Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.09.2011, Síða 16

Fjarðarpósturinn - 01.09.2011, Síða 16
16 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. september 2011 Kvennakór getur bætt við sig konum Í kvöld, fimmtudaginn 1. sept ember kl. 19 fara fram radd prófanir hjá Kvennakór Hafn arfjarðar. Raddprófun fer fram í stofu 2 í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Kórinn leitar að hress um og áhugasömum konum í allar raddir, kórreynsla er ekki skilyrði. Stjórnandi kórsins er Erna Guðmundsdóttir söngkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Söngelskar kon­ ur eru hvattar til að mæta og kynna sér starfsemi kórsins. Nánari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu kórsins www.kvennakorinn.org Rúm fyrir nýja félaga í Lúðrasveitina Vetrarstarf Lúðrasveitar Hafnarfjarðar hefst af fullum krafti mánudagskvöldið 5. september. Starfið verður með hefðbundnum hætti í vetur; með vikulegum æfingum, tónleikum að hausti og vori, tilfallandi æfingabúðum og innan sveitar­ fögnuðum. Einnig er stefnt að tónleikaferð næsta sumar. Lúðrasveitin er skipuð um 25 félögum á öllum aldri, en alltaf er rúm fyrir nýja félaga ­ eða gamla félaga sem vilja dusta rykið af lúðrunum. Klarinettu­ og slagverksleikarar eru sér­ staklega velkomnir. Lúðrasveit Hafnarfjarðar æfir í Tónkvísl, íþróttahúsinu við gamla Lækjarskóla í Hafnar­ firði, öll mánudagskvöld milli klukkan 20 og 22. Stjórnandi lúðra sveitarinnar er Rúnar Óska rs son, klarinettuleikari Tristram og Ísönd frum­ sýnt í Gaflara­ leikhúsinu Leikfélagið Sýnir æfir nú af kappi í Gaflaraleikhúsinu, nýja leikgerð af riddarasögunni um Tristram og Ísönd og þeirri óbærilegu ást sem þau báru hvort til annars og þeim grimmu örlögum sem stíuðu þeim í sundur. Leikstjóri er Ármann Guðmundsson en hann semur einnig leikgerðina ásamt Guðrúnu Sóley Sigurðardóttur. Sýnt verður í Gaflaraleikhúsinu við Víkingastræti og verður frumsýning 10. september. Ein­ ungis verða 5 sýningar. Sagan af Tristran og Ísönd er ein þekkasta ástarsaga miðalda en hún segir frá riddaranum Tristram, systursyni Markis Englandskonungs, sem fengið er það verkefni að vinna ástir Ísöndar Írlandsprinsessu fyrir hönd frænda síns. Ekki vill þó betur til en svo að Tristram og Ísönd fella hugi saman og forboðið ástarsamband þeirra hefst, þrátt fyrir að Ísönd giftist Markis. Öfl innan hirðarinnar sitja að svikráðum og sjá sér leik á borði að notfæra sér ástandið sér til framdráttar. Leikritið er mikið sjónarspil, mikið lagt í alla umgjörð og tónlist spilar veigamikið hlut­ verk í sýningunni. Ljósa hönn­ uður er Benedikt Þór Axels son, búninga hannar Dýr leif Jóns­ dóttir, leikmuni gerir Jón Örn Bergsson og hannar hann einn ig leikmynd ásamt Ár manni Guðmundssyni. Tón listin í verk inu er samin af leik hópnum, leikstjóra og Birni Thor arensen sem jafnframt hefur yfirumsjón með útsetn ingum. Leikfélagið Sýnir var stofnað af ofvirkum áhugaleikurum sem sóttu fyrsta ár Leik listarskóla Bandalags íslenskra leikara árið 1997. Miðasala Gaflaraleikhússins er opin virka daga kl. 16 til 18 sími miðasölu er 565 5900 og sími í hópasölu er 860 7481 Einnig er hægt að panta miða í midasala@gaflaraleikhusid.is og á midi.is Sjötti bikar­ meistara titill Sigurþórs Bikarmeistaratitilinn í skeet fellur þeim í skaut sem hefur staðið sig best á landsmótum sum arsins. Þess vegna er bikar­ meistaratitilinn lang eftirsóttasti titill í skeet enda gefur hann ótvírætt til kynna hver sé besti skotmaður ársins. Þrátt fyrir að lenda í þriðja sæti á síðasta bikarmóti sumarsins vann Sig­ ur þór Jóhannesson SÍH bikar­ meistaratitilinn 2011. Þar sem Sigurþór er nú að vinna bikar­ meistaratitilinn í sjötta sinn á sjö árum þarf enginn að velkjast í vafa um að Sigurþór er sterk asti skotmaður í skeet á Íslandi frá upphafi. Þess má