Sagnir - 01.06.1997, Side 54

Sagnir - 01.06.1997, Side 54
við hugmyndina um félagsverslun án þess að algjör eining hafi náðst í stéttinni. Svo fór að konungur lét undan þrýstingnum og 15. maí 1705 gaf hann út tilkynningu um stofnun félagsverslunar. Þar lýsti hann eftir tillögum og þátttakendum til að hægt væri að stofna slíkt félag sem allra fýrst og myndi það njóta verndar og sam- þykkis krúnunnar. Allt stefndi í að um- dæmaverslun yrði afnumin undir lok árs- ins 1705.44 Þann 24. nóvember gaf kon- ungur óvænt út tilskipun þess efnis að hann myndi ekki þvinga kaupmenn til að taka saman höndum. Þá tóku rnenn við sér og hafa eflaust talið að konungur væri að falla frá hugmynd- inni. Sex dögum síðar sendu 37 kaup- menn, flestir vanir Islandsversluninni, verslunarráðinu eftirfarandi yfirlýsingu:45 ... saa kand vii nu icke underlade at give dennem til kiende, at vi ingen- lunde ere tvungne til at træde udi Compagnie, mens der om udi alle maader med hin anden ere foreenede, og næst Guds hiælp agte her efter handelen ved et sluttet Compagnie fortsette og heele landet reendeligen og vel at forsiune, ... vore höygunstige Herrer vilde forhielpe Compagniet til Hans Kongl. Maj. allernaadigst Con- firmation paa de hid ind til hafte Oct- royer, og at det maatte nyde beseilingen paa IiBland for den afgift, som der af hid ind til aarlig er bleven given ... Kaupmönnunum leist því vel á það skipulag sem verslunarráðið hafði hannað fýrir félagsverslunina en töldu samt nauð- synlegt að félagið fengi þann afslátt af af- gjöldunum sem veittur hafði verið síð- ustu ár Páll Vídalín skrifaði nokkurs konar sjálfsævisögu í annálsformi á árunum 1700 til 1709.1 henni er ekki getið um hvernig þeir félagar hafi sinnt þeim hluta nefndar- starfa sem snéri að verslunarmálinu fýrr en kemur frant á sumar árið 1705. I mai óskaði konungur eftir úttekt þeirra Páls og Arna á umdæmunum en hefur væntan- lega álitið í ljósi breyttrar stöðu i verslun- armálinu að ekki væru tök á að bíða leng- ur. Erindrekunum virðist hafa verið nokkuð brugðið við þessa skipun:46 En af því þeir sáu sér ómögulegt að skrifa á svo naumum tíma fullkomna relation um svo merkilegt efni, er mik- ið á reið, tóku þeir það til ráðs að þá þeim hafði samankomið að compagnie væri landinu skaðlegt en sundurdeild höndlan hagkvæmari skyldi secreterinn sigla til að relatera þetta utanlands en Páll lögmaður framhalda commissions verkinu hér á landi. Þegar Arni Magnússon kom til Kaup- mannahafnar í septembermánuði árið 1705 hafði orðið nokkur breyting á stöðunni í verslunar- deilunni. Valdahlut- follin voru þá mun óhagstæðari tilraun- um hans til að bæla niður hugmyndir um félagsverslun, en þau höfðu verið fjór- um árum áður, er JónVídalín og félagar báðu hann um að kæfa tillögur Lárusar Gottrúps í fæðingu. Arni var greinilega var um sig og í bréfi til konungs 8. desember 1705 bað hann Friðrik fjórða um vernd. Hann taldi enn fremur að Múller amt- maður hefði ekki gert neina tilraun til að lýsa ókostum félagsverslunar fýrir verslun- arráðinu og hann væri sem fýrr eingöngu háður hagsmunum kaupmanna. Arni bað konung um að geyma allar ákvarðanir þar sem greinargerðar hans væri að vænta.47 Kúvending í