Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 19
L Æ K N A B L A Ð I Ð 77 in voru notuð' 1 komplement- prófun með antigenum fyrir þessar virusheilabólgur: En- cephalomyelitis equium, aust- ur stofn; Encephalomyelitis equium, vestur stofn; St. Louis encephalitis, Rabies, Japansk- ur B encephalitis og Chorio- meningitis. Ennfremur ,,Q fe- ver“. Antigenin voru fengin frá Drn H. R. Cox hjá Lederle Laboratories Inc. og aðferð Kolmers var notuð. Árangur- inn var neikvæður. Einnig var prófað hvort þess- ar umræddu serum-samstæður gætu fyrirbyggt agglutination influenzuvirus á rauðum hænsnablóðkornum. Virus- stofnarnir, sem notaðir voru, voru PR8, Lee og Reykjavík 1/1949, sem er afbrigði af A stofni og hafði fundist í in- fluenzufaraldri 1 Hafnarfirði rétt áður, Hækkun á mótefni gegn þessum virusstofnum fannst engin hjá sjúklingun- um. Bendir það til þess, að ekki hafi verið influenzuvirus á ferðinni. Yfirlit og ályktanir. Gangur Akureyrarveikinnar, sem hér hefir verið lýst, kem- ur ekki vel heim við mænusótt né aðrar sóttir okkur kunnar. Aðaleinkennin voru í stuttu máli þessi: Verkir í hnakka, baki og útlimum og lágur hiti„ Lamanir í 28% tilfella, venju- lega lítilfjörlegar. Paresthesiae og hyperesthesiae stundum samfara lömun. Hitaslæðing- ur stundum þrálátur, og aftur- kast fengu nokkrir eftir meir en tveggja vikna fótavist. Á- reynsla og kuldi virtust oft hafa slæm áhrif. Algengar voru kvartanir um verki, og taugaóstyrk, svefn- leysi, svita og minnisleysi mán- uðum saman eftir að önnur einkenni voru horfin„ Vottur lamana fannst alloft 6—7 mánuðum eftir lok faraldurs- ins, en fáir einir voru verulega lamaðir. Einkenni frá liðum fengu svo margir að ekki er grunlaust um beint orsakasam- band. Yfirleitt benda einkennin (sbr. og mænuvökvarannsókn- ir þótt fáar séu) til miðtauga- kerfisins og nánar tiltekið oft til framhorna mænunnar. Seinna koma og alloft fram einkenni frá taugum og mænu- rótum, Yfirferð veikinnar bendir til að veikin hafi verið smitandi. Sé litið á hvert einstakt til- felli fyrir sig virðist svo, að flest þeirra a. m. k. hefði ekki verið unnt að greina frá mænusótt, með eða án lam- ana, með þeim rannsóknarað- ferðum sem völ var á. En þeg- ar litið er á faraldurinn í heild kemur margt í ljós, sem ólíkt er háttalagi mænusóttar- Ekki verða leiddar líkur til þess að smithættir hafi verið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.