Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.01.1995, Qupperneq 55
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 45 heldur hægt að segja að sá sem ekki hefur um neina kosti að velja sé sjálfráða gerða sinna. Til að teljast sjálfráða er einnig talið nauðsynlegt að hafa einhverja lágmarksskynsemi og hæfi- leika til rökrænnar umhugsunar um markmið og leiðir að markinu. Jafnframt verða menn að geta breytt markmiðum eða leiðum ef í ljós kemur að aðrar leiðir eða markmið séu æski- legri fyrir þá. Því má segja að hæpið sé að tala um sjálfráða menn, nema öll þrjú áðurnefnd atriði séu til staðar í einu. Samkvæmt þessari skilgreiningu á sjálfræði ætti að vera ljóst að fullorðið fólk sem ekki er haldið virkum geðsjúkdómi, er ekki þroska- heft, ekki haldið alvarlegri ellikölkun og hefur ekki verið svipt athafna- og valfrelsi, ætti að teljast vera sjálfrátt gerða sinnay). Velferð sjúklinga er annað dæmi um sið- ferðileg verðmæti. Þá er lögð áhersla á um- hyggju fyrir sjúklingnum og velferð hans. Vel- ferð er ekki notuð hér í merkingunni hamingja eða vellíðan augnabliksins, heldur langtíma velferð sem getur hugsanlega haft í för með sér óþægindi eða vanlíðan um stund, sem er talið réttlætanlegt til að auka velferð viðkomandi einstaklings síðar. Velferð er talin vera mikil- vægt verðmæti og ástæður þess eru augljósar, því almennt er talið æskilegt að fólki líði eins vel og unnt er. Velferð er að því leyti ólík sjálfræði að hún er ekki háð skilyrðum um ákveðna eiginleika eða ytri aðstæður, heldur er talið æskilegt að allir verði hennar aðnjótandi án tillits til ástands eða eiginleika þeirra. Rétt er að geta þess að þessi tvö verðmæti, sjálfræði og velferð, geta stangast á. Dæmi um slíkan árekstur gæti verið þegar blæðandi mað- ur sem er Vottur Jehóva neitar blóðgjöf sem heilbrigðisstarfsmenn telja að muni samrýmast velferð hans. Reyndar skal tekið fram að hér er líka ágreiningur um hvað velferð sé, því að Vottur Jehóva er að taka tillit til velferðar sinnar í framhaldslífinu eftir dauðann þegar hann neitar blóðgjöf. Réttlæti er hið þriðja af þeim siðferðilegu verðmætum sem minnst verður á hér. Þótt menn telji réttlæti auðskilið hugtak er það þó mun margslungnara en virðist við fyrstu sýn. Réttlæti getur verið fólgið í því að (2): y) Skilyrði eða forsendur sjálfræðis eru að sumu leyti lík þeim skilyrðum sem sett hafa verið fyrir það að teljast hæfur (competent) til að taka ákvarðanir um meðferð. (Sjá erindi Ástríðar Stefánsdóttur, bls. 50-4.) Varast ber þó að rugla þessum hugtökum saman. 1. Allir fá jafnt, þannig að þegar köku er skipt fá allir jafnstórar sneiðar. 2. Allir fá það sem þeir þurfa. Þannig að ef einhver er sársoltinn getur verið rétt að hann fái hálft brauðið en hinir þrír skipti hinum helmingnum á milli sín. 3. Allir fá í samræmi við það sem þeir leggja fram. Litla gula hænan át alla kökuna því hún keypti efnið, bjó til deigið og bakaði það en hundurinn, kötturinn og svínið fengu ekkert. 4. Allir fá það sem þeir eiga skilið. Við ein- kunnagjöf er reynt að hafa þessa reglu í heiðri. 5. Allir fá í samræmi við lögmál hins frjálsa markaðar, það er maður fær það verð fyrir vöruna sem markaðurinn er tilbúinn til að kaupa vöruna á. Hingað til hefur heilbrigðisþjónusta á ís- landi einkennst af því að fólk fái þá heilbrigðis- þjónustu sem það þarf á að halda. Réttlætið í heilbrigðisþjónustunni hefur einnig verið túlk- að á þann hátt að reynt er að meðhöndla sams konar sjúkdómstilfelli á sama hátt þannig að allir eiga að fá bestu hugsanlegu meðferðina og að gæði meðferðar séu ekki háð efnahag né búsetu sjúklingsins. Fjórða tegundin af siðferðilegum verðmæt- um eru faglegar skyldur heilbrigðisstétta. Hér skal tekið fram að faglegt má skilja tvennum skilningi eins og Vilhjálmur Árnason hefur bent á í bók sinni Siðfræði lífs og dauða (3). Faglegt er þá skilið annars vegar í venjulegum skilningi en hins vegar bendir hann á að raun- veruleg fagleg vinnubrögð í heilbrigðiskerfinu krefjist þess að saman fari tæknileg færni, fræðileg þekking og siðferðileg samskipta- hæfni. Það er ekki nóg að kunna fræðin og framkvæma þau vélrænt heldur þarf siðferðileg færni einnig að vera til staðar til að starfsmað- urinn sýni raunveruleg fagleg vinnubrögð. Þetta sjónarmið byggist á því að læknisfræðin sé ekki bara tækni heldur líka list sem er fram- kvæmd á hinu viðkvæma sviði lífsins. Elsti siðaboðskapurinn sem þekktur er hefur verið rakinn til Hippókratesar (4). Af þeim siðferðilegu skyldum sem þar finnast hefur skyldan að skaða ekki aðra (primum non nocere) verið sú sem oftast er vitnað í. Á síðari tímum hefur skráðum siðareglum heilbrigðis- stétta fjölgað. Eftir sem áður eru þó helstu skyldurnar við sjúklingana, samfélagið og við stéttarsystkini en þessar stéttir hafa einnig skyldur sem snúa að því að viðhalda færni og þekkingu sinni (5). Ágreiningur milli þessara
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.