1 Sjónvarpsmiðstöðin 24.900 JBL Sub 10 22 1 Sjónvarpsmiðstöðin 34.900 búnaður „sýgur í sig“ mikið hljóð, hvað notandinn vill geta stillt hljóðið hátt en líka eftir möguleikum magnarans til að stilla og jafna tóna til að auka ákveðin tónsvið. Miðað við tækniþróunina ættu framhátalaramir þrír að vera jafn afl- miklir (í vöttum). Venjulega er nóg að samanlagður kraftur beggja bakhátalar- anna sé einn og hálfur kraftur eins fram- hátalara. Ef húsrými er lítið er skynsam- legt að fá sér jafnstærðar-hátalara (satellite system). Þá eru notaðir fimm samskonar hátalarar að framan, í miðju og að aftan, en einn stærri bassahátalari. Þetta er ódýr lausn, auðveld í uppsetn- ingu og þægileg til nákvæmnisstillinga milli hátalaranna. Kröfur til hátalaranna Framhátalarar til hægri og vinstri: Þeir skila hvor sinni hljóðrás báðum megin við sjónvarpstækið og flytja aðal- lega tónlist, umhverfis- og áhrifahljóð á mið- og hátíðnisviði og þurfa því að vera af sama gæðaflokki og góðir víðómshá- talarar fyrir tónlist. Þeir eiga báðir að vera af sömu gerð og í jafnvægi, geta spilað hátt og án bjögunar og brenglunar. Gæði framhátalaranna eru enn mikilvæg- ari en hinna. Vegna þess að þeir spila ekki mikinn bassahljóm geta góðir fram- hátalarar verið litlir að umfangi. Miðjuhátalari: Hann flytur sjálfstæða hljóðrás, skilar mestu af talinu en líka tónlist og áhrifahljóðum, á því helst að vera eins og framhátalarnir og hljóma líkt þeim á mið- og hátíðnisviðinu en má vera minni og ódýrari. Hljóð úr smærri miðjuhátölurum bjagast samt til hliðanna eða bassinn dreifist ekki þangað. Nota má innbyggða hátalara sjónvarpstækisins fyrir hljóðrásina sem ætluð er miðjuhá- talaranum búi þeir yfir nægum styrk og hljómgæðum og ef tækið hefur réttar innstungur til þess. Um þetta má fræðast í leiðbeiningum með tækinu. Bakhátalarar: Þeir eru tveir en skila sömu hljóðrás, einkum með umhverfis- og áhrifahljóðum. Merkið er ekki sterkt og því henta oft litlir bakhátalarar. Sé hins vegar notað stafrænt fjölrása-hljóð- kerfi (Dolby Pro Logic) á að gera sömu gæðakröfur til bakhátalara og framhátal- ara. Þessari rás er seinkað um sekúndu- brot til að auka muninn á fram- og bak- hátölurum. Ef samræður persóna á skján- um „leka út“ í bakhátölurum er eitthvað að og þarfnast stillingar við. Bassahátalari: Hann er ekki í öllum kerfum en yfirleitt þykir raunverulegt heimabíó ekki geta verið án hans. Hægt er að bæta bassahátalara við flest kerfi, þó yfirleitt ekki þau sem eru innbyggð í sjónvarpstæki. Hann skilar dýpstu hljóm- NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.