Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 10
68 LÆKNABLAÐIÐ Tafla 3. Fjöldi sjúklinga meðal nemenda Menntaskólans á Akureyri. Bæjar- nemendur Heimavistar- nemendur Nemendur samtals % Fjöldi 2 a ■p zL 73.5 Fjöldi i Sjúkl- ; ingar Fjöldi 1 3 « ;5 tc 10—14 ára 42 8 4 í 46 9 19.6 15—19 — 182 37 49 29 231 66 28.6 20—24 — 39 7 17 4 56 11 19.6 Alls 263 52 70 34 333 86 25.8 kyrrstaða. Verða þó ekki færð ar líkur fyrir því að þetta hafi valdið neinu um útbreiðslu veikinnar. Algengt var — og jafnvel venjan — að fleiri en einn veiktust á heimili, en einkum var þó áberandi hve mikið veikin breiddist út í skólunum, öðrum en barnaskólanum. Af hinum 465 skráðu sjúklingum á Akureyri voru 135 úr hópi 770 skólanemenda í framhaldsskól- um, og voru flestir á aldrinum 15—19 ára. Bendir þetta til samvistasmitunar (contact- smitun í víðtækari merkingu). í heimavist menntaskólans veiktust 34 af 70, sbr. 3. töflu. Meðgöngutími. Tvö dæmi skulu hér tilfærð er gefa bend- ingu um lengd meðgöngutím- ans. Sjómaður nokkur veiktist 5 dögum eftir að hann fór frá Akureyri en þar hafði hann verið aðeins 4 daga, meðgöngu- tími ætti því að hafa verið 5 til 9 dagar. Þrír nemendur 1 Hóla- skóla veiktust 5 dögum eftir að þeir fóru frá Akureyri, þar sem þeir höfðu haft þriggja daga viðdvöl á leið að heiman að loknu jólaleyfi (skv. heimild- um frá Guðjóni Klemenzsyni héraðslækni), og hefir með- göngutíminn því væntanlega verið 5 til 8 dagar„ Kemur þetta vel heim við það sem læknar á Akureyri töldu að algengt væri um lengd meðgöngutímans. Útbreiðsla til annarra hér- aða. Brátt fór veikin að gera vart við sig í öðrum héruðum og mátti 1 byrjun oft rekja til samgangna við Akureyri. Svo var t. d. er veikin kom upp í Reykjaskóla í Hrútafirði og Fornahvammi (áfangastöðum á landleiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur) og Hólum í Hjaltadal sem áður er getið Um meiriháttar faraldur var þó aðeins að ræða 1 Sauðár- króks- (147 sjúkl. í des.—febr.) og ísafjaröarhéraði (206 sjúkl.) Flokkun sjúklinga 1 þessum héruðum eftir kyni og aldri var í aöalatriöum lík og á Ak-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.