Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 38
96 LÆKNABLAÐIÐ Rókarireyn Bókaforlag Einar Munks- gaard í Kaupmannahöfn hef- ir sýnt Læknablaðinu þann velvilja, að senda því eintak af kennslubók dr. Gunnlaugs Claessen í röntgenfræðum, sem forlagið hefir nú (ásamt Willi- am Heinemann í London) gef- ið út í enskri þýðingu, og nefn- ist Diagnostic Radiology. Bókin er 411 bls. með 396 myndum, prentuð á vandaðan myndapappír„ Verðið er 56 kr. danskar. Bókarinnar hefir áður verið getið rækilega í Læknablað- inu. Ó. G. ÚR ERL. LÆKNARÍTUM. Afsýringarhæfni streptomycins (reducerandi eiginleikar þess). Þeir T. Hilden og B. Möller, Dan- mörku, skýra frá því, að við syk- urmagns mælingu í mænuvökva, skömmu eftir inndælingu í mænu- göng á 50 mg. af streptomycini frá Merck, hafi þeir fundiS há sykur- magnsgildi með Hagedorn og Nor- man Jensens aðferð. Við mælingu á afsýringarhæfni veikra streptomy- cin-uppl. fundu þeir samræmi á milli streptomycin-innihalds þeirra og afsýringarhæfni. 100 mg% streptomycinmagn gaf afsýringu er svaraði til 29 mg% sykurs. — 200 mg% streptomycin- niagn gaf afsýringu er svaraði til 85 mg% sykurs. — 500 mg% strep- tomycinmagn gaf afsýringu er svaraði til 180 mg% sykurs. Höf. segja einnig frá því, að streptomycin-uppl. geti gefið já- kvæða svörun við Almen og Fehl- ings sykurpróf i þvagi, og fengu þeir jákvæðar svaranir við þessi próf hjá 2 sjúkl., sem fengið höfðu I g. af streptomycini í vöðva tvisv- ar á dag. Athuganir á aureomycini og chloromycetini sýndu einnig að þau efni hafa afsýringareiginleika, en gáfu þó ekki jákvæðar svaranir við Almen og Felilings sykurpróf á jivagi. Dihydrostreptomycin hefir ekki afsýringarhæfni að sögn höf. B. K. (The Scand. Journ. of Klin. and Lab. Invest. vol. 2. no. 3, 1950, 239.) Gastroscopia fastur liður í magarannsókn. Torben Andersen, Sv. A. Chrom & K. H. Olesen. Hilleröd Danm. Úr Acta med. scand. suppl. (239) bls. 223. Höf. gáfu skýrslu um 810 maga- speglanir (gastroscopiae) á 554 sjúklingum. Sjúkdómur i maga fannst i 70 sjúklingum. í 38 sjúkl. bar röntgenrannsókn og maga- speglun saman. í 20 sjúklingum var sjúkd. einungis greindur i maga- sjánni, en sást ekki í röntgenrann- sókn. Af þessum 20 sjúkl. höfðu 12 magasár, 4 krabbamein og 4 polypa í maga. í 12 sjúkl. sást sjúkdómurinn ekki i magasjá, en i þeim var röntgen- greiningin magasár i 8 og krabbi í maga í 4 sjúklingum. Virðist mega ráða af þessu það, sem raunar er viðurkennt, að röntgenrannsókn og magaspeglun eru rannsóknaraðferð- ir, sem bæta livor aðra upp og þurfa að fara saman sem liðir í fullkom- inni magarannsókn i sjúkraliúsum. Helztu alm. sjúkrahús hér á landi þurfa að eiga góð gastroscop og hafa a. m. k. greiðan aðgang að manni, sem er leikinn i að fara með þau. Ó. G. FÉLAGSPRENTSMIDJAN H.F

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.