Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 36
94 LÆKNABLAÐIÐ Stéttar- og félagsmál. Frá Læknafélagi Reykjavíkur. Á síðasta starfsári L. R., frá marz 1949 til marz 1950, voru haldnir 10 almennir félags- fundir. Á fimm þessara funda fluttu erlendir læknar og vís- indamenn erindi„ Dr. med. Gunnar Edström, próf. í rheu- matologi í Lundi, flutti í apríl- byrjun 1949 á tveimur fundum löng og fróðleg erindi um rann- sóknir, klinik og meðferð poly- arthritis rheumatica. Dr. pharm. Jens Hald frá Kaup- mannahöfn flutti fyrirlestur um antabus á maí-fundi félags- ins 1949. Á september-fundin- um flutti próf. Knud Krabbe tvö erindi um heila- og mænu- sjúkdóma. í okt. 1949 talaði Dr. R. M. Taylor, frá Bandaríkjun- um, um nútíma-skoðanir manna á mænusótt og skyld- um sjúkdómum. Félagsmenn hafa flutt þessi erindi á fundum: Dr. med. Helgi Tómasson: Um starfsem- ina á Kleppi síðustu 20 árin. Bjarni Jónsson: Meniskus- rifur í hnélið. cer-sjúklinga og almenna starfandi lækna, og fá báða aðila til að skilja og gleyma aldrei, að hið hræðilegasta við krabbameinið er tímatöfin.“ Alfreð Gíslason. Sigurður Samúelsson: Um cor pulmonale (hefir verið birt í Læknabl.)., Sami: Um stenosis isthmi aortae (einnig komið í Lækna- blaðinu). Dr. med. Snorri Hallgríms- son: Epifysiolysis capitis fem- oris, Þá má geta þess, að L. R. minntist fertugsafmælis síns með fagnaði í Oddfellow-hús- inu hinn 12. nóv, 1949. Aðal- ræöuna í því hófi flutti Dr. Helgi Tómasson. (Ræðan var birt í Læknabl, 1. tbl. þ. á.). Rakti hann þar í helztu drátt- um störf félagsins í 40 ár, en stakk að lokum upp á því, að L R. gengist fyrir stofnun geð- verndarfélags. Á næsta félags- fundi 16. nóv. 1949 var kosin nefnd til þess að undirbúa það mál nánar. Nefndin lagði frum- varp að lögum fyrir „Geðvernd arfélag íslands“ fyrir fund í L„ R. 14. des. 1949, en undirbjó síðan almennan stofnfund fé- lagsins, svo sem skýrt hefur verið frá í dagblöðum og út- varpi. Meðal annarra merkra mála, er borið hafa á góma í L. R. á síðasta starfsári, má telja bæjarspítala Reykjavíkur. Á nóv.-fundinum 1949 hafði Sigurður Sigurðsson berklayf- irlæknir framsögu í því máli og skýrði frá tillögum nefndar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.