geta að Sigur­ þór er einnig Íslands meist ari í einstaklings­ og liða keppni ásamt Meistaraflokki 2011. En það var Pétur Gunn arsson SÍH sem varð í fyrsta sæti á mótinu með 114 dúfur eftir venjulega keppni og 23 í úrslit um. Til að kóróna árangur félaga úr Skotíþróttafélagi Hafnar­ fjarðar sigraði sveit félagsins sveitakeppnina en í henni voru Sigurþór Jóhannesson, Pétur Gunnarsson og Hörður Sigurðs­ son. Skátafélagið Hraunbúar fékk á mánudaginn gæðamatsviður­ kenn ingu Bandalags íslenskra skáta. Gæðamatsviður kenn­ ingin er kölluð „Skátafélag á réttri leið“ og felur það í sér að félagið hefur unnið og fram­ kvæmt gæðamat á skipulagi félags ins, starfi félagsins, fjár­ málastjórn, fræðslumálum, mennt un skátana, sett sér stefnu í friðar­, umhverfis­ og for­ varnarmálum, aukið samstarf við heimili og önnur skátafélög. Það var Bragi Björnsson skáta höfðingi sem afhenti Guðjóni Rúnari Sveinssyni félagsforingja skjal þessu til sönnunar að viðstöddum Guð­ mundi Rúnari Ólafssyni, bæjar­ stjóra og skáta til margra ára, ásamt fjölmörgum skátum. Þetta er mikil viðurkenning fyrir þetta rótgróna félag en einungis þrjú íþróttafélög í Hafnarfirði hafa fengið sam­ bærilega viðurkenningu frá ÍSÍ. Mikið var um dýrðir við athöfnina, Skátakórinn söng, bæjarstjórinn flutti ávarp og boðið var upp á rjúkandi kakó og kökur. Hraunbúar á réttri leið... Þriðja skátafélagið sem fær gæðamatsviðurkenningu Bragi skátahöfðingi, Guðjón félagsforingi og Guðmundur Rúnar bæjarstjóri kampakátir við afhendingu á gæðmatsviðurkenningunni. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Deiglan - Dagskráin á næstunni Opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10-14 Deiglan Strandgötu 24 Sími: 565 1222 deiglan@redcross.is raudikrossinn.is/hafnarordur Deiglan er opin öllum sem hafa áhuga og atvinnuleitendur eru sérstaklega hvattir til að mæta. Mánudaginn 5. sept. kl. 10: List og handverk Föstudaginn 9. sept. kl. 12 Matarlist, tælensk matargerð. Mánudagar Fastir dagskrárliðir Deiglunnar Miðvikudagar kl.10 -14 Gönguhópur og menning Föstudagar kl.10 -12 Þjóðmálahópur og matarlist kl.10 -14 List og handverk Reglulegar sýningar Kvik­ myndasafns Íslands hefjast á þriðju daginn kl. 20 í Bæjarbíói sem er sýningabíó safnsins. Sýn­ ingarnar verða eins og áður á þriðjudagskvöldum og laugar­ dags eftirmiðdögum. Gefin hef ur verið út vönduð sýningaskrá þar sem fjallað er um myndirnar sem sýndar verða í vetur frá septem­ ber og fram í maíbyrjun. Að þessu sinni er dagskrá vetr­ arins byggð upp þannig að í sér­ hverjum mánuði verða sýnd ar kvikmyndir frá einu tilteknu ári undir yfirskriftinni: Minn ingar þjóðar. Eitt af höfuð verk efnum safnsins er að varðveita minn­ ingar þjóðarinnar í lifandi mynd­ um og nú gefst tækifæri til að lifa sig inn í fortíðina með sérstökum hætti. Myndavalið fyr ir hvert ár samanstendur af ís lenskum kvikmyndum, heim ildar mynd­ um og bíómyndum, sem fram­ leiddar voru á viðk omandi ári, erlendum myndum sem voru sýndar hér heima á ár inu og er lendum kvik mynd um, sem framleiddar voru á ári nu. Árin sem orðið hafa fyrir valinu og upptalin í þeirri röð sem þau koma fyrir í dagskránni eru þessi: 1968 (sept.), 1921 (okt.), 1952 (nóv.), 1983 (des.), 1965 (jan.), 1939 (feb.), 1947 (mars), 1967 (apríl). Dags kránni lýkur í byrjun maí á syrpu íslenskra kvikmynda sem spanna nokkra áratugi síðustu aldar en eru bundnar við einn stað á landinu, sem að þessu sinni er Akureyri. Starfsárið byrjar með sýningu á japönsku kvikmyndinni Oni­ baba, sem er mögnuð lýsing á lífsbjargarhvöt mannsins og byggir að hluta á fornri búdd ískri þjóðsögu um mátt and lits grím­ unnar. Myndin var sýnd í Bæjar­ bíói árið 1968 og var sögð vera fyrir taugasterkt fólk. Sýning fyrir taugasterkt fólk í Bæjarbíói

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.