Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 83 um ætti að hvetja til rann- sóknar á colon þar fyrir ofan. ViS sigmoidoscopi er hægt að sjá allar lesionir, sem hægt er að ná til með fingri, og ýmsar þar fyrir ofan. Sigmoidoscopia er einhver mikilvægasta rann- sókn á colon, sem hægt er að gera, og ætti að vera miklu meira notuð en er. Við ger- um sigmoidoscopiu reglulega og án nokkurs undirbúnings og í flestum tilfellum nægir það, en ef faeces eru til hindr- unar, er vatnspípa 6 klst. fyrir skoðun bezti undirbúningur- inn. Sjúklingarnir eru látnir vera á hnjám og bringu, og venju- lega er þá auðvelt að koma sigmoidoscopinu upp í colon sigm , ef ekki eru bólgur né óvenjuleg lega á colon til hindr- unar. Ég vii nú leggja áherzlu á endurtekna sigmoidoscopiu ef fyrsta skoðun hefir ekki verið fullnægjandi. Fyrir mörgum árum kom roskin kona til mín og kvartaði um að blóð kæmi með hægðum. :Hún var með stóra gyllinæð. Proctoscopia var ekki fullnægjandi, vegna þunnra hægða og var endur- tekin, en þá sáust 3 polypar efst í rectum. Ekkert blæddi úr þeim en blóðlituö faeces sáust þar fyrir ofan Við þriðju skoð- un, eftir að ristillinn hafði ver. ið vel hreinsaður, sást lítið, en illkynja sár neðst í colon sigm.’ sem var síðar skorið burt, og sjúklingurinn hefir verið viö góða heilsu síðan í meira en 10 ár. í þessu tilfelli voru þrír möguleikar fyrir rectal blæð- ingu. Ef tveir þeir fyrstu hefðu verið látnir nægja hefði þetta ehdað með skelfingu fyrir sjúklinginn. Það virðist full á- stæða til að leggja áherzlu á þetta og hafa í huga, að 80% af ca. coli er hægt að sjá við sigmoidoscopiu í fyrsta sinn, er sjúklingurinn kemur til skoðunar.. Röntgen-rannsókn er einnig mikilsverð, og innhelling langtum áreiðanlegri en pas- sage-myndir sem heldur lítið er upp úr að leggja. Þetta er bæði af því að ristillinn fyllist langtum betur við innhellingu' og að hægt er um leið að sjá hvernig kontrast-efnið rennur um hann, en rétt er að minn- ast þess að sum tilfelli af ca, er varla unnt að sjá á mynd- um sérstaklega þau, sem in- tussuception fylgir og ég man eftir mörgum tilfellum þar sem ómögulegt var að sjá defect á röntgenmyndum, þó aö allstór tumor væri til staðar. Rétt er að geta þess að þegar um ob- struction er að ræða, getur passage eða barium enema stundum verið hættulegt Aðgreining á cancer og diverticulosis coli. Diverticulosis kemur fyrir 1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.