Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 52

Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 52
til hans eigin gagnsmuna sem for- merkest. Eg hef og nokkuð ómak við þetta því Arinbjörn spyr nrig að einu og öðru sem ég segja verð í þessunr efnum, hann er á móti lögmanni. Comission er hér nú útnefnd, bestand- ande af flestum ministris. Guð veit hvort hún Islandi að miklu gagni verð- ur. Eg hinkra svo við og sé hverju framvindur, imidlertid præparera nrig til að segja eitt eður annað, ef til með koma kann. Ekki var Þormóður kunnugur þessurn Arinbirni og í bréfi þann 14.janúar 1702 þurfti Arni að gera grein fyrir honum; „Arinbjörn er vor litli Islands Jarl.“21 Hann fór þvi háðulegum orðum um báða talsmenn hinna andstæðu fylkinga í versl- unardeilunni. Gottr- úp væri eiginhags- munaseggur en Múller amtmaður reyndi að bera sig stórkarlalega og uppskar þar með háðulega viðurnefn- ið litli Islandsjarlinn. Samt sem áður hafði Árni dregist meira inn í atburðarásina en hann hafði ætlað sér fyrr um haustið. A svipuðum tíma og lögmaður lagði sínar tillögur fyrir konung barst Árna Magnússyni bréf sem skrifað var þann 20. júlí af helstu andstæðingum utanfarar Gottrúps, þar á meðal þeinr Jóni og Páli Vídalín. I því kemur fram að beri málefni sem þá varða á góma í rentukammeri eða kansellíi eigi Arni að vera þeirra talsmað- ur.22 Með bréfinu fylgdu viðreisnartillög- ur sem voru að mörgu leyti andstæðar sjónarmiðum Gottrúps og gengu ekki út á að kenna erlendum kaupmönnum eða skattpíningu um versnandi efnahag, sið- gæði landsmanna sjálfra væri að rotna. Þeir fundu ekkert athugavert við einok- unina. Kaupmenn neyddust til að sigla til Islands, jafnvel i slæmunr árum þegar þeir bæru lítið úr bítum en landsmenn fengju helstu nauðsynjar og umdæmaverslunina sögðu þeir tryggja að á hverju ári bærust matvæli um allt land. Engin höfn yrði út- undan þó fiskafli brygðist.23 Embættismannanefndin skilaði áhti sínu 15. febrúar 1702. Þar var tekið tillit til sjónarmiða kaupmanna um að ekki skyldi hróflað við verslunarumdæmunum og lagst gegn stofnun félagsverslunar.24 Þann 15. apríl gaf konungur út úrskurð þar sem kaupmönnum var veittur veru- legur afsláttur af verslunarleigunni en taxtanum i Islandsversluninni skyldi breytt landsmönnum í vil. Jafnframt var kveðið á um að sendinefnd færi til Islands sem skyldi meta umdæmaskiptinguna með hliðsjón af málum þeirra Hólmfasts Guðmundssonar og Tómasar Konráðs- sonar.25 Við störf á íslandi Þessari fýrstu lotu verslunardeilunnar lauk án þess að Arni Magnússon þyrfti að beita sér til að kæfa tillögur Gottrúps lög- manns.26 I umræðunni á Islandi toguðust á sjónarmið Gottrúps lögmanns sem beindist að því óréttlæti sem fylgdi hinni ströngu umdæmaskiptingu og sú skoðun JónsVídalíns að það fyrirkomulag tryggði vörudreifingu til allra landshluta. I Kaupmannahöfn voru kaupmenn andsnúnir félags- verslun á þeirri for- sendu að hún hefði aukinn kostnað í for með sér og þeir gáfu í skyn að pers- ónulegur fjárhagur konungs væri í húfi. En hér má greina áherslubreytingu hjá konungi. Hann virt- ist tilbúinn til að skerða þessa mikilvægu tekjulind sína til þess að bæta hagsmuni Islendinga, jafnhliða því að efla kaup- mannastéttina. Ekki bar mikið á því sjón- armiði að með félagsstofnun gætu kaup- menn styrkt samningsstöðu sína við Hamborgara og þar með sparað umtals- vert. I skipunarbréfi þeirra Páls