Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Síða 7
Stjórnmálaástandið í olíuríkinu Kasakstan er um margt óvenjulegt eins og í nágrannaríkjum þess. For- seti landsins, Nursultan Nazarbayev hefur gengt embættinu síðan 1990 og hefur nýlega fengið í gegn breytingar á stjórnarskrá landsins sem gera honum kleift að sitja á forsetastóli til æviloka. Í valdatíð hans hefur uppgangur í land- inu verið mikill enda landið auðugt af olíu. Á sama tíma hefur hann ver- ið sakaður um að skipa ættingja sína og vini í valdamestu embættin og ekki tryggt heiðarlegar kosningar í landinu. Einn af þeim sem naut þess að vera inn undir hjá forsetanum var tengda- sonur hans, Rakhat Aliyev. Honum var fært valdamikið starf í bankageira landsins og samkvæmt frétt The Ti- mes nýtti hann völd sín til hins ítrasta. Hins vegar hallaði skyndilega undan fæti þegar hann lýsti því yfir í viðtali að hann hefði áhuga á að taka við for- setaembættinu af tengdaföður sínum. Í kjölfarið var hann gerður að sendi- herra landsins í Austurríki en var síð- an sviptur því embætti og ákærður fyrir mannrán og skipulagða glæpa- starfssemi. Stjórnvöld í Kasakstan óskuðu eftir því við Austurríkismenn að Aliyev yrði framseldur þangað en þau hafa ekki orðið við þeirri beiðni. Í viðtali við The Times heldur Aliyev fram sakleysi sínu. Eiginkona hans til tuttugu og þriggja ára hefur sagt skil- ið við hann en undirskrift hans á þeim skjölum var fölsuð. Búist er við að elsta dóttir forset- ans muni taka við forsetaembætti að Nazarbayev gengnum. DV Fréttir MÁNudagur 18. JÚNÍ 2007 7 Forsætisráðherra Bretlands, Tony Blair, samþykkti að senda breska her- menn í stríð til Íraks þrátt fyrir fulla vitneskju um að yfirvöld í Bandaríkj- unum hefðu ekki á takteinum raun- hæfar áætlanir um aðgerðir að innrás lokinni. Í upplýsingum af hálfu ráð- gjafa og vina Blair kemur í ljós að Blair hafi ítrekað en árangurslaust vakið máls á þessu og viðrað áhyggjur sínar við yfirvöld í Bandaríkjunum. Einnig hefur verið upplýst að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi í eigin persónu sagt að Bandaríkin væru reiðubúin til að ráðast inn í Írak án aðstoðar Breta; Bretar gætu aðstoðað á annan hátt. Vekur upp spurningar Í frétt breska blaðsins The Guardi- an, segir að þessar upplýsingar sem koma fram í tveggja þátta heimild- armynd á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 um tveggja áratuga valda- tíð Blair í Downingstræti 10, muni óhjákvæmilega vekja upp spurning- ar um fullyrðingar hans um stríðið og áætlanir að því lútandi frá árinu 2003. Í þáttunum segir Peter Mandelson, helsti samherji og vinur Blair að Blair hafi hafi verið fullkunnugt um að und- irbúningur stríðsins hafi verið ófull- nægjandi, en honum hafi ekki verið kleift að bæta þar úr. „Það er augljóst að nauðsynlegt hefði verið að veita meiri athygli því sem fylgdi í kjölfarið og hvað ætti að gera þegar Saddam hefði verið steypt af stóli,“ sagði Mandelson í viðtali í þáttunum. Mandelson sagðist einnig muna að Blair hafi sagt að hann gæti ekki gert allt, það væri fyrst og fremst á ábyrgð Bandaríkamanna. Vatn á myllu stríðsandstæðinga Því hefur lengi verið haldið fram af andstæðingum stríðsins að ráðamenn í Pentagon hefðu skipulagt stutt og öflugt stríð til að koma Saddam Huss- ein frá völdum, en þeim hefði láðst að íhuga eftirleikinn og afleiðingarnar og sögðu að þessar játningar um að forsætisráðherranum hafi verið full- kunnugt um ófullnægjandi undirbún- ing fyrir eftirmála innrásar, væru mjög alvarlegur áburður. Helsti ráðgjafi Blair í erlendum málefnum, Sir David Manning, full- yrðir að Blair hafi verið mjög umhug- að um þetta mál og segir að það sé erf- itt að vita nákvæmlega þróun mála í eftirstríðsáætlunum, en Tony Blair hafi verið meðvitaður um vandamál- in og umhugað að finna lausn á þeim. Af þeim sökum sendi Blair Mann- ing til Washington árið 2002, ári fyrir innrásina. Þegar Manning snéri aftur til Bretlands gerði hann Blair ljóst að hann teldi að ríkisstjórn Bandaríkj- anna vanmæti erfiðleikana. Fórnaði höndum Samkvæmt Sir Jeremy Greenstock, fulltrúa Bretlands bráðabirgðastjórn- inni í Bagdad, lá ástandið eins og mara á Tony Blair, „Á stundum fórn- aði hann höndum og spurði: „Hvað getum við gert?