Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 69 ureyri nema hvað aldursflokk- urinn 15—19 ára var ekki eins áberandi fjölmennur. Að öðru leyti virtist og veikin hafa hag- að sér líkt og á Akureyri, en þó e„ t. v. verið enn vægari. Alls voru um 1090 sjúklingar skráðir með mænusótt (skv. mánaðarskýrslum til land- læknis) 1 25 læknishéruðum á tímabilinu okt. 1948 til apríl 1949, þar af 835 eða 77% 1 Ak- ureyrar, Sauðárkróks og ísa- fjarðarhéruðum, 51 í Hvamms- tangahéraði (margir þeirra í Reykjask.) en í flestum hinna voru aðeins strjál tilfelli. Raun- ar verður ekkert fullyrt um það, að allt hafi þetta verið sama eðlis og Akureyrarveikin, og vafalaust skortir mikið á sam- ræmi í skráningu sem eðlilegt er, þar eð veikin var langoftast mjög væg. í Reykjavík voru að- eins 14 sjúklingar skráðir með mænusótt á tímabilinu okt.— apríl, en talsvert margir munu hafa veikzt með líkum ein- kennum og fylgdu Akureyrar- veikinni í hinum vægari tilfell- um Þótti ekki rétt að skrá slík tilfelli sem mænusótt, en frá áramótum var farið að skrá þau sem „virusveiki“, og voru alls 134 sjúklingar skráðir þannig frá jan.—apríl. Er þessi tala ekki innifalin í ofan- greindum tölum um skráningu mænusóttar skv. mánaðar- skýrslum. Einkenni og gangur veikinnar. Meiri hluti sjúklinganna, er skráðir voru, fengu engar lam- anir„ Byrjunareinkenni þeirra voru venjulega verkir aftan í hnakka eða hálsi og baki og hitaslæðingur. Stundum byrj- aði þetta nokkuð skyndilega, en margir sjúklinganna kváð- ust hafa kennt slappleika nokkrum dögum áður. Verkjunum var lýst sem bruna eða seiðingsverkjum, lagði þá oft út í útlimina og fylgdi þeim stundum dofa til- finning eða nálardofi. Stund- um hurfu verkirnir eftir nokkra daga, en oft voru þeir mjög þrálátir, héldust í einum eða fleiri útlimanna eða í baki vikum og jafnvel mánuðum saman og versnuðu við á- reynslu. Margir voru við- brigðnir, svitnuðu óeðlilega mikið og kvörtuðu um þreytu og magnleysi. Hitinn komst sjaldan yfir 38°, en púlsinn var tíður„ Til 37,8—38° hita svar- aði oft púlstíðni 90—95. Við skoðun þessara sjúklinga fannst annars venjulega ekk- ert sérstakt nema stundum vöðvaeymsli á blettum. Lamanir. Byrjunareinkenni þeirra sem lömuðust voru yfir- leitt þau sömu og lýst hefir ver- ið, en oft meira áberandi. Ör- sjaldan komst hitinn yfir 39° (39—40). Lamanir komu svo

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.