Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 18
76 L .K K N A B I. A Ð I í) sóknastöð Johns Hopkins há- skólans þessi sýnishorn, en fundu ekki mænusóttarvirus í þeim. Fjögur þeirra voru próf- uð sérlega vandlega og hvað eftir annað, en þau voru valin vegna þess að sjúkdómurinn hafði verið nýbyrjaður í sjúk- lingnum, þegar sýnishornin voru tekin. Enginn apanna, sem notaðir voru sýktust og vefjabreytingar fundust ekki í heila þeirra. Ýtarlegar tilraunir voru gerðar hérlendis til að finna eitthvert annað smitefni í blóði, mænuvökva og saur sjúklinga með því að dæla þeim í venjuleg tilraunadýr. Yfir 200 dýr voru notuð alls í þessum tilraunum. Blóð. Sýnishorn úr 5 sjúk- lingum, tekin 2, 3, 8 og 9 dög- um eftir að þeir veiktust, voru notuð og þeim dælt inn 1 nag- grísi, mýs og hamstra. Bakter- íur voru ekki í blöndu þessari. Dýrin veiktust ekki og vefja- breytingar fundust ekki í heila. Mœnuvökvi. Mænuvökvi frá 4 sjúklingum var notaður. Hann hafði verið tekinn 3, 4, 10 og 15 dögum eftir að sjúk- lingarnir veiktust, Bakteríur voru ekki í blöndunni, sem dælt var inn í heila í músum, músarungum, hömstrum og naggrísum. Dýrin veiktust ekki og vefjabreytingar fundust ekki í heilunum. Leitað var að Coxsackie vir- us samkvæmt aðferð Dalldorfs (2) með því að saursýnishorn- unum var dælt hvað eftir ann- að inn í heila og kviðarhol á músarungum, Slík sýnishorn voru prófuð ýmist hvertfyrirsig eða blönduð saman (bakteríur drepnar með ether eða skildar frá í skilvindu með miklum snúningshraða, en streptomy- cini og penicillini bætt við til frekara öryggis)- Flestar til- raunir voru gerðar með þrjú saursýnishorn, sem voru tekin 4,5 og 6 dögum eftir að sjúk- lingarnir veiktust en alls voru 6 sýnishorn prófuð. Þegar svo bar við að músarungarnir dóu, eða önnur ástæða vakti grun um sýkingu í þeim, var reynt að sýkja aðra músarunga með heila og vöðvablöndu úr slík- um dýrum. Við tilraunir þess- ar fannst ekki smitefni, sem ylli sjúkdómi í músarungum. Dr. R, M. Taylor reyndi síð- ar einnig að einangra slíkt virus úr sömu sýnishornum í vinnustofu The International Health Division, The Rocke- feller Foundation, New York, en árangurinn varð neikvæður hjá honum líka. Serurn próf. Tólf sýnishorn af serum voru tekin frá ný- sýktu fólki 15. til 18, janúar. Önnur sýnishorn voru tekin úr sama fólki 7. og 8. marz og þriðju sýnishorn frá 6 af þeim sömu hinn 11. sept„ Fyrstu og önnur sýnishorn-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.