Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 27
L . li K X A B L A i) I Ð 85 eða tveir þeirra geta farið sam. an. Uppsala kemur seinna og er aldrei eins áberandi og við ileus í mjógirni. Abdomen er fullt af vindi, aða^lega til hlið- anna, þar sem colon liggur. Röntgenmyndir sýna sér- kennilega útþandar garna. lykkjur og vökvayf i rborð.. (Spiegel).. En eftir nákvæma skoðun og anamnesis er sjald- an nauðsynlegt að gefa barium per os eða í clysma. Meðferð. A) Alger obstruction. Alger lokun á ristli krefst á- vallt skurðaðgei-ðar, og co. ecostomia er það, sem gera á, því að allar stærri aðgerðir eiga engan rétt á sér, eru hættulegar vegna garnaþenslu, og fyrsta skylda læknisins er að bjarga lífi sjúklingsins., Það verður auðveldlegast gert með coecostomiu. Hún er gerð gegnum Mc Burney skurð. Co- ecum er oft mjög þanið og get- ur líkzt stórri ovarial-cystu. Veggurinn er þunnur og oft hægt að sjá vökva 1 gegn. Þeg- ar þannig stendur á, ætti að losna við loftið með því, að gera stungu á coecum meö nál. Þetta minnkar þensluna, svo að hægt er að draga coecum út, án þess að sprengja það„ Það er saumað lauslega við húðina og ekki opnað fyrr en eftir 8—12 klst. Stór gúmmípípa er sett inn í coecum, til þess að drainera og skola það. Síðar meir er hægt að nema burt æxlið og sauma ristilinn sam. an. Ég vil heldur gera coecos- tomiu heldur en colostomiu þegar um algera lokun er að ræða. Ef ristillinn er mjög þaninn, getur verið hættulegt að handfjatla hann mikið, og því minni sem skurðurinn er, því betra, og síðar er hægt að gera radical operation ef nauð- syn krefur. B) Yfirvofandi obstruction. í þeim tilfetlum, sem tæki- færi er til undii'búnings, ætti að gefa mikinn vökva og úr. gangslítið fæði. Til áréttingar má gefa aminosýrur í æð, á- samt glucosu og B- og C-vita- mini. Blóðgjafir eru og sjálf- sagðar. Ef sjúkl. hefir ekki uppsölu. er kemotherapia sjálf- sögð, til að minnka sýklagróður í þörmum, en ætti ekki að gefa lengur en 72 klst. fyrir op vegna hættu á nýjum og resi- stent sýklagróðri. Við aðgerðir á colon h. meg- in nota ég þverskurð h. meg- in, sem mér finnst gefa ágætt yfirlit og sjaldan hernia. Mill- er.Abbot slanga er sett niöur á undan, ef um verulega upp- þembu er að ræða, vegna þrengsla af tumornum, og verðm’ það oft til þess, að hægt er að ljúka skui'ðaðgerðinni í einu lagi..

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.