Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Síða 23
Menning Diskar með Lárusi Pálssyni Svipmyndir nefnist ný út- gáfa á tveimur safndiskum þar sem leikarinn Lárus Pálsson flytur ljóð og sögur og heyra má brot úr nokkrum leikritum sem hann átti hlut að. Upptökurnar eru allar úr safni Ríkisútvarps- ins og spanna nær tvo áratugi á ferli Lárusar, þær elstu eru frá því á fimmta áratug síð- ustu aldar en þær síðustu voru gerðar skömmu fyrir dauða listamannsins árið 1968. Lárus fæddist í Reykjavík árið 1914, nam leiklist í Kaupmanna- höfn og lék síðan þar í borg um þriggja ára skeið á 4. áratugn- num. Haustið 1940 gekk hann til liðs við Leikfélag Reykjavíkur sem leikari og leikstjóri og starf- aði þar uns Þjóðleikhúsið tók til starfa vorið 1950. Þar starfaði hann síðan til dánardags. Sumarsýning Sumarsýning Listasafns Reykjanesbæjar, Húsafellsmyndir Ásgríms Jónssonar, var opnuð á föstudaginn var. Listamaðurinn tók miklu ástfóstri við Húsafell og þar dvaldist hann reglulega á sumrin fram eftir ævi. Um er að ræða bæði olíuverk og vatnslitamyndir. Opið er alla daga frá kl. 13 til 17 og stendur sýningin til 26. listahátíð leikhús DV Menning MÁNudagur 18. JÚNÍ 2007 23 Hátíðin Listasumar á Akureyri hefst í dag í fimmtánda sinn: Lengsta listahátíð landsins „Ég veit ekki hvort þetta sé stærsta listahátíðin á landinu en þetta er alla vega sú lengsta,“ seg- ir Vigdís Arna Jónsdóttir, einn að- standenda hátíðarinnar Listasumar á Akureyri sem hefst í dag. Þetta er fimmtánda árið í röð sem hátíðin er haldin og stendur hún frá Jónsmessu til ágústloka, eða í um tíu vikur. „Formleg setning há- tíðarinnar verður á miðvikudaginn en við tökum smá forskot á sæluna á mánudaginn með frábærum list- smiðjum fyrir börn,“ sagði Vigdís í samtali við blaðamann fyrir helgi. „Þemað er vinátta að fornu og nýju og ætla akureyrskir listamenn þar að vinna með börnum út frá Njálu, Eglu og Laxdælu í endursögn Bryn- hildar Þórarinsdóttur.“ Af öðrum viðburðum má nefna ljóðasýninguna „Jónas í Lystigarð- inum“ sem tileinkuð er Jónasi Hall- grímssyni, sænskt þjóðlaga- og vísnatríó sem mun koma fram í Ket- ilhúsi að ónefndum söngkvartett Metropolitan-óperunnar sem fjall- að var um í DV fyrir helgi en uppi- staðan í tónleikum þeirra er söng- leikja- og óperutónlist. Þá verður aragrúi alls kyns sýninga á boðstól- um meðan á hátíðinni stendur. Vigdís segist ekki hafa tölu á því hversu margir viðburðirnir séu, svo margir séu þeir. „Það er eitthvað í gangi á hverjum degi, hvort sem það eru sýningar, tónleikar eða eitt- hvað annað. Bærinn er bara iðandi af lífi á meðan hátíðin stendur yfir,“ segir Vigdís. „Og það má segja að þetta sé eina listahátíðin sem gerir grasrótinni virkilega skil. Við erum ekki bara að leita að einhverjum stórum nöfnum.“ Engar risessur þá? „Við myndum alveg taka á móti þeim, það er ekki það, en áherslan er á grasrótina.“ kristjanh@dv.is „Ég er nokkuð viss um að þetta hefur ekki verið gert á Íslandi þótt maður geti aldrei alhæft um það, en þetta hefur ábyggilega verið gert einhvers staðar, einhvern tímann. En ég man ekki eftir neinu tilviki í fljótu bragði,“ segir Ólafur Egill Eg- ilsson leikari og á þar við gerð leik- húsuppfærslu og kvikmyndar úr sama efnivið á sama tíma. Ólafur og Baltasar Kormákur eru nú með í undirbúningi slíkt verkefni á leikrit- inu Ivanov eftir Anton Tsjekov. Leiksýningin verður jólasýning Þjóðleikhússins næsta vetur en að sögn Ólafs hefur ekki verið ákveð- ið hvenær verði ráðist í gerð kvik- myndarinnar. „Hugmyndin hefur verið sú að gera bíómyndina annað hvort á undan eða eftir