Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2007, Page 9
DV Fréttir MÁNudagur 18. JÚNÍ 2007 9 DÝRAVINUR OG LISTUNNANDI Hann játar því þegar ég spyr hvort hann tali við hestana sína, en neitar því að hann tjái þeim áhyggjur sínar. „Auðvitað tala ég við hestana mína – meira að segja mjög mik- ið,“ segir hann hreinskilnislega. „Ég skynja vel tengsl manna og dýra, þau eru gífurlega sterk. Dýrin eru alltaf til staðar fyrir mann. Ég elska allt sem viðkemur náttúrunni, dýrum og sveit- inni og er mjög tengdur þeim slóðum sem ég ólst upp á. Það er mikill ljómi yfir æskuárum mínum og ég starfaði við Búrfellsvirkjun fram á fullorð- insár. Á háskólaárum mínum var ég umsjónarmaður Þjóðveldisbæjarins í Þjórsárdal og held ég muni aldrei slíta tengsl mín við þessar slóðir.“ Mótaður af félagslegum viðhorfum Björgvin er ekki mótaður af stjórn- málaumræðu og segist hafa gengið til liðs við Alþýðubandalagið fyrir tólf árum til að styðja Margréti Frímanns- dóttur til formannssetu flokksins. „Áður hafði ég haft góð kynni af sómamanninum Árna Gunnars- syni, fyrrverandi alþingismanni.Ég var alltaf vinstra megin við miðju og sennilega hafa foreldrar mínir kosið vinstri flokka og Kvennalistann,“ segir hann og bætir við að móðir hans hafi á fullorðinsaldri tekið stúdentspróf úr öldungadeild og sest í Kennaraskól- ann. „Ég mótaðist því ekki af stjórn- málaskoðunum foreldra minna, nema hvað viðkemur félagslegum viðhorfum almennt. Þegar Margrét Frímannsdóttir bauð sig fram til for- manns Alþýðubandalagsins fór ég inn í stjórnmálin af kappi. Margrét er afar vel liðin á Suðurlandi, sterk kona sem hefur djúpar rætur á Suður- landinu og mér fannst mikilvægt að dugleg ung kona fengi tækifæri til að gegna stöðu formanns flokksins. Það sem rak mig einnig áfram var hug- sjónin um að sameina jafnaðarmenn og félaghyggjufólk í einni hreyfingu. Því verki er enn ólokið og á margt eftir að gerast vona ég og trúi. Við stofnun Samfylkingarinnar gegndi Margrét lykilhlutverki ásamt Sighvati Björg- vinssyni og mörgum öðrum. Margrét á því ævintýralegan feril að baki nú þegar hún hættir á besta aldri og hef- ur markað djúp spor í söguna. Henni og hennar góða manni Jóni Gunnari Ottóssyni á ég margt gott að þakka og met þau mikils.“ Þegar Björgvin kynnist fyrst stjórn- málum og stjórnmálamönnum að einhverju ráði fann sig strax í þeim heimi. „Ég var orðinn varaþingmaður 28 ára, framkvæmdastjóri Samfylkingar- innar í þrjú ár og svo þingmaður síð- ustu fjögur árin. Sómakonan Rann- veig Guðmundsdóttir þáverandi þingflokksformaður réð mig fyrst til starfa hjá þingflokknum. Össur síð- an í framhaldi af því til flokksins. Ég bast flokknum og Össuri Skarphéð- inssyni formanni sterkum vinabönd- um á þessum árum og er Össur mik- ill höfðingi og náinn vinur minn. Þau hjón bæði, hann og Árný Erla, enda einstaklega gott fólk. Það var frá- bær skóli að vera framkvæmdastjóri flokks á frumbýlingsárunum. Þá reyndi á menn og mikið unnið. Nótt og dag. Eins kann ég afar vel við núver- andi formann Samfylkingarinnar, hana Ingibjörgu Sólrúnu. Hún er gegnheil manneskja og góður stjórn- málaforingi sem fer vel með sitt hlut- verk. Ég er stoltur af flokknum mínum sem ég hef tekið þátt í að búa til frá upphafi og bind miklar vonir við að núverandi stjórn skili okkur árangri og gangi vel. Það er sigling á jafnað- armönnum þessa dagana. Ég var í mastersnámi í heimspeki og sögu í borginni Cork á Írlandi þegar stjórn- málin sveipuðu mér svo til sín, að það varð ekki aftur snúið. Mín skoð- un er sú að maður getur ekki sinnt stjórnmálunum af alhug ef maður er að sinna einhverju öðru. Ég reyndi að sækja málstofu hjá Þorsteini Gylfa- syni jafnhliða þingmannsstarfinu, en það gekk ekki upp.