Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.09.2011, Page 8

Fjarðarpósturinn - 01.09.2011, Page 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. september 2011 Viltu vinna ferð fyrir tvo til Tékklands? Mánaðarlega eru flottir vinningar dregnir út, m.a. 10.000 kr. bensínúttekt, bíómiðar, DVD diskar o.fl. Í árslok fær einn heppinn viðskiptavinur helgarferð fyrir 2 til Prag, höfuðborgar Tékklands Allir viðskiptavinir sem koma með ökutækin sín í aðalskoðun á árinu 2011 fara sjálfkrafa í pottinn Það er ódýrast að koma með bílinn í skoðun hjá Tékklandi Samanburður á verði aðalskoðunar samkvæmt vefsíðum fyrirtækjanna 22. júní 2011 Tékkland Aðalskoðun Frumherji 7.945 8.940 8.400 8.600 9.290 9.500 Undir 3.500 kg. Yfir 3.500 kg. ...eða eitthvað annað skemmtilegt sem við drögum út mánaðarlega ReykjavíkurvegiHoltagörðumBorgartúni Sími 414 9900 www.tekkland.is Sigga & Timo-mótið, veglegt opið golfmót fyrir konur, verður haldið á Hvaleyrarvelli Golf- klúbbsins Keilis í Hafnarfirði laugardaginn 3. september nk. Þetta er eitt af allra vinsælustu og fjölmennustu kvenna golf- mótum ársins á landsvísu, enda hefur verið fullbókað í það allar götur síðan 2003 er fyrsta mótið var haldið. Bakhjarl mótsins er hafnfirska skartgripaverslunin Sigga og Timo og eru verðlaunin því ekki af verri endanum, en boðið er upp á verðlaun fyrir efstu þrjú sætin sem og fyrir að verða næst holu eftir teighögg á öllum par-3 brautum vallarins. „Fyrir átta árum hafði Golf- klúbburinn Keilir samband við mig og ég spurð hvort ég vildi ekki standa að kvennamóti. Ég vissi nánast ekkert út á hvað þetta gekk, enda hef ég ekki verið í golfi sjálf. Nú, átta árum síðar, hef ég fengið að kynnast íþróttinni betur. Það er ákaflega gaman að taka þátt í þessu og samstarfið við Keili og kvenna- nefnd klúbbsins hefur verið virkilega gott,“ segir Sigga, eða Sigríður Anna Sigurðardóttir, sem þó hefur ekki sjálf tekið sér kylfu í hönd. Þess í stað hand- leikur hún og vinnur skartgripi úr gulli, silfri o.fl. ásamt eigin- manni sínum, Timo Salsola frá Finnlandi. Sigga segir vinsældir mótsins slíkar að hún fái oft spurningar og fyrirspurnir frá áhugasömum golfkonum með löngum fyrir- vara, jafnvel í ársbyrjun, og hún spurð hvenær mótið verði, hvenær skráning hefjist og fleira því um líkt. Ekki er það til að draga úr vin sældum mótsins að í móts- lok er boðið upp á ljúffenga smá rétti í klúbbhúsi Keilis, sem út búnir eru af Brynju veitinga- konu á Hvaleyri, og þeim skol- að niður með hvítvíni. Þeir kepp endur, sem ekki náðu sér á strik í baráttunni við hvíta bolt- ann, eiga þá enn von um glaðn- ing, því dregið er úr skorkortum og heppnir mótsgestir leystir út með skartgripum og öðrum mun um. „Þar er yfirleitt mjög vel mætt og mikil stemmning sem myndast þá, sannkölluð konukvölds-stemmning,“ segir Sigga. Fyrirtæki Siggu og Timo verður átján ára í nóvember. Fyrst voru þau í tvö ár á Rafha- reitnum, en fóru þá yfir í Strandgötu 19, þar sem fyrir- tækið hafði aðsetur í fjórtán ár. Síðustu tvö árin hafa þau haldið til á Linnetsstíg 2. „Núna er allt á sama stað hjá okkur. Það er notalegt að heyra smíðahljóðin fram í verslun, en áður fyrr voru smíðaverkstæðið og verslunin aðskilin,“ segir Sigga, sem kveðst hlakka mikið til að sjá Hvaleyrarvöll þétt skipaðan golf konum, jafnt fastagestum sem nýjum andlitum. „Svo er bara að panta gott veður,“ segir hún. Eitt fjölmennasta kvennamót landsins Sigga & Timo-golfmótið á Hvaleyri á laugardaginn Golf nýtur mikilla vinsælda og Hvaleyrarvöllurinn líka. Víðistaðakirkja Tónlistarnámskeið fyrir ungbörn 6 vikna krílasálmanámskeið hefst þriðjudaginn 20. september nk. Sjá nánar á heimasíðu kirkjunnar. Þátttökugjald kr. 3.000,- Skráning í síma 565-2050 og netfangi arngerdur.arnadottir@kirkjan.is www.vidistadakirkja.is Sunnudaginn 4. september n.k. býðst lítið og óvönum veiðimönnum að koma í Hlíðarvatn í Selvogi og renna fyrir silung í boði veiðiréttarhafa. Á staðnum verða vanir veiðimenn frá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar og fleiri stangaveiðifélögum við vatnið sem gefa munu góð ráð og tilsögn. Hlíðarvatn er ákaflega gjöfult bleikjuvatn i aðeins 45 mín. fjarlægð frá Hafnarfirði, ekið sem leið liggur fram hjá Kleifarvatni til Krýsuvíkur og svo austur á bóginn í átt til Þorlákshafnar. Bleikjan í Hlíðarvatni er annálaður matfiskur en einungis má veiða á spún eða flugu, beita er bönnuð. Ungir veiðimenn sérstaklega velkomnir og foreldrarnir að sjálfsögðu með. Opið hús í Hlíðarvatni

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.