Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Page 12
MÁNudagur 18. JÚNÍ 200712 Sport DV A lfreð Gíslason landliðsþjálfari breytti engu í byrjunarliði Íslendinga frá því í fyrri leiknum gegn Serbum fyrir viku. Alfreð ákvað einnig að byrja í framliggjandi 5-1 vörn eins og hann gerði fyrir viku. Fátt var um varnir í fyrri hálfleiknum hjá báðum lið- um sem sýnir sig best í því að skor- uð voru 46 mörk á fyrstu 30 mínútum leiksins. Ís- lenska liðið spilaði oft á tíðum góðan sóknarleik með Alexander Peterson fremstan í flokki en hann skoraði sjö mörk í hálfleiknum í öllum regnbog- ans litum. Logi Geirsson hefur greinilega einnig hlustað á Alfreð fyrir leikinn og var að spila sókn- arleikinn mjög vel. Það var hins vegar sama hvaða varnarafbrigði íslensku leikmennirnir beittu í hálf- leiknum, vörnin var arfaslök og markvarsla þar af leiðandi engin. Byrjuðu síðari hálfleik vel Það er ljóst að strákarnir hafa farið vel yfir sín mál í hálfleiknum því gríðarlegur kraftur var í lið- inu í upphafi síðari hálfleiks. Íslenska liðið skoraði fjögur mörk gegn einungis einu marki Serbanna á upphafsmínútum hálfleiksins. Varnarleikurinn var allt annar og fékk íslenska liðið mörg auðveld mörk úr hraðaupphlaupum á þeim kafla. Birkir Ívar Guðmundsson hrökk einnig í gang og varði frábærlega í síðari hálfleik. Íslenska liðið náði mest sjö marka forystu um miðbik hálfleiksins. Lokamínúturnar voru hins vegar æsispennandi en Serbarnir minnkuðu muninn þegar líða tók á seinni hálfleik. Strákarnir okkar, með dyggum stuðningi áhorfenda, stóðu það hins vegar af sér og uppskáru sigur 42-40, tæpara mátti það hins vegar ekki vera. Íslenska liðið lék síðari hálfleik mjög vel og varnaleikur og markvarsla var á köflum frábær. Fyrir vikið skoruðu strákarnir mikinn fjölda hraða- upphlaupsmarka. Sóknarleikurinn var einnig góð- ur í leiknum enda varla hægt að kvarta mikið und- an 42 mörkum skoruðum. Mikilvægt mark Hannesar Alexander Peterson átti stórleik í íslenska lið- inu og skoraði níu mörk, Logi Geirsson var einnig mjög góður og ekki má gleyma hlut Hannesar Jóns Jónssonar sem skoraði gríðarlega mikilvægt mark undir lok leiksins. Birkir Ívar Guðmundsson varði frábærlega sérstaklega í síðari hálfleik en samtals var hann fyrir 19 skotum Serbanna. En á heildina litið var íslenska liðið að spila mjög vel í Laugar- dalshöll í gærkvöldi. Það er því ljóst að liðið hefur nú tryggt Íslandi þátttökurétt á níunda stórmótinu í röð. Landinn fær því enn einu sinni að skemmta sér fyrir framan sjónvarpstækin og fylgjast með „strákunum okk- ar” leika gegn bestu handboltaþjóðum heims. Vantaði að kremja þá Róbert Gunnarsson línumaðurinn knái stóð sig líkt og allir gríðarlega vel í sóknarleiknum þó varn- arleikurinn hafi ekki verið uppá marga fiska. „Þetta var orðið helvíti tæpt. Það vanntaði að klára þá og kremja þá. Þeir voru segir og komu sterkir til baka og við þurftum virkilega að hafa fyr- ir þessum sigri. Það er samt drullu gaman að vinna bara með einu,“ sagði Róbert og hló. „Það er náttúrulega frábært að geta unnið lið með því að fá á okkur 40 mörk en skora meira en 40. Þá voru við allaveganna að gera eithvað rétt. Það er þá hægt að laga eithvað. Snorri var að finna sig helvíti vel sem og Óli og þá kom Sigfús sterkur inn. Við eigum nóg af sóknarmönnum, það vantar ekki,“ sagði glaðbeittur Róbert í lokinn. Margir hlutir sem þarf að laga Ólafur Stefánsson fyrirliði Íslenska liðsins var í strangri gæslu allan leikinn en dró vagninn þegar á þurfti að halda. Hann hefur oft verið meira áber- andi í sóknarleiknum en gerði sitt og vel það. „Svona er alþjóðaboltinn í dag, þetta eru orð- inn 35 mörk sem þarf að skora ef liðin eru að keyra hraða miðju eins og hér. Það eru fullt af hlutum sem þarf að laga, við erum að gera allskonar byrj- enda vitleysur allir. Við erum komnir fimm og jafnvel sex mörk- um yfir og náum ekki að klára það, hefðum þurft eitt til tvö mörk til að klára þá. Þá hefði þetta verið komið. Það vill loða svolítið við okkur hvort að við náum ekki að halda dampi og það er eithvað sem við þurfum að laga. Það er alltaf hægt að laga . Þið sjáið Alexander, hann er haltrandi nánast allan leikinn, virðing til hans og okkar allra. Logi var flottur þó hann sé að velja vitlaus færi eins og ég var að segja við hann. En meðan hann er að skora úr þeim þá er það í lagi. Ég er bara sáttur við alla,“ sagði Ólafur að lokum og bætti við að hann ætlaði nú í langþráð sumarfrí. Sóknarleikurinn í lagi Snorri Steinn Guðjónsson stjórnaði sóknarleik Ísland – serbÍa 42-40 Mörk Íslands: alexander PetersoN 9 Logi geirsson 7 Ólafur Stefánsson 7 guðjón Valur Sigurðsson 6 Snorri Steinn guðjónsson 5 Sigfús Sigurðsson 5 Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 Hannes Jón Jónssson 1 Varin skot Birkir Ívar guðmundsson 19 Hreiðar guðmundsson 1 Mörk Serbíu: Momor Ilic 8 Mladen Bojanovic 8 ratko Nikolic 6 Ivan Nikcevic 5 Vukasin rajkovic 4 Nikola Kojic 2 Petar Nenadic 2 Nenad Vukovic 2 aleksander Stanojevic 2 Zarko Sesum 1 Varin skot dane Sijan 12 Róbert drjúgur róbert gunnarsson línumaðurinn knái fórnaði sér fyrir málstaðinn enda annálaður baráttujaxl. Vertu áfrAm Alfreð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.