Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.09.2011, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 01.09.2011, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. september 2011 Þann 7. júlí sl. samþykkti bæj­ ar ráð samhljóða að flytja málefni þeirrar frístundaþjónustu sem í daglegu tali hefur ýmist verið nefnd heilsdagsskóli eða frí­ stunda heimili og hefur verið á for ræði Skólaskrifstofu yfir til Skrifstofu æsku­ lýðs mála og þar með undir Íþrótta­ og tóm­ stundanefnd. Í breyt­ ingunum, sem hafa ver­ ið í undirbúningi um langa hríð, felst jafn­ framt að skipulag og stjórn un félags mið­ stöðva og heils dags­ skóla verði sameinað í nýj um og öflugri starfsstöðvum í hverjum skóla. Ofangreind ákvörð un er í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu bæjaryfirvalda um eflingu þessa málaflokks og er meginmarkmið breytinganna að tryggja enn frekar faglegan og rekstrarlegan grundvöll frí stunda­ þjónustunnar. Ákvörðunin var tekin í fram­ haldi af ítarlegu samráðs­ og und­ ir búningsferli þar sem m.a. var haldinn opinn fundur með for­ eldr um og starfsfólki, þau ráð og þær nefndir sem fjalla um málefni barna og ungmenna tóku virkan þátt í umfjöllun um málið, bæði sitt í hvoru lagi og einnig á sér­ stökum sameiginlegum fundi fjöl skylduráðs, fræðsluráðs og íþrótta og tómstundanefndar. Leit að var umsagna frá hags­ muna aðilum og einnig frá mennta vísindasviði Háskóla Ís lands, frá Ungmennaráði, skóla stjórnendum og jafnframt bárust umsagnir og athugasemdir frá fleiri aðilum, m.a. frá for­ stöðumönnum félagsmiðstöðva. Á grunni þeirra upplýsinga, um ­ sagna, gagnlegu ábendinga og fjölbreyttu sjónarmiða sem fram komu í þessu ferli byggði bæjar­ ráð samhljóða ákvörðun sína. Efasemdir varabæjarfulltrúans Í grein sem birtist í síðasta tölu­ blaði Fjarðarpóstsins undir fyrir­ sögninni „Breytingar í félags mið­ stöðvum og heils dags skólum“ gerir vara bæjar full trúi Sjálf stæð­ is flokksins og fulltrúi flokksins í fræðsluráði inn leiðingu þessara breytinga að umfjöllunarefni. Í grein inni tíund ar vara bæjar full­ trúinn það sem hér að ofan er sagt um að draganda málsins og stað­ festir m.a. þá mikilvægu þver­ pólitísku sátt sem skapaðist um breyt ingarnar en lýsir að sama skapi efasemdum sínum varðandi inn leiðingu þeirra. Virðast áhyggjur varabæjarfulltrúans eink um bein ast að lögbundnum rétt indum og kjörum þess starfs­ fólks sem fyrirséð var að breyt­ ingarnar myndu snerta með hvað bein ustum hætti, þ.e. for stöðu­ menn þeirra stofnana sem ákveð­ ið var að sameina. Það er varla hægt að skilja orð varabæjar­ fulltrúans á annan hátt en að hún telji að frest un á innleiðingu ofan­ greindra breytinga um ótil greind­ an tíma hefði með ein hverjum hætti getað forðað bæjarsjóði frá því að greiða umræddu starfsfólki laun í upp sagnarfresti líkt og kjara samningar kveða á um. Erfitt er að ímynda sér hvaða til­ gangi þessar vangaveltur vara­ bæj ar full trúans eiga að þjóna. Ég get þó stað fest að hugmyndir á borð við þær sem fram koma í umræddri grein voru ekki hluti af þeirri til­ lögugerð sem sam þykkt var í bæjarráði. Það stóð aldrei til að snið ganga s a m n i n g s b u n d i n réttindi þess starfs fólks sem um ræð ir og vona ég satt að segja að sá dagur komi ekki upp að slíkur þanka gangur skjóti rótum í ráð­ húsinu. Mikilvægt að eyða óvissu Hið rétta í málinu er að engu hefði skipt