Vídaiíns og Arna Magnússonar frá 22. maí 1702 var ekki ákvæði sem bauð þeim að vega og meta kosti umdæmaverslunar og félags- verslunar. Þeir áttu að rannsaka mál þeirra Tómasar Konráðssonar og Hólmfasts Guð- mundssonar og meta þær refsingar sem þeir höfðu hlotið. I sjöundu grein var þeim falið að kanna ástand einokunarverslunarinnar almennt, hvort vörur væru nægilega góðar og hvort kaupmenn væru á nokkurn hátt að misnota aðstöðu sína. Samkvænrt þeirri áttundu áttu þeir einnig að gera umdæma- skiptinguna réttlátari, þannig að ekki þyifti að fara lengri veg til kaupmanns en nauð- syn bar til. Fyrirkomulag verslunarinnar hefði því sennilega átt að heyra undir 30. greinina þar sem nefndarmönnum er falið að tína til öll þau atriði, smá og stór, sem gátu varðað framþróun lands og þjóðar.27 Frá sumarmánuðum ársins 1702 fram á haustið 1705 voru þeir Arni og Páll við störf á Islandi. Frá því tímabili hafa varð- veist nokkur bréf Arna sem víkja að stöðu verslunar í landinu, aðallega rnilli hans og einokunarkaupmanna í landinu. Nokkrir þeirra, þar á meðal Paul Brick á Eyrarbakka þann 21. september 1704, lýstu óréttmætum réttaraðgerðum sýslu- manna gagnvart sér.2“ L. Bærtelsen, kaup- maður á Rifi, kvartaði þráfaldlega undan vesaldómi landsmanna í bréfum til Arna árið 1703. Hann hafi af þeim sökum þurft að fara með skip sin tónr til Kaupmanna- hafnar. Bærtelsen taldi ennfremur að veiðar og verslun erlendra skipa ættu stóran þátt i þeim aflaskorti sem virðist hafa verið viðvarandi.M Er þetta í nokk- urri mótsögn við þá staðhæfmgu að Dönum hafi tekist að girða fyrir nánast alla launverslun um 1690.” I bréfi til konungs 15. september 1702 kvartaði Arni meðal annars yfir hlutfoll- urn í vöruskiptaverslun og að bændur neyddust til að greiða landskuld in natura. Slíkt dragi úr vilja og getu til fiskveiða sem séu aðaltekjulind kaupmanna og konungs af landinu. Strax næsta dag skrif- uðu þeir verslunarráðinu um skort á reiðufé í landinu þar sem landsmenn hafi ekki átt vörur til skiptanna fyrir helstu nauðsynjar. Jafnframt sé þar nú tilfinnan- legur skortur á byggingarefni vegna þess að kaupmenn flytji inn lélegt timbur.31 Erindrekarnir reyndu oft að bera í bætifláka fyrir töfina á störfum nefndar- innar. I bréfi frá 30. ágúst 1703 sögðu þeir rót vandans vera slæmt vegakerfi á Islandi sem þar að auki hamlaði allri innanlands- verslun.32 Einu ári síðar kvað við sarna tón þegar konungur spurðist fyrir um greinargerð um verslunarumdæmin. Þann 20. september 1704 sögðust Arni og Páll ekki vera tilbúnir með allsherjarúttekt á umdæmunum en ef konungur þarfnaðist hennar strax, verði fljótlegt að ráðfæra sig við sýslumennina. Þeir tóku þó fram að vitnisburður þessara embættismanna væri hvergi nærri örugg heintild í því efni. Engu að síður treystu þeir sér til að full- vissa konung urn að Gottrúp lögmaður hefði i gagnrýni sinni á umdæmunum málað skrattann á vegginn. Engin breyt- ing á svæðisskiptingunni muni gera leið- ina til uppskipunarstaðar greiðfærari fyrir afskekktustu byggðir landsins.33 Nátengt þessum hluta nefndarstarfanna var rannsókn á málurn þeirra Tómasar Konráðssonar og Hólmfasts Guðmunds- sonar, tveggja leiguliða sem höfðu mátt hér má greina áherslu- breytingu hjá konungi. Hann virtist tilbúinn til að skerða þessa mikilvægu tekjulind sína til þess að bæta hags- muni íslendinga ..." 50 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.