Kaupmannahöfn Strax á fýrstu dögum nýs árs gerði Arni Magnússon atlögu að félagsverslunar- mönnum. Hann hóf mál sitt á að hrekja rök kaupmanna og benti í fýrsta lagi á að ekki væri óeðlilegt að allar hafhir væru jafn ábatasamar. Hann skildi ekki kvartanir kaupmanna yfir sláturhöfnum, af hveiju væru þeir yf- irhöfuð að bjóða í þær ef gróðinn væri enginn? Arni við- urkenndi að á Norðurlandi væru nokkrar slæmar slát- urhafnir en þær mætti auðveldlega sameina útgerðarhöfnum, til þess þyrfti ekkert felag.Varðandi sparnað á tryggingafé taldi Árni að augljóslega fýlgdi slíkt rekstr- arhagræði stóru félagi. En hann bað kon- ung unt að láta ekki 2-3000 ríkisdali hafa áhrif á skoðun sína og valda almenningi á Islandi óhagræði.4* Hann sagðist ekki vita til þess að kaup- menn hefðu hingað til verið duglegir við að veita Islendingum hjálp í neyð. Þar sem allir af þeim 31 kaupmanni,4'' sem skrifað höfðu undir stofnun félagsverslun- ar, höfðu áður tekið þátt í íslandsverslun- inni, væri ekki breytinga að vænta. Árni taldi hæpið að konungur gæti haft stöðugri tekjur af afgjöldum, allt byggðist á fiskveiðum og aflinn væri alltaf að bregðast. Ekki gat hann lesið úr tillögum kaupmanna að í þeim fælist algjört versl- unarfrelsi fýrir íslendinga. Landsntönnum væri hins vegar gert skylt að versla við næsta kaupmann en að slíkum breyting- um á umdæmunum hafi hann og Páll verið að vinna undanfarin ár. I umdæma- versluninni fælist líka ákveðið öryggi. Siglt væri til allra hafna hringinn í kring- um landið. Kaupmenn vissu nokkurn veginn hvað þeir ættu von á mörgum viðskiptavinum, hefðu nægilega mikið af vörum til að selja og nóg pláss á skipi til að taka við afurðum landsmanna. í félags- verslun myndu kaupmenn hætta að stunda lánsviðskipti þar sem þeir gætu ekki verið öruggir um að viðskiptavinur- inn kæmi aftur til þeirra.5" Árni skildi ekki hvernig félagsverslun ætti að geta aukið umfang verslunarinnar. Allt það sem Islendingar öfluðu og frant- leiddu umfram brýnustu nauðsynjar væri nú þegar flutt úr landi, þeir hefðu hrein- lega úr of litlu að spila. Engin aðstaða væri fýrir hendi í landinu til að efla hand- verk og taka við og hýsa erlent verkafólk. Nær lagi væri að senda unga drengi til iðnnáms í Danmörku og gætu þeir svo miðlað afþekkingu sinni við heimkom- una. Hann sá heldur ekki að félagið gæti einna best komið fótum undir hval- veiðar og þilskipa— útgerð á Islandi. Það gæti hins vegar stuðlað að einokun á því sviði rétt eins og reynslan af fýrri félagsverslun hafi sýnt þegar verði á lýsi var haldið háu. Múller amtmanni væri ekki stætt á að benda á enska félagsverslun sem dæmi um hentugleika þessa kerfis. Velgengni þess byggðist einkum á að arðræna fafróðar og Qarlægar þjóðir.51 Eftir að hafa hrakið röksemdafærslu dönsku kaupmannanna og Múllers amt- manns klykkti Árni út með þvi að benda „Árni var greinilega var um sig og í bréfi til konungs 8. desember 1705 bað hann Friðrik fjórða um vernd." „Árni skildi ekki hvernig félagsverslun ætti að geta aukið umfang verslunarinnar. Allt það sem íslendingar öfl- uðu og framleiddu umfram brýnustu nauðsynjar væri nú þegar flutt úr landi ..." 52 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.