Tónlistin - 01.11.1944, Síða 11

Tónlistin - 01.11.1944, Síða 11
3. árg. 1944 I.—2. hefti Tónlist i n Tímcirit Félogs islenzkra tónlistarmanna Emil Thoroddsen Sproti er fallinn af meið íslenzkr- ar tónlistar með Emil Tlioroddsen píanista og tónskáldi. Æfi lians varð ekki lengri, fyllti ekki fimm lugi ára. Með Emil er fallin í valinn sá íslenzkur tónlistarmaður, sem fjöl- gáfaðastur mun liafa verið af starfs- nautum sínum. Náttúran hafði léð honum mikla og margvíslega hæfi- leika, og naut hann þess á byrjandi æfiskeiði að fá tækifæri' til að þroska þá eftir föngum. Foreldrar lians voru hæði tóngreind í hezta lagi, Anna dóttir Péturs Guðjóns- sonar dómkirkjuorganista og Þórð- ur læknir Thoroddsen, sem eitt sinn var söngkennari við Möðruvalla- skóla og skrifaði stundum um söng- leg efni, svo sem heftið Athuga- semdir söngkennara við söngfræði Jónasar Helgasonar. Emil hlaut stúdentsmenntun og sigldi síðan ut- an til tónlistarnáms. Fjölskrúðugt gáfnafar lians lét þó ekki tónlistinni eftir allar starfsstundir, því að aug- að var árvakurt og drakk í sig Ijós og lit, engu síður en eyrað gerði á sinn hátt. Þannig fór því, að mynd- listin keppti við tónlistina um hug og' hönd Emils, og' stundaði- liann listasögu og málaralist um tima i Kaupmannahöfn ásamt tónlistar- námi. Síðar reyndist tónlistin lilut- skarpari, er leiðir lágu til hinna hlóinlegustu hvggða hennar í Leip- zig og Dresden Þýzkalands. Hér öðlaðist hann það veganesti, sem hann hjó að lil liinzta dags og hóf hann í fvlkingarbrjóst islenzkrar lónlistar. Eftir að hann kom heim 1925 gerðist hann hljómsveitarstjóri hjá Leikfélagi Revkjavíkur. Komst liann þannig í náin kynni við fjala- gólf leiklistarinnar, og' átti hún síð- ar eftir að skipa nokkurt rúm i verkahring Emils. Litlu seinna gerð- ist hann myndlistargagnrýnandi Morgunhlaðsins og mörgum árum síðar tónlistargagnrýnandi sama hlaðs. Emil átti sæti í nefnd þeirri, er fjallaði um tónlistarundirhúning fyrir Alþingishátíðina 1930, en í því tilefni hafði liann samið kantötu, er hlaut önnur verðlaun dómnefnd- arinnar í Kaupmannahöfn, þótl eigi hefði hún verið alveg fullsamin. Arið 1939 hlaut hann einnig fyrstu verðlaun fyrir sjómannalag sitt, ís-

x

Tónlistin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.