Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Blaðsíða 32
Mikið var um hátíðarhöld um allt land í gær vegna þjóðhátíðardags Ís- lendinga. Veður var með góðu móti á mestöllu landinu þó sólin hafi látið lítið á sér bera. Í miðbæ Reykjavíkur fóru hátíðarhöldin vel fram að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mikill mannfjöldi var í bænum enda var veður gott í borginni þó sólin hafi ekki mikið látið sjá sig. Klukkan 13.40 var farið í skrúðgöngu frá Hlemmi niður Laugaveginn. Nokkur þúsund manns voru í göngunni sem var leidd áfram af Lúðrasveit verkalýðsins auk meðlima Götuleikhússins. Á Akureyri var einnig mikil dag- skrá í miðbænum og í Lystigarð- inum. Auk þess stóð Bílaklúbbur Akureyrar fyrir bílasýningu í Íþrótta- höllinni sem var mikið sótt. Að sögn lögreglunnar á Akureyri gengu há- tíðahöldin að mestu vel fyrir sig, þó mikill erill hafi verið í kjölfar hátíð- arinnar Bíladögum sem stóð yfir um helgina. Á Siglufirði var einnig mikil gleði meðal íbúa en stórt skemmti- ferðaskip var við höfnina og því báru hátíðarhöldin með sér alþjóðlegan blæ. Þokuslæðingur var yfir bænum en logn og hæglætis veður. Lögreglan á Akranesi var hæst- ánægð með hátíðarhöldin í bæn- um en að hennar sögn hefur sjaldan viðrað jafn vel á íbúa Akraness og í gær á 17. júní. Mikill fjöldi fólks kom saman á Jaðarsbökkum og flutti bæj- arstjórinn Gísli S. Einarsson ræðu. Í Reykjanesbæ var mikil dagskrá og að sögn lögreglunnar gekk allt vel fyrir sig. Skrúðganga fór frá skáta- heimilinu við Hringbraut og í gær- kvöldi var einnig dagskrá þar sem fyndnasti maður Íslands Þórhallur Þórhallsson tróð upp auk annarra gesta. Sigurður Jónsson, fyrrverandi bæjar- stjóri í sveitarfélaginu Garði, lét breyta launakjörum sínum þannig að föst yfirvinna var felld inn í grunnlaun hans. Í stað 420 þúsund króna mán- aðarlauna var miðað við 700 þúsund. Þannig skuldbatt hann sveitarfélagið til átta milljóna króna lífeyrisgreiðslna umfram það sem hann hafði samið um. Jón Hjálmarsson, forstöðumað- ur íþróttamiðstöðvarinnar í bænum fékk sömu breytingu á kjörum sínum. Kjarabreytinguna gerði bæjarstjórinn fyrrverandi í samráði við Ingimund Þ. Guðnason þáverandi forseta bæj- arstjórnar, án þess að nokkur annar í bæjarstjórn í Garði hefði vitneskju um málið. Ekki farið að lögum Oddný Harðardóttir bæjarstjóri gagnrýnir forvera sinn harðlega fyrir að hafa ekki farið að lögum við kjara- breytinguna. „Sigurður lét launafull- trúa bæjarins framkvæma aðgerð sem hann vissi að hann mátti ekki fram- kvæma nema með samþykki bæj- arstjórnar. Lög kveða skýrt á um að bæjarstjóri geri skriflegan ráðning- arsamning við bæjarstjórnina. Hann getur ekki bara hringt í forseta bæj- arstjórnar og spurt hvort hann megi bæta kjörin sín,“ segir Oddný. Málið komst upp þegar núverandi bæjarstjórnarmeirihluti lét reikna líf- eyrisskuldbindingar bæjarins. Í ljós komu miklar hækkanir á milli áranna 2005 og 2006. Engin bókun fannst um þær, hvorki í bæjarráði né bæjarstjórn en launafulltrúi bæjarins hafði und- ir höndum bréf frá bæjarstjóra um hækkunina. Oddný hefur nú látið aft- urkalla breytingarnar. „Það var eng- in heimild fyrir þessum breytingum. Ákvarðanir sem skuldbinda bæinn á að taka í bæjarstjórn en ekki af ein- stökum starfsmönnum bæjarins eða einstökum bæjarfulltrúum. “ Persónulegt níð Bæjarstjórinn krafði forvera sinn um skýringar vegna málsins en Sig- urður Jónsson kveðst einfaldlega hafa gleymt að leggja málið fyrir bæjarstjórn. „Það er rétt að málið var ekki formlega afgreitt í bæjar- stjórn, en málið hefði að sjálfsögðu fengið afgreiðslu. Það er rétt að það voru mistök að leggja þetta ekki fyrir bæjarstjórn, en það er ekkert rangt við þessa breytingu,“ segir Sig- urður. Hann sakar núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta um að hafa nítt sig ítrekað persónuega. Hann nefnir dæmi. „Ég óskaði til dæmis eftir því að mér yrði haldið lítið kveðjuhóf eftir 16 ára starf fyrir bæinn, en því var neitað. Það hlýtur að teljast eins- dæmi hér á landi að bæjaryfirvöld sjái ekki sóma sinn í því að kveðja fráfarandi bæjarstjóra formlega.