Sagnir - 01.06.1997, Page 23

Sagnir - 01.06.1997, Page 23
um Stefáns Skálholtsbiskups kennir ým- issa grasa í þessum efnum. Skráin hljómar eins og svar við fyrirspurn um hversu mikið aflát fáist af ágústínaklaustrum. harna kemur fram að í öllum þeim klaustrum sem eru af sancto Augustino hvar sem þau eru, séu frá öskudegi og fram yfir páskaviku hvern dag sjö þúsundir ára aflát og svo margar kárínur. Svo og eð sama aflát er á jóladag, uppstigningardag, hvíta- sunnudag, vij Maríumessur, sankti Agústinus dag um haustið og alla þá actauo á sömu leið. vij þúsundir ára af- lát og svo margar kárínur fyrir hvern þennan dag. En um Maríumessu þá sem verður á föstu oftast [boðunardag- ur Maríu] þá er enn meira aflát, því þá er fjórtán þúsundir ára aflát og þó er það enn meira en hér verði greint.9 I almennu atferli pílagríma við helstu við- komustaði sína var fólgin fégjöf til staðar- ms og voru margar kirkjur háðar slíku fé.10 Miðað við þau stórtæku aflát sem fengust fyrir heimsókn í ágústínaklaustur á helstu hátíðum mætti ætla að þokkalegur straumur pílagríma hafi legið til íslenskra klaustra af þessari reglu og þau haft af því allmiklar tekjur. Ekki væri því fráleitt að stla að einhver hluti viðhaldskostnaðar a.m.k. ágústínaklausturkirkna hér á landi hafi í upphafi sextándu aldar verið fjár- magnaður með pílagrímsgjöfum og afláts- sölu. Sálugjafir hafa verið kirkjunni drjúg tekjulind rétt eins og aflátin og virðist lengri hefð fyrir þeim. Dæmi um sálugjöf sem kemur viðhaldi kirkna beint við er vitnisburðarbréf frá 1406 um sálugjöf Steinmóðs Þorsteinssonar prests en í því segir: Hinum heilaga Martino og staðnum á Grenjaðarstöðum gaf hann [Steinmóður] alla þá bót sem hann hefir gjört þar utan kirkju og innan og allt það er hann hefir til lagt kirkjunnar fyrr eður síðar þar til sem hann skildist við staðinn með þeim skilmála sem fegistrum Hóla kirkju og bréf þar um gjört votta." Auk þeirra sálugjafa sem vörðuðu við- hald kirkna beint var fjöldinn allur af slíkunr gjöfum til kirkna sem fólust í jarðeignum og kúgildum. Viðaraðföng Fjöldinn allur af skjölum í íslensku forn- bréfasafni fjallar uin rekaeign einstakra staða og mörk rekafjara. I þvi eins og öðru hafa biskupsstólar, klaustur og stór- staðir átt mest af og bestu rekafjörurnar. í skrá um reka Skálholtsstaðar á Ströndum frá 1327 kemur t.d. fram bæði hvalreki og Ajlálssalan á stðmiðölduin hvíldi á kenningunni um hreinsunareldinn en það vargagnrýni á þessa sölti sem markaði tippliafið að siðbótarstaifi Lúthers. viðarreki en ekki er gott að átta sig á magni viðarrekans út frá þeirri skrá.12 í sumum rekaskrám er tiltekið að hin eða þessi kirkjan eigi tré sem eru svo og svo margar álnir á lengd og lengri eða styttri. Svo virðist sem sex álna tré hafi verið viðmiðunarstærð og áttu þá betri staðir svo stór tré og stærri sbr.: „að kirkj- an og klaustrið íViðey ætti öll vi álna tré og þaðan af stærri önnur hvor misseri" á svæðinu milli Klaufar og Esjubergs sam- kvæmt vitnisburðarbréfi um reka klaust- ursins frá 1497.13 Ogn nákvæmari skil- greiningu á viðmiðunarmarkinu er að finna í máldaga Garðakirkju á Akranesi frá um 1478. Þar segir að kirkjan eigi „allan stórreka og öll þau tré er þar rekur lengri en vi álna og bolöxi mega setja á fyrir framan.“14 Þetta ákvæði um bolöxina telur Lúðvík Kristjáns- son að megi túlka á þá leið að trén væru þá álíka gild og blað- ið á öxinni var langt.,5Einnig virðist við- miðunarmarkið hafa getað verið fimm álna tré þar sem Kirkjuvogskirkja í Höfn- hafa biskupsstólar, klaustur og stórstaöir átt mest af og bestu rekafjör- urnar." um „á viðreka önnur hver misseri í mill- um Klaufar og Oss/oss v álna tré og það- an af stærri."1'1 Bænhúsið í Þorpum á aft- ur á móti sex álna tré og minni.17 Hins vegar á klaustrið á Munkaþverá þriðjung „stórviða þeirra trjá er meira eru en x álna.“18 Ef hægt er að alhæfa út frá þess- um dæmum virðist skipting reka milli stórstaða og bænhúsa vera mjög skynsam- leg, þar sem stöndugri við þarf til að halda við stórum kirkjum klaustra og biskupsstóla en litlum bænhúsum. Þriðja viðmiðunarheitið á rekaviði er einnig á sveimi í heimildum, en það er kjörtré.Til dæmis á klaustrið á Þingeyrum kjörtré önnur hver misseri á Ströndum fyrir vest- an flóa, skv. Sigurðarregistri.19 Lúðvik Kristjánsson bendir á að kjörtré gæti merkt valinn við eða góðvið þar sem hvergi er getið um stærð slíkra viða.20 Með þessu fyrirkomulagi má segja að ávallt hafi verið til viður „á lager“ til við- gerða, þó tæplega hafi rekinn dugað einn og sér til að reisa úr kirkjubyggingar frá grunni. Auk rekaviðareignar kemur víða fram að kirkjur áttu skóga eða hluta í skógi. Erfitt er að meta hversu mikil nyt var af skógum hérlendis fyrir viðhald bygginga og þá sérstaklega kirkna. 1 máldaga kirkj- unnar í Norðurártungu í Þverárhlið er þó t.d. skýrt greint á milli hríseignar og skógarítaks þannig að ekki hafa skógarnir hér veitt eintómt hrís.21 Eftir bruna dómkirkjunnar i Skálholti í kringum 1530 „sendi hann [Ögmundur biskup] í Noreg með dugguna, að sækja viði, því Skálholt átti þar stað og skóg.“22 Það hefur því verið mikið öryggi fyrir stólinn að hafa aðgang að almennilegum skógi þegar reisa þurfti kirkju af þeirri stærðargráðu sem uppgrafinn grunnur Skálholtsdómkirkju vitnar um. Þótt ekki segi berum orðum um sams konar skógarítak Hólastóls í Noregi er erfitt að hugsa sér að norðanmenn hafi verið eftir- bátar þeirra fyrir sunnan í þessunr efnum. Auk þessa hafa kaupför stólanna getað séð fyrir viði jafnt sem öðrum nauðsynjum á viðunandi hátt. Góð almenn verslunar- samskipti við Noreg hljóta einnig að hafa falið í sér stöðugleika i timburaðföngum íslendinga. Eftir siðbreytingu Umbreyting á viðhaldsþörf Hinn umbreytti siður hvíldi á nýjum áherslum í guðfræði og sú grundvallar- breyting varð að páfi var nú ekki lengur SAGNIR 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.