“ Hann reif í hár sitt vegna vanmáttar.“ Vegna skorts á undirbúningi varð fljótlega upplausnaástand í Írak, „Í raun misstum við tökin á ástandinu alveg frá upphafi. Það voru engar ör- yggissveitir á götunum. Það var engin löggæsla sem orð er á gerandi.“ „Ég er viss“ Fyrrverandi leiðtogi Verkamanna- flokksins, Neil Kinnock, upplýsti í heimildarþáttunum að Tony Blair hafi persónulega fullvissað sig um að hann væri sáttur við undirbúning innrásar- innar, „Ég spurði Tony, ertu viss? Og þegar hann svaraði, „Ég er viss,“ fannst mér það næg trygging.“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, sem var þá öryggis- ráðgjafi Bandaríkjaforseta, hefur stað- fest að Bush hafi boðið Blair leið út, en Blair hafi svarað: „Nei, ég er með þér.“ Nú, þegar rétt um tíu dagar eru þangað til Tony Blair lætur af embætti forsætisráð- herra Bretlands, hafa komið fram í dagsljósið nýjar upplýsingar um aðild Breta að stríðinu í Írak og skort á raunhæfum áætlunum um aðgerðir að innrás lokinni. BAUÐST AÐ SITJA HJÁ Í INNRÁS Í ÍRAK „Á stundum fórn- aði hann höndum og spurði: „Hvað getum við gert?“ Hann reif í hár sitt af vanmætti.“ Tony Blair Talar við breska hermenn í Basra í maí á þessu ári. Saddam fellur af stalli Þessi atburður markaði tímamót í innrásinni í Írak. KolBeinn þorSTeinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is nursultan nazarbayev, forseti Kasakstan stendur vörð um völd sín: Metnaðarfullur tengdasonur gerður útlægur nursultan nazarbayev, forseti Kasakstan Kunni ekki að meta framavonir tengdasonar síns sem er nú í útlegð í austurríki. Notuðu lífshættulegt táragas Lögreglan í Kaupmannahöfn notaði táragas sem talið er lífs- hættulegt þegar hún reyndi að verjast steinakasti mótmælenda við Kristjaníu í síðasta mánuði. Samkvæmt frétt Politiken voru gasbirgðir lögreglunnar upp- urnar og þar sem lögreglumenn töldu sig í hættu gripu þeir til gassins en það er hugsað til að skjóta í gegnum veggi og glugga en ekki í átt að mótmælendum. Talsmaður lögreglu segist vonast til að gasið verði ekki oftar notað við þessar aðstæður. Málið er til rannsóknar hjá embætti ríkissak- sóknara. Borubrattur tískumógull Maðurinn sem eignaður er framgangur tískuvörumerkisins Gucci undir lok síðustu aldar, Tom Ford, hyggst opna hundr- að búðir í eigin nafni næstu ár. Ford hefur síðan árið 2004 unnið að því að byggja upp vörumerki í kringum sjálfan sig og sett á markað sólgleraugu og ilmvötn í þeim tilgangi. Fyrir tveimur mán- uðum opnaði hann sína fyrstu verslun í New York og næstu skref eru að opnað sambærilegar búðir í tískuborgum Evrópu og einnig á Hawai enda er smekkvísi eyjaskeggja flestum kunn. Þreyttar á fylleríinu Viðskiptakonur í Seoul, höf- uðborgar S-Kóreu eru orðnar langþreyttar á að vera neyddar til að taka þátt í ofdrykkju á vegum vinnuveitenda og viðskiptavina sinna. Hyggjast þær efna til mót- mæla í dag til að fá fram breyt- ingar á þeim leiða ávana sem stjórnendur fyrirtækja þar í landi hafa, að efna í sífellu til mikilla veisluhalda þar sem ætlast er til að starfsmennirnir drekki sig ofurölvi. Þær telja þessa drykkju- menningu valda kynferðislegri áreitni. Fyrir helgi féll dóm- ur konu í hag sem fór í mál við vinnuveitanda sinn sem neyddi hana til að taka þátt í ofdrykkju. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.