“ mánudagur 18. júní 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Ekki einu sinni kleinu í kveðjugjöf... FRAMHJÁ BÆJARSTJÓRN MEÐ KJARAHÆKKUN Fyrrverandi bæjarstjóri í Garði lét breyta lífeyrisgreiðslum sínum: ....það er kominn 17. júní Undir vökulum augum Ingólfs Arnarsonar héldu höfuðborgarbúar á öllum aldri upp á þjóðhátíðar- dag íslensku þjóðarinnar. Veðurguðirnir sýndu meiri tillitssemi en oft áður. DV mynd Ásgeir Gleði á Suðurnesjum Einn ökumaður var stöðvað- ur fyrir að keyra undir áhrifum áfengis á Suðurnesjum um helg- ina. Annar var stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá mældist á 139 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90. Þriðji öku- maðurinn var stöðvaður fyrir að víkja ekki fyrir lögreglu í forgangs- akstri. Að öðru leyti var helgin með rólegasta móti hjá lögregl- unni á Suðurnesjum og að henn- ar sögn ríkti eingöngu gleði hjá íbúum Suðurnesja. Erill hjá lögreglunni Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Á föstudagskvöldið voru átta öku- menn stöðvaðir grunaðir um að aka ölvaðir en að öðru leyti var kvöldið ekki frábrugðið öðrum föstudags- kvöldum að sögn lögreglu. Mikið var um útskriftarveislur á laugardags- kvöldið og veður í miðborginni var mjög gott. Mikið var um stympingar og minni háttar pústra. Ekki komu upp mörg mál tengd fíkniefnum. Fangageymslur voru fullar aðfara- nótt sunnudagsins en að sögn lög- reglu komu þó engin stór mál upp. Átta manns voru teknir grunaðir um ölvun við akstur eins og á föstudags- kvöldið. „Þetta er ekki fjárhagsstöðu Frjálslynda flokksins að kenna. Þarna var um að ræða leiðinlegan misskilning sem búið er að leysa,“ segir Magnús Reynir Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, en m helgina birtist aug- lýsing í Morgunblaðinu þ r sem höfuðstöðvar Frjálslynda flokksins að Austurstræti 9 voru uglýstar til sölu á uppboði. „Misskilningurinn var þess eðlis að í húsinu er starf- semi hjá fleiri aðilum en okkur. Þ ð höfðu staðið yfir deilur á milli okk- ar og hinna a ila na um hvern- ig greiðslum á húsinu yrði háttað. Vegna þessara deilna og misskiln- ings vildi enginn borga f húsinu og þar sem engar greiðslur höfðu bor- ist var eðlile a brugðið á það ráð að auglýsa það til sölu á uppboði,“ seg- ir M gnús. „Við brugðumst sem bet- ur fer fljótt við og náðum a leysa vandamálið í sameiningu og borga þá reikninga sem þurfti að borga. Allir gengu sáttir frá borði,“ segir Magnús. Í Austurstræti 9 hafa auk Frjáls- lynda flokksins, veitingahúsið La Primav ra og veitingastaðurinn Rex starfsemi. Magnús segir að Frjáls- lyndi flokkurinn ætli þó að flytja starfsemi sína úr Austurstrætinu, en segir að það sé ekki vegna mikils leigukostnaðar. „Við erum að fara yfir okkar mál enda er stutt síðan kosn- ingunum lauk. Það er ikið verk fyr- ir höndum að ganga frá lausum end- um í kringum þær. Við munum far í það um leið og tími gefst til. Núver- andi húsnæði okkar í Austurstræti þykir ekki nægjanleg hentugt og því erum við að leita að nýj húsnæði,“ s gir Magnús. einar@dv.is Hreinar eignir lífeyrissjóðanna hafa aldrei verið meiri en nú um stund- ir. Samkvæmt nýjum tölum Seðla- ba ka Íslands voru samanlagð- ar eig ir sjóðanna 1.572 milljarðar króna í lok apríl og höfðu aukist um fimm prósent eða 78,5 milljarða kró a frá áramótum. M stur var vöxturinn í apríl en eignir sjó si s jukust um 2,3 prósent í mánuðinum. Í lok mars var hrein eignarstaða líf- eyrissjóðanna, til s ma burðar 1.537 milljarðar króna. Innlend verðbréfa- eign lífe rissjóð nna hefur ukist um 