Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.09.2011, Side 4

Fjarðarpósturinn - 01.09.2011, Side 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. september 2011 Frá foreldramorgnum Hafnarfjarðarkirkju Foreldramorgnar í Hafnarfjarðarkirkju hefjast aftur fimmtud 8. sept. nk. Við erum á milli kl. 10 og 12 og það er alltaf heitt á könnunni og með því. Endilega látið sjá ykkur. Nú hefjast hádegistónleikar Hafnarborgar enn á ný, en tónleikarnir verða nú framvegis fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Viðtökur hafa ætíð verið góðar og tónleikarnir skipa fastan sess í menningarlífi Hafnarfjarðar. Antonía Hevesi píanóleikari er listrænn stjórnandi tónleikanna sem fyrr og hefur hún fengið til liðs við sig marga af fremstu söngvurum landsins. Elín Ósk Óskarsdóttir ein af okkar færustu söngkonum mun hefja dagskrá vetrarins. Hún hefur sungið fjölda mörg óperuhlutverk innan lands sem erlendis og fengið fjölda viðurkenningar fyrir söng sinn innan lands og utan auk þess sem hún hefur verið sæmd riddarakrossi hinar íslensku fálkaorðu. Á efniskránni verða aríur eftir Beethoven, Puccini og Bellini. Antonía Hevesi er fædd í Ungverjalandi. Hún útskrifaðist árið 1988 úr F.Liszt tón listar­ akademíunni í Búdapest með mastersgráðu í kórstjórn og sem framhaldsskólakennari í söng­og hljómfræði. Frá árinu 1990 stundaði hún orgelnám í Austurríki við Tónlistar há skól­ ann í Graz. Antonía fluttist til Íslands árið 1992 og frá því í september 2001 hefur hún verið búsett í Hafnarfirði. Antonía starfar nú sem orgel­ og píanó­ meðleikari og æfingarpíanisti við Íslensku Óperuna. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12, standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Svik og bænir Elínar Óskar Hádegistónleikar Hafnarborgar nú á þriðjudögum Elín Ósk Óskarsdóttir, bæjar­ lista maður Hafnarfjarðar 2006 Antonía Hevesi hefur stjórnað tónleikunum af miklum glæsibrag og léttleika. Út við Arnarvoginn, skammt frá gömlum kartöflulöndum Hafnfirðinga var í síðustu viku vígt skilti sem kynnir helstu gönguleiðir í Gálgahrauni, því sögu fræga hrauni. Voru þar viðstaddir fulltrúar Garðabæjar, Hrauna vina, sem áttu frum­ kvæði að gerð skiltisins og sem hafa barist fyrir friðun á svæð­ inu auk fulltrúa Íslands banka Marels og IKEA sem styrktu gerð skiltisins og sambærilegs skiltis sem sett var upp við Garðastekk. Á skiltunum eru kort sem sína fornar leiðir sem lágu um hraunið í lituðum línum og örnefni, ásamt texta um sögu svæðisins. Í sumar stikuðu atvinnuátakshópar helstu leiðir með litamerktum hælum s.s. (gul) Fógetagata nyrðri, (gul­ brúnt) Fógetagata syðri (Álfta­ nesgata), (blá) Gálgaklettaleið og (grænt) Garðagata. Gunnar Einarsson afhjúpaði skiltið ásamt Pétri Stefánssyni frá Hraunavinum og Júlíu Ingvars d óttur form. umhverfis­ nefndar Garðabæjar. Gönguleiðir í Gálgahrauni Garðbæingar sáttir við Hraunavini Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Á fundi sínum þann 9. ágúst síðastliðinn tók Skipulags­ og byggingarráð fyrir erindi frá Knattspyrnudeild FH þar sem óskað var eftir því að gefið yrði tímabundið leyfi til að leggja bílum á graseyjum í nágrenni Kaplakrika. Það má hrósa forsvarsmönnum knattspyrnudeildar fyrir frumkvæðið og viðleitni þeirra til að leyta leiða til að þjón­ usta betur þá gesti sína sem þurfa stæði þétt upp við leik völlinn. En í framhaldinu er líka hægt að velta fyrir sér almennri forgangs­ röðun og viðhorfum til aukinnar lýðheilsu og umhverfis­ markmiða hvað varðar sam­ göngu mál­ nú þegar styttist í evrópska samgönguviku. Ráðið hafnaði erindinu með vísan í umsögn lögreglu sem lá fyrir fundinum, enda hefur Skipulags­ og byggingarráð Hafnar fjarðar ekki umboð til þess að leyfa ólöglega lagningu bifreiða, sbr. 27. og 28 gr. Um ferðalaga frá 1987. Þess ber líka að geta að Kaplakriki er umkringdur umferðagötum á þrjá vegu og liggur Fjarðar­ hraun, ein umferðamesta gata bæjar ins meðfram svæðinu. Það er enn­ fremur mat ráðsins að ekki sé for svar anlegt að auka hættu bæði akandi, gang andi og hjólandi veg farenda á þessu svæði, ekki einu sinni tíma bundið. Sú ákvörð un að hafna erind inu var því tekin með almanna hags­ muni og umferðar öryggi í huga en alls ekki, eins og gefið er í skyn í pistli for manns knatt­ spyrnudeildar á heimasíðu félagsins, í þeim til gangi að draga úr aðsókn eða þrengja að þjónustumarkmiðum FH. Þá má hins vegar svo sannarlega taka undir orð Jóns Rúnars Halldórssonar formanns knatt­ spyrnudeildar FH þar sem hann hvetur alla þá sem hafa hug á að sækja FH­inga heim til að ,,... leggja bílum sínum lög lega. Einnig er ráð fyrir þá sem tök hafa á að koma hjólandi, gang­ andi eða taka strætó. Um fram allt er gott að vera tíman lega því þá gefst tími til þess að ganga lengri vegalengd ef leggja þarf langt frá Krik­ anum.“ Þetta mættum við mörg hafa í huga þegar ýmsir við­ burðir eru sóttir, hvort sem um er að ræða íþróttakappleiki eða aðra menningarviðburði. Ég ætla svo að vona að iðk­ endur og áhangendur FH láti tilfallandi skort á bílastæða­ fram boði í Kaplakrika ekki hafa áhrif á aðsókn sína á ein­ staka íþróttaviðburði enda er ég sannfærð um að stuðningsmenn FH setji það ekki fyrir sig þegar á hólminn er komið. Höfundur er formaður skipulags­ og byggingarráðs Hafnarfjarðar. Bílar, íþróttir og umferðaröryggi! Sigríður Björk Jónsdóttir SJÚKRAÞJÁLFARINN HEILSURÆKT Tækjasalur Bjartur og vel búinn tækjasalur Kvennaleikfimi Hressileg leikfimi fyrir konur á besta aldri Hópþjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga Fjölbreytt þjálfun fyrir hjarta- og lungnasjúklinga, eftirlit og fræðsla (hefst 12. september) Opið: mánudaga – föstudaga kl. 8 - 19 laugardaga kl. 9 - 12 Skráning og nánari upplýsingar í síma 555 4449 Strandgata 75 220 Hafnarfjörður www.sjukrathjalfarinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.