Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Qupperneq 14
Markið: MÁNudagur 18. JÚNÍ 200714 Sport DV Íslenska kvennalandsliðið í knattaspyrnu vann einn sinn merkasta sigur þegar liðið lagði sterkt lið Frakka á Laugardals- velli í undankeppni EM. Þóra B. Helgadóttir markvörður átti stjörnuleik og var fremst meðal jafningja. FRÁBÆR VINNUSIGUR Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu lagði eitt sterkasta landslið heims nú um stundir, lið Frakklands, með einu marki gegn engu á laug- ardaginn. Sjálfsmark Frakka tryggði íslenska liðinu sigur þó alveg sé hægt að dæma mark- ið Margréti Láru Viðarsdóttur. Íslenska liðið lagði upp með þéttan varnarleik enda var það vitað að Frakkarnir væru með betra lið. Áætl- unin gekk upp og þróaðist leikurinn alveg eins og Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari vildi. Franska liðið var meira með boltann en ís- lenska liðið lá til baka og beitti skyndisóknum. Gestirnir ætluðu sér að hafa lítið fyrir hlutun- um og vinna litla Ísland auðveldlega. Það gekk lítið hjá þeim að opna vörn íslenska liðsins og brugðust Frakkarnir þannig við að reyna lang- skot sem Þóra B. Helgadóttir markvörður þurfti lítið að hafa áhyggjur af. Franska liðið lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og útskýrir það kannski þessi bjartsýnisköst þeirra. Fyrri hálf- leikur var markalaus en Frakkarnir fengu betri færi. Síðari hálfleikur þróaðist líkt og sá fyrri, Frakkarnir voru meira með boltann en munur- inn nú var að nú fengu þær góð færi. Þar hittu þær fyrir Þóru í banastuði og varði hún allt sem á ramman kom. Hún sýndi og sannaði í þess- um leik að hún stendur bestu markvörðum heims jafnfætis, varði hvað eftir annað meist- aralega úr góðum færum franska liðsins. Mark eða sjálfsmark Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka gerðist svo hið óvænta. Dóra María Lárusdótt- ir, sem kom inná sem varamaður, fékk boltann á hægri kantinum, lék aðeins nær markinu, sendi boltann fyrir þar sem markamaskín- an Margrét Lára Viðarsdóttir kom aðvífandi, skallaði boltanum í markmann Frakka þaðan sem hann að lokum rúllaði hægt en örugglega yfir marklínuna. Ekki fallegasta mark sem skor- að hefur verið í knattspyrnu en það skiptir ekki nokkru máli. Þær Dóra og Margrét hafa leikið þennan leik oft og mörgum sinnum með Valsliðinu og skilaði samvinna þeirra markinu. Markið verð- ur væntanlega skráð sem sjálfsmark en þjóð- arstoltsins vegna skráir DV markið á Margréti Láru, hennar 27. landsliðsmark. Fögnuður stelpnanna og áhorfenda var að vonum mikill en 1667 áhorfendur mættu á völl- inn og studdu við bakið á stelpunum. Óskandi hefði verið að fleiri hefðu mætt en þeir sem sáu sér ekki fært að koma í Laugardalinn á laug- ardag fá annað tækifæri á fimmtudag. Þá fær íslenska liðið það serbneska í heimsókn og er leikurinn klukkan 21:15. Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir tvo leiki og hefur ekki fengið á sig mark. Allt liðið á hrós skilið fyrir þennan leik, frá Þóru í markinu að Margréti í framlínunni. Lagt var upp með varnarleik og varðist liðið allt sem ein heild og gáfu stelpurnar allt sitt í leikinn. Sigurinn var frábær og vonandi upphafið að einhverju stórkostlegu hjá þessu liði. Gerir allt þess virði Dóra Stefánsdóttir miðjumaður Malmö og íslenska liðsins átti erfitt með mál eftir leik- inn, slík var gleðin. „Þetta er geðveik tilfinning, þetta er snilld. Svei mér þá, ég kann ekki heljar- stökk en ég hefði getað tekið eitt þannig þegar hún flautaði leikinn af. Þetta gerir allt þess virði get ég sagt þér. All- ar æfingarnar og allt saman. En það sýnir sig líka að ef maður trúir því sem maður er að gera þá er allt hægt. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en svo áttum við þungan kafla í seinni hálf- leik, kannski 20-25 mínútur þar sem þær voru sterkari og áttu held ég fimm horn í röð. En svo náðum við að taka okkur saman í andlitinu og við trúðum því allan tíman að þetta væri hægt. Þetta var aðferðin sem við ætluðum að beita, við erum með þvílíkt góða framherja þannig að þetta tókst í dag,“ sagði Dóra glöð í bragði. Alltaf hægt að treysta Þóru Ásthildur Helgadóttir fyrirliði vann vel allan leikinn. Barðist vel, lagði sig fram og hvatti stelp- urnar áfram líkt og sönnum fyrirliða sæmir. „Við höfðum trú á að við gætum þetta all- an tíman, þannig að þetta kom okkur ekkert á óvart. En leikurinn þróaðist alveg eins og við vildum og bara frábært að geta spilað svona agaðan varnarleik og síðan nýtt okkar séns. Við sköpuðum okkur ekki marga sénsa en nógu marga til að skora mark og það var frábært.“ Ásthildur sagði að upphaf síðari hálfleiks hafi verið erfitt. „Mjög erfiður kafli í upphafi síðari hálfleiks en síðan náum við að komast í gegnum hann og Þóra varði nokkrum sinnum mjög vel og hélt okkur þar með inní leiknum. Síðan náum við einhvern veginn að komast aftur inní leik- inn. Við höfum það oft spilað svona agað- an varnarleik og það er alltaf hægt að treysta Þóru,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Gefur fótboltanum gildi Besti leikmaður Íslands, Þóra B. Helgadóttir, var að vonum sátt við sína frammistöðu en hrósaði vörninni. „Þetta var meiriháttar gaman, þetta gef- ur fóboltanum gildi. Við fórum inní leikinn þannig að þær kæmu á okkur og en við mynd- um sækja hratt. Það gekk alveg eins og sett var upp. Það var nóg að gera, en þeirra færi voru ekki mjög opin. Vörnin náði að spila þetta þannig að allt sem þær fengu var viðráðanlegt fyrir mig sem er meiriháttar. Við lögðum ekki upp með að spila fallegan fótbolta en lögðum upp með að spila þessa ís- lensku vörn og skyndisókn og það gekk alveg samkvæmt plani.“ Áttu að vera betri en við Guðrún Sóley Gunnarsdóttir varnartröll Íslands stjórnaði varnarleiknum af miklum myndarskap. Hún þakkaði stuðninginn sem landsliðið fékk en hefði viljað sjá fleiri á vell- inum. „Við héldum alveg stöðum allan leikinn og það hjálpaði okkur. Í fyrri hálfleik fannst mér við alveg jafn góðar og þær, þær lágu á okkur í seinni hálfleik, þar náðu þær að spila í gegn- um okkur. En þar sem við héldum þá náðu þær ekki að komast alla leið. Þær eru ofar en við á styrkleikalistanum og áttu að vera betri en við en þetta var æðisleg. Þetta var takmarkið og það er þvílíkt sætt að hafa náð þessu,“ sagði Guðrún. Lögðum upp með góða taktík Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálf- ari var að vonum sáttur enda lagði hann upp með góða taktík sem gekk upp. „Við lögðum upp með þéttan varnarleik og við leystum það vel af hendi fannst mér. Þær fengu samt tvö til þrjú góð færi en þá var Þóra vel á tánum í markinu og átti mjög góðan leik. Síðan ætluðum við að sækja hratt fram og það tókst í nokkur skipti. Við fengum tvö til þrjú ágætis færi og svo skoraði Margrét af miklu harðfylgi og gerði það virkilega vel. Það er frá- bært og stórkostlegt að vinna sjöundu bestu þjóð í heimi hér á Laugardalsvelli. Við vissum að franska liðið væri gríðarlega sterkt og þær eru með tæknilega góða leikmenn sem spila vel á milli sín eins og við sáum. Við reyndum að þrengja svæðin sem þær höfðu til að spila inní og falla aftarlega á völlinn með lið- ið. Það var taktíkin sem við lögðum upp með. Frönsku leikmennirnir eru betri að spila bolt- anum sín á milli en við lögðum upp með góða taktík í leiknum og sýndum mikla baráttu. Við vissum að við myndum fá alltaf færi, við erum með tvo frábæra framherja og það kom á dag- inn að við fengum færi og skoruðum. Við fengum góðan stuðning í þessum leik og ég vona að áhorfendur komi og styðji við bakið á okkur á fimmtudaginn. Þó að leikurinn sé seint um kvöld þá er fínt að skreppa aðeins út og fá sér frískt loft.“ Benedikt BóAs Hinkrisson blaðamaður skrifar: benni@dv.is Fyrirliðinn drjúgur Ásthildur Helgadóttir lék vel og lagði sig alla í verkefnið. Mikil gleði Markaskorarinn Margrét Lára og dóra Stefáns- dóttir voru að vonum sáttar í leikslok. Mark eða sjálfsmark, um það er deilt Íþróttadeild dV ætlar að skrá Margréti Láru Viðarsdóttur fyrir marki Íslands á laugardaginn. Markið sem hún skoraði var ekki það fallegasta á hennar ferli en mikilvægt var það. Ísland er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.