7,5 prósent frá áramótum og stendur í 1.111 milljörðum króna. Hagfr ð- ingur Alþýðusamb nds Íslands segir stöðuna koma til af tvennu, hærri ið- gjöldum og góðri ávöxtun. Iðgjöld styrkja sjóðinn Þessar meteignir lífeyrissjóð- anna samsvara því að hvert man s- arn á Íslandi f ngi m 5,2 milljónir króna ef hreinum eignum jóðsin yrði úthlutað jafnt á alla. Sigríður I ibjörg Ingadóttir hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands segir mikla eignaraukni gu lífeyrissjóðanna koma til af tvennu. „Þessi aukning kemur a nars veg- ar til vegna hærri iðgjalda. Þau eru hlutfall af launum sem hafa hækk- að að undanförnu og einnig vegna þess að lífeyrissjóðirnir hafa fengið mjög góða ávöxtun á sitt fé,“ segir hún. „Þessir sjóðir eru afar öflug- ir og ei n mikilvægasti þátturinn í sparn ði heimilan a,“ s gir Sigríð- ur Ingibjörg Jákvæður samanburður við Norðmenn Olíusjóður Noregs sem stendur í um það bil 205 þúsund milljörð- um króna, er ætlað að standa und- ir lífeyri greiðslum til tæplega 4,7 milljóna Norðmanna. Sjóðurinn er sá langstær ti í Evrópu en ef sjóðn- um yrði útdeilt jafnt til allra Norð- manna fe gi hver landsmaður um 4,4 milljónir króna í sinn hlut. Það er nokkuð lægri upphæð en þær 5,2 milljónir króna sem allir Ís- lendingar fengju í sinn hlut. Mun- urinn á milli Íslands og Noregs er hins v gar sá að hér á landi er sjóðurinn skapaður með framlagi af lau um, en allt að tólf prósent af launum renna til lífeyrissjóða, ef mótframlag atvi nurekenda er tek- ið eð. Þessi reikningur gefur þó ekki rétta mynd ð mati hagfræðinga sem DV ræddi við. Réttindi lífeyr- issjóðsf laga eru far misjöfn og jafnframt er eignarstaða lífeyris- sjóðanna mjög ólík. Það er þó sam- dóma álit þeirra að staða íslensku lífeyrissjóðanna sé afar sterk á heildina litið. fimmtudagur 14. júní 2007 Dagblaðið vísir stofnað 1910 r ar . kr r fyrir fr ttask t s l i ir til fr tta. Fyrir sta fr ttask t vik ar r i ast . kr r. a ki r r i ar . kr r fyrir sta fr ttask t v rs á a ar. a i r t a fá . kr r fyrir sta fr ttask t á a ari s. Kurteisin kostar ek ert en það kostar hins vegar í göngin... HÆRRI UPPH Ð Á HVERN ÍSLENDING EN NORÐMANN Drottningin í höfn Skemmtiferðaskipið Queen Elizabeth II lagði að bryggju í Sundahöfn í gær. Skipið er með þeim stærstu sinnar tegundar í veröldinni. Í skipinu er pláss fyrir allt að 1.700 farþega og 1.015 manna áhöfn. Það vegur um sjötíu þúsund tonn. Í lok júní er svo von á stærsta skemmtiferðaskipi í heimi, Grand Princess, til landsins. DV-MYND STEFÁN Frjálslyndir á uppboði 15 ára í ofsaakstri á stolnum bíl Fimmtán ára drengur var tekinn á 131 kílómetra hraða á Reykjanes- brautinni skömmu fyrir miðnætti á þri judag. Var hann á ferð með jafnaldr sínum en k m í ljós að þeir höfðu stolið bílnum fyrr um kvöld- ið. Hámarkshraði á veginum er 90 kílómetrar en þegar drengirnir voru stoppaðir sögðust þeir þegar hafa ekið til Reykjavíkur og væru á leið aftur til Reykjanesbæjar. Lö regla hafði samband við for- eldra drengjanna og barnaverndar- yfirvöld. standa vel Íslendingar standa vel í samanburði við Norðmenn sem eiga stærsta lífeyrissjóð Evrópu. ValgeIr ÖrN ragNarssoN blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Náðu sáttum Sættir hafa náðst á milli Birtíngs, útgáfufélags tímaritsins Séð og heyrt og Bryndísar Helgadóttur sem ásak- aði blaðið um að hafa notað myndir af sér í leyfisleysi en Bryndís var Séð og heyrt stúlkan í síðasta tölublaði. Bryndís, sem er fyrirsæta hjá Esk- imó leitaði skýringa hjá Birtíngi og ritaði í kjölfarið á bloggsíðu sinni að málið hefði verið að hluta til byggt á misskilningi. Bryndís hafði sam- þykkt að Björn Blöndal ljósmyndari myndi fjalla um Indlandsferð henn- ar í blaðinu, en vissi ekki að það yrði gert með þessum hætti. Lærbrotnaði á krossara Fimmtán ára drengur lærbeins- og