Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.09.2011, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 01.09.2011, Blaðsíða 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. september 2011 Komið í karate! Haustnámskeiðin eru að hefjast aftur eftir sumarið. • Byrjenda- og framhaldsnámskeiðin hefjast mánudaginn 5. september Tekið verður við byrjendum út septembermánuð. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu deildarinnar www.kdh.is Óskum eftir að ráða 2 starfsmenn í 50% stöður hjá Félagsþjónustunni í Hafnarfirði. Störfin felast í að sjá um skömmtunareldhús í einu af mötuneytum fyrir eldri borgara í Hafnarfirði. Gerð er krafa um jákvætt viðmót, mannúðlegt við horf og hæfileika til lipurra samskipta. Sjálf­ stæði og frumkvæði í starfi eru miklir kostir. Við leitum að einstaklingum með menntun og/ eða reynslu af vinnu í mötuneytum eða með mikinn áhuga á að starfa með eldri borgurum. Um dagvinnu er að ræða. Laun fara eftir kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Upplýsingar um störfin veita Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi heimaþjónustu og Kolbrún Oddbergsdóttir deildarstjóri í síma 585 5700. Umsóknum skal skila til Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði Strandgötu 33 220 Hafnarfirði ViltU Vinna með eldri borgUrUm? Þessa vikuna fer fram nám­ skeið i blaðamennsku í sjálf­ boðaliðastarfi „Young Corre­ spontent“. Námskeiðið er hald­ ið i borginni Vilanova i La Geltrú sem er á suðurströnd Spán ar. Tólf ungmenni frá 10 lönd um taka þátt í þessu nám­ skeiði sem haldið er af sjálf­ boðaliðasamtökunum Catal­ unya Voluntària, en verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólks­ ins. Smári Guðnason er fulltrúi Banda lags íslenskra skáta á nám skeiðinu. „Markmiðið með þessu námskeiði er að þjálfa ungmenni í að koma fréttum og upplýsingum á framfæri og þá sérstaklega í tengslum við sjálf­ boðaliðastarf í Evrópu,“ sagði Smári í samtali við Fjarðar­ póstinn en Smári hefur unnið í afleysingum á Fjarðarpóstinum. „Hér lærum við grunninn í fjöl miðlamennsku, þ.e. að skrifa fréttir, taka viðtöl og einn ig hvernig hægt er að nota sam félagsmiðla á borð við Face book til að koma upp lýs­ ingum á framfæri. Hópurinn hefur einnig það verkefni að útbúa upplýsingapakka og leið­ beiningar fyrir þá sem vilja ger ast ungir fréttaritarar í sjálf­ boðaliðastarfi. Það er von okkar sem erum hér og skipuleggjenda að fleiri sjálfboðaliðar taki að sér að dreifa boðskapnum um sjálfboðaliðastarf svo hægt sé að auka það til muna í Evrópu.“ Ungir blaðamenn í námi á Spáni Ekki amaleg aðstaða við að læra blaðamennsku á Spáni. Haustdagskrá Klifsins­ fræðslu seturs í Garðabæ er upp­ full af skapandi frístunda­nám­ skeiðum fyrir fólk á öllum aldri. Hafnfirðingar og Álftnesingar eru sérstaklega boðnir velkomnir á námskeiðin sem hefjast í september. Meðal nýjunga á haustönn verður fjölbreytt úrval af barna­ og unglinganámskeiðum. Má þar nefna; leikjaforritun fyrir börn og unglinga í samvinnu við sprotafyrirtækið Skemu, vísinda­ námskeið, stutt myndagerð, skap andi hekl og prjón, skúlptúr, leir mótun, skrautritun, gotneska let ur gerð og töfrabragðanámskeið í anda Harry Potter. Einnig verð­ ur boðið upp á leiklistarnámskeið í samvinnu við Leynileikhúsið og myndlistarnámskeið í sam­ vinnu við tvíeykið Villta Kýrin eins og á síðasta starfsári. Fullorðnir geta valið úr list­ og handverksnámskeiðum, útivist og hreyfingu, músík­ og menn­ ingu og tölvu­ og tækni nám­ skeiðum. Ábendingum um nám­ skeið er hægt að koma áleiðis á klifid@klifid.is Fræðslusetur Klifið ­ fræðslusetur hóf starf­ semi á síðasta ári. Með stofnun Klifsins er ætlunin að skapa vett­ vang þar sem fólk getur komið saman og lært eitthvað nýtt og framandi undir leiðsögn fagfólks. Klifið hefur fengið til liðs við sig úrvals leiðbeinendur sem kynntir eru á www.klifid.is. Viðtökurnar fyrsta starfsárið voru mjög góðar. Ánægðir viðskiptavinir komu aftur á námskeið og tóku vini og fjölskyldumeðlimi með sér. Flest námskeið á vegum Klifs­ ins fara fram í Sjálandsskóla við Löngulínu 8. Barna­ og ungl­ inga námskeiðin dreifast þó um grunnskólana í Garðabæ, þar sem framboðið á námskeiðum er mjög fjölbreytt. Hægt er að skrá sig á námskeiðin á vef Klifsins www. klifid.is Eins er tekið á móti skráningum í síma 858 1543. Allir eru velkomnir í Klifið. Hægt er að finna Klifið á Facebook Upplifið Klifið – lærið og lifið! Skapandi frístundanámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna Frá einu af fjölmörgu námskeiðum Klifsins. Lausir hundar þrátt fyrir skýlaust bann Skýr ákvæði er í reglum um hundahald að hundar skulu hafðir í taumi innanbæjar en svo virðist sem margir hunda­ eigendur kjósi að virða þetta ekki. Dæmi eru um að eldra fólk fari ekki út vegna stórra lausra hunda og börn geta orðið mjög hrædd hlaupi ókunnugur hundur upp að þeim. Vitað er að slík atvik hafa haft veruleg áhrif á börn sem hefur gert þeim erfitt að umgangast hunda síðar. Þessir hundar sáust lausir í Setbergi tvo daga í röð.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.