hvenær ráðist hefði verið í breytingarnar, frá og með byrjun þessa skólaárs eins og ákveðið var að gera, frá og með næstu áramótun eins og vissulega kom til álita eða að ári. Það lá alltaf fyrir, líkt og gildir almennt um skipulagsbreytingar af þessu tagi, að efna þyrfti gildandi samninga við starfsfólk Hafnar­ fjarðar bæjar og að sjálfsögðu kom aldrei neitt annað til greina. Af því leiðir að sú hagræðing í stjórnunarþætti frístunda þjónust­ unnar sem í breytingunum felst og er í raun undirstaða þess að hægt sé að standa vörð um þjón­ ustuna og um leið skapa svigrúm til samræmingar hennar og efl­ ingar, mun ekki koma fram að fullu fyrr en á næsta rekstrarári. Frest un á innleiðingu breyt ing­ anna, líkt og ætla má að vara­ bæjarfulltrúinn hafi viljað leggja til, hefði því aðeins frestað því að jákvæð áhrif þeirra kæmu fram í frístundastarfinu og rekstri bæj ar­ sjóðs. Í ljósi þeirrar þver pólitísku samstöðu sem virtist ríkja um meginefni breytinganna var það niðurstaða bæjarráðs að ekki væri tilefni til að fresta innleiðingu þeirra og viðhalda þannig þeirri óvissu sem um fjöllun um þær hafði vissu lega skapað í starfsemi allra þeirra fjölmörgu stofnana sem málið snerti. Starfsemin hafin af fullum krafti Það lá þó alltaf fyrir að lítill tími væri til stefnu og vinna þyrfti hratt og skipulega að því að tryggja að hægt yrði að hefja starf semi hinna nýju starfsstöðva á réttum tíma. Lögð var rík áhersla á að notendur þjón ust unn­ ar yrðu ekki fyrir óþægindum vegna breytinganna, skrán inga­ ferli væru þau sömu og áður og starfsemin í grund vallar atriðum eins og foreldrar og börn þeirra hafa átt að venjast. Næstu skref í eflingu frístunda þjón ustunnar verða svo tekin þegar grunn ur verð ur lagður að sam ræmdri stefnumótun í málefnum frístundastarfsins, sem ætlunin er að vinna m.a. í nánu samstarfi þann öfluga hóp fagfólks sem leiða mun starfsemina á hverjum stað, notendur þjónustunnar og alla þá fjömörgu samstarfsaðila sem koma að frístundastarfi barna og ungmenna í Hafnarfirði. Öflugra frístundastarf Skýr markmið og pólitísk samstaða Gunnar Axel Axelsson Þess ber líka að geta að lokum að starfsemi heilsdagsskólans hófst af fullum krafti á tilsettum tíma og ólíkt því sem fréttir berast nú af m.a. frá Reykjavík, þá hafa ekki myndast neinir biðlistar eftir þjónustunni í Hafnarfirði. Það er því full ástæða til þess að þakka okkar frábæra starfsfólki sem enn og aftur hefur sýnt það og sannað hvað það er úrræðagott og tilbúið að bregðast við nýjum og breyttum aðstæðum. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs. MEIRIskóli Við erum á Facebook með allar upplýsingar undir “Meiriskóli” Söng og raddskóli Margrétar Eir Upplýsingar og skráning á haustnámskeið hafin í síma 822-0837 eða sendið okkur tölvupóst á meiriskoli@gmail.com. Námskeið fyrir 10-12 ára. 13-15 ára og 16 ára og eldri. Kynnið ykkur námskeiðin á facebookinu okkar undir "Meiriskoli". Kennsla fer fram í Hafnarfirði og Kópavogi. Kennsla hefst 12. september Í alþingiskafla nýrrar stjórnar­ skrár eru nokkur nýmæli sem vert er að nefna, þ.