únliðsbrotnaði eftir að hann missti stjórn á torfæruhjóli sínu í Hveragerði í fyrrakvöld og endaði á ljóstastaur. Hjólið, svokallaður krossari, er að sögn lögreglu óskráð og drengurinn réttindalaus enda mega aðeins eldri en sautján ára aka hjóli eins og því sem um ræðir. Pilturinn var í hlífðarfötum og með hjálm og telur lögregla það hafa komið í veg fyrir að ekki fór verr. Mótorhjólamenn hundsuðu lögreglu Hópur mótorhjólamanna sem mældist á 174 kílómetra hraða hafði stöðvunarmerki lögreglu að engu þegar hún hugðist stöðva hópinn á Þingvallavegi í fyrrakvöld. Hópur- inn, sem taldi um tug manna, skipti sér upp þegar lögregla setti aðvör- unarljós í gang. Hluti þeirra sneri við en hinir óku svo hratt framhjá lögreglu að út frá öryggissjónar- miðum var ekki talið skynsamlegt að veita þeim eftirför. Málið er í rannsókn. Mótorhjólamaður ók aftan á bifreið í Hafnarfirði í gær og var sjúkrabíll kallaður á vettvang. Sagð- ist mótorhjólamaðurinn ekki þurfa á sjúkrahúsvist að halda og ætlaði sjálfur að huga að meiðslum sínum, sem voru lítilsháttar. Kallað eftir kurteisi Stjór endur Spalar sem sér um Hvalfjarðargöngin hafa séð ástæ u til að kalla eftir kurteisi frá viðskiptavinum, en borið hefur á því að menn skeyti sínu versta skapi á starfsfólki Spalar. Nokkur slík tilvik áttu sér stað um nýlið a helgi og þar komu við sögu bílstjórar með vagna eða hjólhýsi aftan í bílunum sínum. Þeir höfðu ákveðnar skoðanir á hóflegu gj ldi fyrir eftirvagna. „Við köllu í allri vinsemd eftir kurteisi og góðu skapi hjá þeim sem ku a ð vera ósáttir við hvernig staðið er að gjaldskrár- málum eða einhverju öðru,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. austurstræti 9 Að sögn Magnúsar verður Frjálslyndi flokkurinn ekki mikið lengur í þessu húsnæði. ValgEir Örn ragnarsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is sigurður Jónsson Segir núverandi bæjarstjórnarmeirihluta níða sig persónulega. Réðist á lögregluþjón Sturlaður maður réðist á lög- regluþjón þegar verið var flytja hann í lögreglubíl milli Skagastrandar og Blönduóss, aðfaranótt sunnudags- ins. Maðurinn sem var mikið ölv- aður réðst á lögreglumanninn inn í bílnum og lét höggin dynj á ho - um. Að sögn lögreglunnar á Blöndu- ósi er málið í rannsókn en lögreglu- maðurinn slapp án teljandi meiðsla. Mikil umferð var í gegnum bæinn í tengslum við bíladaga sem fram fóru á Akureyri. Einn ökumaður var tek- inn veg a runs um að keyra undir áhrifum fíkniefna en ð öðru leyti gekk umferðin vel fyrir sig. Bruni á Selfossi Mjög miklar skemmdir urðu á bílaverkstæðinu Bíll-inn á Sel- fossi á laugardagskvöldið, en eldur kviknaði þar um níu leytið. Að sögn slökkviliðsins á Selfossi gekk vel að ráða niðurlögum eldsins, en húsið er mikið skemmt ef ekki ónýtt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var v rið að vinn í húsinu stuttu áð r e eldur kviknaði og kann það að hafa ver- ið orsakavaldurinn. Í hinum enda ússins er samlokugerð en ún skemmdist minn . Pústrar á Akureyri Mikið var um slagsmál og pústra á milli manna á Akur yri um helgina og v r mikill erill að s gn lögreglu. Tilkynnt var um fimm líkamsárásir á laugardagskvöldið þar sem einn maður tví kjálkabrotn ði og nn- ar fótbrotnaði. Að öðru leyti voru meiðsl manna minni áttar. Hátíðin Bíladagar var haldin hátíðleg og af því tilefni voru nokkrar þúsund- ir gesta í bænum. Um fjörutíu voru teknir fyrir hraðakstur og fimm voru stöðvaðir grunaðir m ölvunarakst- ur. Mikill erill var á tjaldstæðunum á föstudagskvöldið en þau voru full og var mikil ölvun á svæðinu. Ekki komu upp mörg fíkniefnamál um helgina en einn einstaklingur var tekinn grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Hátíðarhöld fóru vel fram á öll landinu í gær í blíðviðri. Hátí rhöld heppnuð st vel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.