“ Rótlaus unglingur Jafn rólegur og Björgvin virk- ar er erfitt að trúa því að hann hafi einhvern tíma ekki vitað hvaða veg hann ætti að velja. Hann segir þó að hann hafi ekki haft hugmynd um við hvað hann vildi starfa og þessvegna valið heimspeki og sögu. „Ég hafði alltaf mjög ómótaðar hugmyndir um hvað ég vildi verða,“ segir hann. „Ég hætti oft í skólum þegar ég var á aldrinum sextán til átj- án ára, tók eina og eina önn og var að vinna. Ég var rótlaus unglingur sem hafði enga stefnu í lífinu í mörg ár.“ Ekki þó að drekka og djamma? „Jú, jú, ég var mikið í því,“ svar- ar hann af einlægni. „Ég vann víða, bjó víða og fór víða um. Skemmti mér mjög mikið á tímabili en hætti því áður en tjón hlaust af. Það gerði ég eftir því sem árin liðu og ábyrgðin óx. Ég settist í háskólann, fór að læra heimspeki og sögu meðan ég væri að komast að því hvað það var sem ég virkilega vildi gera að ævistarfi. Ég lauk BA prófi í sögu og heimspeki frá Háskóla Íslands, fór í mastersnám í stjórnmálaheimspeki á Írlandi en á þessum tíma starfaði ég líka sem blaðamaður á Vikublaðinu, ritstýrði Stúdentablaðinu og skrifaði töluvert fyrir Mannlíf.“ Verður viðstaddur valdaskipti í breska Verkamannaflokknum Hann stefndi á doktorsnám í Bret- landi þegar stjórnmálin kölluðu. Bretland heillar hann mikið á allan hátt. „Ég er mikill aðdáandi margs þess sem breskt er og hef farið mik- ið til Bretlands. Ég vann í tvenn- um kosningabaráttum með Verka- mannaflokknum, árin 1997 og 2001 og var í Bretlandi á sigurkvöldinu mikla. Mér er mikill heiður sýndur núna, en í gær fékk ég boðskort um að vera gestur á landsfundi Verka- mannaflokksins í næstu viku þegar valdaskiptin fara fram milli Tonys Blair og Gordons Brown. Það má eig- inlega segja að Verkamannaflokkur- inn sé mitt fótboltalið í lífinu,“ bæt- ir hann við brosandi. „En þá er ég ekki að tala um það sem hefur mis- farist hjá þeim á síðustu árum eins og Íraksstríðið... Ég fylgist mjög vel með flokknum sem pólitísku fyrir- bæri og hef tekið þátt í störfum hans utan frá sem gestur nokkrum sinn- um. Við heilluðumst mjög af stjórn- málum Verkamannaflokksins unga fólkið sem stóð að stofnun Grósku fyrir tíu árum til að knýja á um sam- einingu vinstri flokkanna hér heima. Fórum saman út og höldum hópinn enn í dag. Þarna voru á meðal ann- arra Þóra Arnórsdóttir, Róbert Mars- hall, Hreinn Hreinsson og Hrannar B. Arnarson. Allt miklir vinir mínir í dag og mikið hæfileikafólk.“ Las eina bók á dag - Talandi um það sem er breskt og gott... Fylgistu með Barnaby?! „Já og Morse! Þegar ég bjó á Ír- landi drakk ég í mig írskar bók- menntir og ég er mikill lestrarhest- ur. Hef reyndar verið það alla tíð og þegar ég var barn og unglingur las ég allt að eina bók á dag. Ég hef lesið Ís- lendingasögurnar mörgum sinnum og er mikill unnandi ljóða. Það er eiginlega ekkert sem mér finnst ekki gaman að lesa.“ Lestu reyfara? „Já, já, ég geri nokkuð af því. Ian Rankin og Arnaldur Indriðason eru í eftirlæti....“ En hefurðu samið ljóð? „Já, reyndar... Ég gerði svolítið af því að semja ljóð þegar ég var á aldr- inum tuttugu til tuttugu og fimm ára og á kannski eftir að gera meira af því.