Sagnir - 01.04.1984, Síða 111

Sagnir - 01.04.1984, Síða 111
GULLÆÐIÐ í REYKJAVÍK Vatnsmýri eða gullmýri? Á 19. öld sóttu Reykvíkingar vatn í misgóð vatnsból. Er íbúum bæjarins fjölgaði á síðari hluta aldarinnar stefndi í óefni í vatns- málum — vatnsskortur var yfir- vofandi — og menn vissu ekki hver fólksfjölgunin yrði á 20. öld- inni. Áhugi bæjarstjórnar var næsta lítill í þessum efnum en skömmu eftir aldamótin 1900 skipti um skeið í því. Pað gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig og eftir japl, jaml og fuður, bolla- leggingar og fundahöld, rann- sóknir erlendra verk- og vatns- fræðinga, skýrslugerðir og skoð- anakannanir, áætlanir og útreikn- inga, ákvað bæjarstjórnin loks árið 1904 að gera tilraun með að bora eftir vatni í tagli Öskjuhlíð- ar, niðri undir Vatnsmýri. í því skyni var leitað til danska verk- fræðingsins Marius Knudsens í Óðinsvéum en af honum fór mest orð meðal Dana fyrir jarðboranir. Hann tók verkið að sér og sendi hingað borunarmann, J. Hansen að nafni, en sá steig á land f Reykjavík hinn 27. september 1904. Fjórum dögum síðar hófst svo borunin. í fyrstu gekk verkið erfiðlega. Betur fór þó en á horfðist og það þokaðist áfram. Leið nú á árið 1905 og ýmsir gerðu sér vonir um að Vatnsmýrin bæri nafn með rentu. En viti menn. Síðasta dag marsmánaðar tók hinn danski borunarnraður eftir því að á 40 metra dýpi hafði borinn komið Hð einhvern glóandi málm. Þetta varð að rannsaka nánar. Hannes S- Hanson, íslenskur gullnemi frá Ámeríku vanur gullgrefti frá Klondike, fullyrti að um gull væri að ræða og lét allmikið af. Hann tók málmkorn og sló sem þynnst, lagði þynnuna síðan yfir hárbeitta rakhnífsegg. Pynnan lagðist nið- m með egginni báðum megin en brotnaði ekki. Þessa aðferð kvaðst Hannes hafa frá gull- nemum vestra og skeikaði ekki að það væri gull sem svo mætti með fara. Pað var ekki að sökum að spyrja. Þegar blöðin komu út 1. apríl birtust bæjarbúum ný sann- indi um auðlegð Vatnsmýrar: Gull fannst síðdegis í gær við boranirnar uppi við Öskjuhlíð, ... Menn uggðu fyrst að þetta kynni að vera látún; en við ítar- legar rannsóknir er nú sann- prófað að það er skírt gull. Gullið er ekki sandur þarna heldur í smáhnullungum sem jarðnafarinn hefir skafið. Hve mikið það kann að vera verður reynslan að skera úr en á því er ekki vafi að hér er gull fundið í jörðu. Svo skýrði Reykjavík frá og það gaf einnig út fregnmiða um gull- fundinn. ísafold var á annarri skoð- un. Pað varaði við ofmikillibjart- sýni og benti á að hér á landi hefði nokkrum sinnum áður orðið vart við gull í jörðu en aldrei verið við- lit að gera sér mat úr því. Ráð væri að gera sér ekki of glæsilegar vonir að óreyndu en rétt væri að rannsaka nrálið til hlítar. Fólk mátti ekkert vera að því að hlusta á svartagallsraus og úr- tölur. Allir vildu höndla gull. Gullhnullunga! Bæjarbúar voru í uppnámi, höfðu fengið snert af sótt þeirri sem á engilsaxneskri tungu kallast gold fever- gullæði. Vatnið var orðið aukaatriði. í stað vatns sáu menn fyrir sér gulli ausið uppúr Vatnsmýrinni og Reykjavík orðna auðuga borg eftir fáein ár. Gullsmiður gegn lyfsala Rannsóknir á sýnum úr tilrauna- holunni héldu áfram. Það var mjög á reiki hvort nokkurt gull væri í þeim eða ekki. Einn daginn var sagt að þetta væri aðeins brennisteinskís, síðar varð það aftur að gulli og svo að kopar. Lyfsalinn í bænum fékk málm- korn til greiningar og komst að því að það var kopar. Sama varð niðurstaðan hjá Birni Kristjáns- syni kaupmanni er reyndi aðra ögn en hann var vel að sér í málm- fræðum ýmsum. Gullneminn frá Klondike athugaði nokkur sýnis- horn og sagði að í þeim væri skírt gull. Ekki lögðu allir trúnað á þá rannsókn en er Erlendur Magnús- son gullsmiður fékk eitt þeirra í hendur og staðfesti umsögn Hann- esar Hanson lyftist brúnin á mörg- um. Nú þótti víst að gull væri í Vatnsmýrinni en hversu mikið? Pví gat enginn svarað. ísafold benti á að mönnum hætti mjög við að rugla saman í huganum gullnámu og hinu, ef fyndist aðeins votta fyrir gulli einhvers- staðar, svo litlu, að ekkert viðlit væri að verja þar fé og kröftum til gullnáms. Á þessu stigi málsins blandaði bæjarstjórnin sér í málið. Sama dag og Erlendur gullsmiður greindi frá skoðun sinni, hinn 6. apríl, hélt stjórnin fund. Henni hafði borist bréf frá verkfræðingi bæjarins, Knud Zimsen, þar sem sagði frá gullfundinum. Bæjar- stjórnin var tvístígandi enda óvön því að fást við svona mál. Pó urðu ítarlegar umræður og ýmsar til- lögur bornar fram. Loks var sam- þykkt sú tillaga bæjarfógeta að skipa nefnd sem skyldi hafa frjálsar hendur til rannsókna. í námunefndina voru kosnir Björn Kristjánsson, Guðmundur Bjöms- son héraðslæknir og Halldór Jóns- son bankaféhirðir. Er fréttin um gullfundinn barst út hugsuðu ýmsir sér gott til glóð- arinnar. Hér bauðst óvænt tæki- færi til að afla sér auðs og áður en vika var liðin frá því fyrstu málm- agnirnar komu fram hafði mynd- ast félag sem hugðist rannsaka hvort hér væri um gull eða aðra málma að tefla sem arðvænlegt væri að vinna. Helsti hvatamaður félagsins var Sturla Jónsson kaup- SAGNIR 109
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.