leiksýning- unni. Sú vinna stendur nú yfir. Það er fríður hópur leikara sem hefur verið að æfa leikritið, með það fyr- ir augum að gera þetta hugsanlega að bíói líka,“ segir Ólafur en hann og Baltasar vinna nú að handrits- gerðinni. Á meðal þeirra sem leika í verkinu má nefna Hilmi Snæ, Mar- gréti Vilhjálmsdóttur, Þröst Leó Gunnarsson, Ilmi Kristjánsdóttur auk Ólafs sjálfs. Baltasar átti hugmyndina að því að vinna með leikrit Tsjekovs á vettvangi þessara tveggja miðla. „Baltasar held ég að hafi lengi verið spenntur fyrir því að gera þetta leik- rit, enda mjög flott leikrit, og hann sá flöt á því til að gera bíómynd úr því. Og svei mér þá ef hann hef- ur bara ekki rétt fyrir sér. Ég tel að þetta gæti orðið hin fínasta mynd,“ segir Ólafur. Ótroðnar slóðir Rússinn Tsjekov var uppi á síðari hluta 19. aldar og er frægastur fyrir leikritið Kirsuberjagarðinn. Ivanov, sem var frumsýnt árið 1887, segir frá hinum skulduga Nikolai Ivanov og erfiðleikum hans en þegar sag- an hefst er eiginkona hans mjög veik af berklum. Síðar kemur í ljós að Ivanov kvæntist henni til fjár og hún deyr svo af veikindunum. Mik- il dramatík á sér stað í lokaþættin- um sem ekki verður farið nánar út í hér. Óhætt er að fullyrða að farnar hafi verið frekar óhefðbundnar leið- ir í síðustu uppfærslu sem Baltasar leikstýrði í Þjóðleikhúsinu, Pétri Gaut, en Ólafur lék í henni. Hann segir full snemmt að segja nokkuð til um það hvaða leiðir verði farn- ar með Ivanov. „Það er ekki búið að ákveða neitt endanlega með það enda hefst vinnan við leiksýning- una ekki fyrr en í nóvember, þótt leikarahópurinn hafi byrjað að hitt- ast til æfinga og lestrar skömmu eft- ir áramót. En auðvitað verða farnar ótroðnar slóðir,“ segir Ólafur. Aðspurður hver staðan á fjár- mögnun kvikmyndaútfærslunnar sé segir Ólafur að verið sé að leggja lokahönd á handritið. Svo taki Kvik- myndasjóður það til umfjöllunar og þá komi sú hlið mála betur í ljós. Ætlunin er að taka myndina alfarið upp á Íslandi. kristjanh@dv.is Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson eru að leggja lokahönd á kvikmynda- handrit upp úr leikritinu Ivanov eftir Anton Tsjekov. Ætlunin er að koma verkinu bæði á hvíta tjaldið og leikhúsfjalirnar: Saga íslensku mormónanna Hvernig barst boðskapur mormónismans til Íslands? Hverjir voru fyrstir Íslendinga sem fóru sjálfviljugir frá fósturjörð sinni á 19. öld og flutt- ust búferlum til Bandaríkj- anna? Bókin Eldur á ís, sem kom út á dögunum, færir í letur sögu mormóna á Ís- landi og í Utah og tekur sérstak- lega fyrir íslenska trúskiptinga í Spanish Fork og tengsl þeirra við heimaland sitt. Í tilkynn- ingu segir að þessi einstaka saga, að mestu hulin gleymsku þar til nú, sé afhjúpuð í þessu tímamótaverki nú þegar rúm hundrað og fimmtíu ár eru liðin frá því að fyrstu Íslendingarn- ir settust að í Utah og stofnuðu fyrstu Íslendingabyggðina í Bandaríkjunum.Háskólaútgáf- an gefur út. Nýtt Skóg- ræktarrit Fyrra hefti Skógræktarritsins árið 2007 er komið út. Búið er að stokka upp umbrot og útlit blaðsins og að sögn útgefanda er það nú sérlega glæsilegt og prýtt fjölda fallegra mynda. Fjölmargar greinar eru í ritinu, meðal annarra „Rjúpan á tím- um skógræktar“ eftir Daníel Bergmann, grein Hallgríms Indriðasonar, „Samræmt skipu- lag skógivaxinna útivistar- svæða og þéttbýlis“, og „Í sátt við náttúruna“ eftir Ara Trausta Guðmundsson. LEIKRIT OG KVIKMYNDbyggð á verki Tsjekovs Ólafur Egill Egilsson leikari Hugmyndin hefur verið sú að gera bíómyndina annað hvort á undan eða eftir leiksýningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.