Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.10.1998, Blaðsíða 5
I stuttu máli Hvað er hægt að ganga langt til að selja ryksugu? Þessi pistill barst blaðinufrá lesanda og er til viðvörunar um ágenga sölumenn: jr Isíðustu viku júlímánaðar hringir sím- inn og á línunni er kona sem segir að þau hjá H. Jacobsen séu að bjóða öldruðu fólki fría hreingemingu á teppum og sófasettum og vilji hún endilega að ég njóti þessa líka, það kosti mig ekkert. Eg gat ekki þegið þetta góða boð, því hjá mér var allt tilbúið fyrir málningu á íbúð- inni. Hvenær verður það búið? Eg gat ekki svarað öðm en að það væri óvíst því málarinn hefði veikst. Eg var beðin að giska á tíma, gat það ekki, en sagði það yrði ekki fyrr en eftir miðjan ágúst. Laugardaginn 15. ágúst hringir sím- inn. Þetta er hjá H. Jacobsen, ertu heima á eftir? Eg var búin að gleyma fyrri hringingu en svaraði þó að ég vissi ekki annað. Gott, það verður komið til þín Dýr viðgerð Á skrifstofu Neytendasamtakanna kom maður með reikning sem hann hafði greitt vegna viðgerðar á ör- bylgjuofni. Ofninn hafði bilað og fór maðurinn með hann í viðgerð. Þegar ofninn var sóttur hljóðaði reikning- urinn upp á 4.511 kr., sem skiptist þannig: Öryggi 53 kr. Útseld vinna (1,5 tímar) 3.570 kr. Virðisaukaskattur 888 kr. Manninum blöskraði hvað langan tíma tók að skipta um öryggið og finna hvað var að ofninum. Neyt- endablaðið er sammála manninum. Það er blóðugt að greiða svona mik- ið þegar ekki er annað að en það að eitt lítið öryggi vantar sem kostar 53 krónur. Þegar farið er með hlut í við- gerð er alltaf nauðsynlegt að fá eins góðar upplýsingar og mögulegt er um hvað verkið muni kosta. Þegar hægt er að kaupa nýjan hlut, í þessu tilfelli örbylgjuofn, sem kostar 15- 20 þúsund þá er spurning hve oft borgar sig að setja hann í viðgerð. klukkan sex. Tíu mínútur yfir sex hringir dyrabjallan og er þá komin ung kona frá H. Jacobsen. Eg spyr hvort hún sé komin til að hreinsa gólfteppin og sófasettið. Nei, við gerum ekkert slíkt, en ég ætla að kynna þér hlut sem við erum að selja, ég vil helst að þú setjist í sófann. Konan byrjar að taka upp gripi og setja saman, síðan kom ræða um Kirby og fyrstu ryksuguna sem hann setti á markað 1925 og hvernig hún hefði þróast í það sem hún er í dag. Þá var farið að taka rykpruf- ur á hvítt filt, úr stólsetu, sófabaki og af sjónvarpsskjá og sagt: Sjáðu skítinn! Viltu búa í svona skít? Með hverju hreinsarðu sjónvarpið, hvernig þurrkar þú af? o.s.frv. í fyrstu svaraði ég, en það var sama hvað ég nefndi, það var allt rangt og annað fyrir neðan allar hellur að láta mér detta í hug að nota, svo ég hætti að svara. Eg ætla að hreinsa gardínurnar og sýna þér hvað kemur úr þeim. Eg rankaði við mér og sagði nei, gardínurnar komu úr hreinsun daginn áður. Það er alveg sama sagði hún, ég get sýnt þér hvað það er mikill skítur í þeim eftir hreinsun. Eg sagði ítrekað nei og nú væri nóg komið því ég mundi aldrei kaupa Kirby-gripinn, ég ætti ágæta ryksugu sem gagnaðist mér vel. Þá heimtaði konan að fá mína ryksugu til samanburðar og hætti ekki fyrr en hún var tekin fram. Hvernig hreinsarðu nálverkin? Þú getur ekki hreinsað þau með þessari ryksugu og það má ekki þvo málverk. Þegar hér var komið sögu var ég búin að fá nóg og spurði konuna hvaða leyfi hún hefði til slíkrar framkomu. Það gagnaði ekki, því nú var mér sagt að nú skyldi rúmið mitt hreinsað. Eg hélt nú ekki, hún kæmi ekki nálægt því, ég kynni að þrífa mitt rúm. Þá var mér bent á að ég héldi að ég kynni það, en það væri vitleysa, það væri vandaverk. Hvemig hreinsarðu rúmið, með hverju, ryksugu, hvaða efni? o.s.frv. Eg svaraði því til að ég hefði gengið í skóla þar sem mér hefði verið kennt að þrífa rúm. Nú var sölukonan orðin æst og spurn- ingarnar dundu á mér eins og vélbyssu- skothríð í bíómynd. Og ég var orðin reið og neitaði því að svara henni. Þá sagði hún: Jæja, úr því þú vilt ekki segja mér það, þá ... Ég greip fram í og sagði að henni kæmi það ekkert við. Það leyndi sér víst ekki að ég var orðin reið, því það sljákkaði aðeins í henni, ekki þó meira en það að hún sagðist ætla að ryksuga tepp- ið, fyrst með minni ryksugu og á eftir með Kirby. Teppið er kínverskt og hand- hnýtt og úr 100% ull, verðmætt og alls ekki sama hvernig það er meðhöndlað. Hún ryksugaði hluta teppisins með ryksugunni minni (Siemens) og réðst svo á allt teppið með Kirby-ryksugunni. Ég bað hana að hætta, en hún hélt áfram og svaraði mér ekki. Að lokum tók ég úr sambandi, en þá leit teppið út eins og óargadýr hefðu ráðist á það og reynt að tæta það í sundur. Nú bað konan um að fá að nota síma og þegar símtalinu var lokið sagðist hún hafa verið að tala við eigandann og hann bjóði mér 20 þúsund króna afslátt af ryksugunni, að greiða hana á 36 mánuð- um, ef ég ákveði að kaupa strax. Ég var búin að segja að ég keypti ekki þennan hlut, svo ég þyrfti ekkert að ákveða. Nú rétti konan mér tvö blöð og á annað átti ég að skrifa nöfn á fólki sem hún gæti haft samband við, en ég neitaði því. Á hitt blaðið átti ég að rita nafnið mitt sem viðurkenningu á komu hennar. Þessi heimsókn stóð í þrjá klukkutíma og var uppákoman lífsreynsla út af fyrir sig. Hér er ekkert ýkt, mikið frekar að ég geti bætt við. NEYTENDABLAÐIÐ - október 1998 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.