Tónlistin - 01.11.1944, Side 13

Tónlistin - 01.11.1944, Side 13
TÓNLISTIN 3 Hallgrímur Helgason: Lifandi tónmenning I. Riti þessu liefir verið markað svið innan tónlistarmála, svo sem nafn þess bendir til, og er þar öllu meira svigrúm en ætla skvldi við snögg- legt vfirlit. Vandinn er sá, að nota þetta frjálsræði möguleikanna á sem réttastan og notadrýgstan hátt. Ramminn sjálfur eftirlætur mikið og gott efnisrými, og kemur þar margt til greina, svo sem almenn tónfræði, íslenzk lagfræði (með lag- formunum), þættir úr tónlistarsögu, jafnvel lýsing á undirstöðuatriðum hljómfræðinnar með verkefnum og formfræði með nótnadæmum. Allt og slétt, laust við dramatísk tilþrif, lýrískt og íhurðarlaust, eins og margt af verkum Emils. Hörð átök og þrautamiklar sviptingar voru ekki við hæfi fíngerðrar og þýðrar listamannslundar hans. Hann gerði sér far um að móta vel öll smá- atriði og sýndi þar liina fvllstu smekkvísi, en á kostnað þessarar kostgæfni lagði hann oft leið sína fram hjá hinni stóru stígandi línu i sterku formi, þar sem dramatískir liæfileikar fá hezt notið sin. Af þess- um ástæðum mun hann og lieldur ekki hafa fundið verulega fullnæg- ingu i tónskáldskap einum saman. En sem syni mikillar hókmennta- þjóðar var honum penninn tamur í hendi. Ritfærni hans og orðhag- leikur var með miklum ágætum, og líktist liann í því sumum tón- skáldum annarra þjóða, sem oft þurftu að bregða fyrir sig ritleikni sinni til þess að hjarga heiðri sín- um og efla sæmd verðugra með- bræðra. Emil Thoroddsen er sigilt dæmi um fjölgáfaðan Islending'. Allt leik- ur í höndum lians. Hann er píanó- leikari með afhurðúm, tónskáld, ril- höfundur og listmálari. Hann er tal- andi tákn ríkra hæfileika með þjóð vorri, og að því levti mun nafn lians lifa, sem sannar það eftir- minnilega, að góðra eiginleika er von hjá hörnum þessa lands. Sið- ferðisþrek hvers einstaks verður síð- an að koma i veg fvrir of mikla fjölskiptingu og jafnvel sundrun ó- líkra mannsparta. Emil Thoroddsen er beztur fulltrúi þeirrar gullvægu tvenningar tónlistarmannsins, að vera bæði skapandi og endurskap- andi, þótt hið siðarnefnda væri ef- laust ríkara i eðli Iians. Hann er fvrsti hoðheri íslenzkrar tónlistar, sem tekst að sameina þelta tvennt og lengja það saman með orðsins list. íslenzk tónlistarsaga auðgast hér að nýju vaxtarmagni, og hún mun gevma minninguna um gáfu- ríkan son listgyðjunnar og halda nafni hans á lofti um komandi tíma. Hallgrímur Helgason.

x

Tónlistin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.