á.m. er Lögréttan. Nafnið er tekið frá hinni einu og sönnu lögréttu sem var á þjóð­ veldis öld æðsta stofnun Alþingis, setti m.a. lög og skar úr lagadeilum. Í endurnýjun lífdaga verður hlut­ verk Lögréttu þetta: 62. gr. Lögrétta Alþingi kýs í Lögréttu fimm menn til fimm ára. Þingnefnd eða 1/5 hluti alþingismanna getur óskað eftir áliti Lögréttu um hvort frum­ varp til laga samrýmist stjórnarskrá og þjóðrétt­ ar legum skuldbind ing­ um ríkisins. Ekki má af greiða frumvarpið fyrr en álit Lögréttu liggur fyrir. Um störf Lögréttu skal mælt fyrir í lög um. Hlutverk Lögréttu er að vera eins konar lagabætir skipuð sér­ fræðingum og á að koma í veg fyri r vondar lagasetningar. 69. gr. Greiðsluheimildir Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjár­ lögum. Að fengnu samþykki fjár­ laga nefndar Alþingis getur fjár­ mála ráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef al ­ manna hagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðsl um í fjáraukalögum. Ofangreint ákvæði um greiðslu­ heimildir er nýlunda að því leyti að fjárlög skuli nú standa og eftirá­ uppáhellingar óleyfilegar nema vegna brýnna og aðkallandi almanna hagsmuna. Þetta er gert til að auka aðhald og ábyrgð þingsins við fjárlagagerð. Ekki veitir af myndu sumir segja. 72. gr. Eignir og skuldbindingar ríkisins Ekki má taka lán eða undir­ gang ast ábyrgðir sem skuldbinda ríkið nema með lögum. Stjórnvöld­ um er óheimilt að ábyrgj ast fjárhagslegar skuld bindingar einka­ aðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkis­ ábyrgð vegna almanna­ hagsmuna. Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild í lögum. Um ráðstöfun annarra eigna ríkisins fer að lögum. 72. grein rammar inn skuld­ bindingar ríkisins og meðferð ríkis eigna. Þinginu eru settar strang ari skorður við ríkisábyrgðum á einkamarkaði. Markmiðið með þessu ákvæði er að verja almenning gegn skuldsetningu og illri ráð­ stöfun ríkiseigna vegna gerræðis eða spillingar í stjórnsýslunni. 96. gr. Skipun embættismanna Ráðherrar og önnur stjórnvöld veita þau embætti sem lög mæla. Hæfni og málefnaleg sjónarmið skulu ráða við skipun í embætti. Þegar ráðherra skipar í em ­ bætti dómara og ríkissak sókn ara skal skipun borin undir forseta Íslands til staðfestingar. Synji for­ seti skipun staðfestingar þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2/3 hlutum atkvæða til að hún taki gildi. Ráðherra skipar í önnur æðstu embætti, eins og þau eru skil­ greind í lögum, að fenginni tillögu sjálf stæðrar nefndar. Velji ráð­ herra ekki í slíkt embætti einn þeirra sem nefndin telur hæfasta er skipun háð samþykki Alþingis með 2/3 hlutum atkvæða. Forseti Íslands skipar formann nefndarinnar. Um nánari skipan hennar og störf skal mælt fyrir í lögum. Í lögum má kveða á um að í tiltekin embætti megi einungis skipa íslenska ríkisborgara. Krefja má embættismann um eiðstaf að stjórnarskránni. Skipun embættismanna hefur verið mjög umdeild í íslenzku samfélagi og þótti stjórnlagaráði því rétt að sníða um það sérstaka grein. Völd forseta og þings eru aukin við skipun æðstu embætta og sérlegri hæfnisnefnd komið á fót. Einræði ráðherra í embættis­ veiting um heyrir því sögunni til. Þó hér sé aðeins drepið á fáum ákvæðum um alþingi miða tillögur stjórnlagaráðs að styrkingu þings­ ins, gera það sjálfstæðara í störfum sínum og skilvirkara. Markmiðið er að auka samráð þingmanna en minnka átök. Samantekið ætti þetta að leiða til vandaðri laga­ setningar sem vonandi skilar sér í betra þjóðfélagi. Höfundur er læknir og fyrr um fulltrúi í stjórnlagaráði. Fróðleikur um tillögu að nýrri stjórnarskrá Alþingi í nýrri stjórnarskrá Lýður Árnason

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.