“ Stórfjölskyldan að Skarði Fyrir fimm árum kynntist Björg- vin konunni sinni, Maríu Rögnu Lúðvígsdóttur. Heimilishaldið hjá þeim verður að teljast harla óvana- legt fyrir fólk sem er ekki nema 36 ára, en fjölskyldan samanstendur af átta manns. „Við María kynntumst gegnum sameiginlega kunningja,“ segir hann. „Hún var þá fráskilin fjögurra barna móðir og saman eigum við tvær dæt- ur, þær Guðrúnu Rögnu og Elísabetu. Börn Maríu frá fyrra hjónabandi eru Stefanía Ýr, Lúðvíg Árni, Karólína og Þóra Andrea Þórðarbörn.“ Þannig að þér nægir ekki lengur að kaupa litla fernu af G-mjólk...? „Nei – ekki aldeilis!“ svarar hann hlæjandi. „Við rekum stórt heimili, sem er mikið frábrugðið piparsveina- lífinu sem ég lifði og mér finnst mik- il forréttindi að fá að upplifa það að vera hluti af svona stórri fjölskyldu aftur. Ég held ég sé bara góður pabbi. Ég geri mikið með börnunum, við ferðumst um og börnin eiga öll sinn hest. Ég hef ekki lagt mig fram um færni í eldamennsku, en ég þvæ upp eftir matinn og geng frá – og svo sé ég oft um að kaupa inn. Það er auð- vitað meira umleikis hjá okkur en mörgum öðrum fjölskyldum, hvert og eitt barnanna hefur vissulega ekki það rými sem einbirni eða fá systkini hafa, en á móti kemur að það mót- ar persónuleika krakkanna með já- kvæðum hætti að verða að temja sér nærgætni og tillitssemi.“ Nýr samskiptamáli í hraða lífsins Hann hefur engar áhyggjur af því að yngri kynslóðin sinni ekki fjöl- skyldutengslum á þann hátt sem þeir sem eldri eru þekkja, til dæmis með tíðum heimsóknum. „Það eru bara breyttir tímar,“ seg- ir hann. „Fjölskylda mín er til dæm- is mjög samheldin og þótt hvert og eitt okkar sé að fást við sitt samein- ar Skarðið okkur, sveitin og hestarn- ir. Fjölskyldur foreldra minna rækta sín tengsl mikið og ég held það skipti engu þótt sá siður að koma í heim- sóknir án þess að gera boð á undan sér sé liðinn undir lok. Lang flestir sem eldast og sjá foreldra sína eld- ast, fara að rækta tengslin aftur. Nú hringir fólk meira hvort í annað og skiptist á upplýsingum og myndum gegnum tölvur. Það er hinn nýi sam- skiptamáti.“ Ómæld ástríða á listum Þegar Björgvin talar um sveit- ina sína, dýrin og fjölskylduna, ger- ir hann það á myndrænan hátt. Ég bendi á málverk á veggnum og áður en ég ber upp spurninguna er hann kominn með svarið: „Ég ætti örugglega að mála. Ég hef mjög gaman af málaralist og hefði sennilega átt að þroska þann áhuga einhvern tíma. Ég hef alltaf haft mikla ástríðu fyrir ýmsum list- greinum. Þegar ég var unglingur hafði ég ómældan áhuga á tónlist, skrifaði niður alla vinsældarlista í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Rás 2 og á margar stílabækur með þeim fróðleik. En kosturinn við að vera ungur í stjórnmálum er sá að þá get ég hætt á góðum aldri og haft ráð á og tíma til að sinna öðrum hugðar- efnum.“ annakristine@dv.is „Tengsl fólksins voru mikil og það skipti okkur engu þótt við værum vissulega lokuð af í vond- um veðrum. Þarna var auðvitað ekkert hægt að hlaupa út í sjoppu eða leigja sér myndband. Ég ólst því upp við öðruvísi leiki en margir jafn- aldra minna, en við erfðum það mjög sterkt frá mömmu að leika okkur með leggi og skel alveg fram eftir aldri.“ Dýravinurinn Björgvin „Ég skynja mjög vel tengsl dýra og manna. dýrin eru alltaf til staðar fyrir mann,“ segir Björgvin sem hvílir hugann best með því að fara í útreiðatúr. Hér með hestinum gretti. Björgvin og María með barnahópnum og merinni Heklu Stefanía Ýr, Lúðvíg Árni, Karólína, Þóra andrea Þórðarbörn og guðrún ragna og Elísabet Björgvinsdætur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.