Sagnir - 01.06.1997, Síða 79

Sagnir - 01.06.1997, Síða 79
hugasemdir höfundar við fullyrðingarnar eru birtar innan hornklofa og er gerð nánari grein fyrir athugasemdunum síðar í þessari samantekt. a) „Faraldur af kýlapest getur því aðeins orðið, að gnótt magatepptra flóa sé fyr- ir hendi, en til þess þarf aftur hæfilegan fjölda sjúkra rotta.“ [Pestarbakterían getur fjölgað sér í fjölmörgum öðrum spendýrategundum en rottum og fjöldi annarra flóategunda en nagdýraflær geta verið smitferjur, meðal annars mannaflóin.] b) „Hvorki svartrotta né austræna rottu- flóin (Xenopsylla cheopis) voru landlægar á Islandi á 15. öld.“ c) „Eina dýrategundin sem hér lifði og var nænt fyrir svartadauða var mús. Hana hijáði einungis hýsilsérhæfða fló- artegundina Leptosylla segnis sem ekki var fær um að viðhalda pestarfaraldri meðal manna.“ [Líkur eru á að bæði húsamýs og hagamýs hafi verið hér landlægar á miðöldum. Enn fremur er hugsanlegt að þá þegar hafi sömu flóar- tegundir hrjáð mýs og hrjá þær nú á dögum; Ctenopthalmus agyrtes agyrtes og Nosopsyllus fasciatus. Einnig verður að telja það afar líklegt að mannaflóin hafi verið landlæg og að hún hafi í gegnum aldirnar leitað reglulega á mýs sem vís- ast voru algengar í íslenskum torfbæj- um. Að minnsta kosti tvær síðarnefndu flærnar eru báðar vel þekktar smitfeijur svartadauða. Flóin L. segnis hefur aftur á móti aldrei verið staðfest hér á landi.] d) „Rottu- og mannaflær haldast lítt við á músum.“ [Rottuflær geta lifað að stað- aldri á músum. Mannaflóin er tiltölu- lega lítt hýsilsérhæfð og miklar líkur eru á því að hún geti einnig lifað langtímum saman á músablóði]. e) „Mannafló er yfir- leitt ekki hætt við magateppu þótt hún hafist við á pestarrottum svo að hún kemur ekki til greina til að við- halda pestarfaraldri, þótt í einstaka til- felli sé álitið að mannaflær, og lýs í afskaplega miklum fjölda, geti borið pest á milli manna". [Ymsar heimildir staðfesta að mannafló sé þekkt smitferja pestarsýkilsins (mynd 2). Áður hefur Húsamýs (Miis musculus) i korni. komið fram að mannaflær eru taldar hafa verið hér landlægar. Og lýs fylgdu manninum örugglega til Islands strax við landnám.] Þar sem Jón Steffensen útilokaði á ofan- greindum (að stórum hluta röngum) fors- endum að kýlapestarsmit gæti hafa geng- ið hér á landi áleit hann að hér hlyti að hafa gengið lungnapest. Hann bendir þó á að „lungnapestarsjúklingurinn sé aðeins smitandi eftir að hósti og uppgangur er hafinn, sem oftast er eftir 24 tíma, frá því að hann veikist, og veikinni lýkur með dauða innan 4 daga.“ Jafnframt, að „allan veikindatímann er sjúklingurinn farveikur og ekki fær um að gera víðreist, og um að kalla heilbrigða smitbera né sjúklinga í afturbata er ekki að ræða.“ Því álítur Jón að ástæða þess að pestarbakterían lifði jafn lengi við íslenskar aðstæður og raun ber vitni (19 og 17 mán- uði) kunni að vera vegna þess að bakt- erían hafi lifað í úða- dropum umlukin slími öndunarveg- anna í röku og köldu lofti á heimilum pestarsjúklinga vik- um og mánuðum saman, sérstaklega ef frost var. Bakterían hafi síðan borist úr rúm- eða íverufatn- aði niður í lungu þess sem ætlaði að jarðsetja líkið. Kenning Jóns tekur mið af þeirri staðreynd að pestarbakterían drepst fljótt í þurru og heitu lofti. Hafi lungnapestarsmit á íslandi verið með svipuðum hætti og erlendis verður samt að teljast ólíklegt að það hafi getað viðhaldist í um hálft annað ár í jafn fá- mennu samfélagi, þar sem byggð var eins dreifð og samgöngur litlar, og raunin var á Islandi á 15. öld. Því verður að telja lík- legt að smitferjur hafi komið við sögu á Islandi þótt ekki sé útilokað að áðurnefnd kenningjóns Steffensens geti ekki einnig hafa skipt máli. Heimildir sagnfræðinga um svartadauða a Islandi Bæði íslenskir og erlendir sagnfræðingar, ásamt norska lækninum Per Oeding, hafa rannsakað heimildir um svartadauða á Is- landi og dregið af þeim ýmsar ályktanir. Snemma á öldinni ritaði Þorkell Jóhann- esson grein í Skírni sem hann nefndi „Pláguna miklu 1402-1404.“ Þar er meðal annars greint frá helstu rituðum heimildum um pestina, ferill veikinnar um landið er rakinn, spáð í mannfallstölur og minnst á áhrif plágunnar á íslenskt samfélag. Síðustu ár hafa nokkrir is- lenskir og erlendir sagnfræðingar tekið þennan þráð upp að nýju og birt greinar um pestina í ljósi nútímaþekkingar og skal lesendum bent á að ítarlegan heint- ildalista um pestina á Islandi er að fmna í , • 17 þessum greinum. Ekki verður fjallað hér sérstaklega um mismunandi ályktanir sagnfræðinga um smitleiðir og sjúkdómsform svartadauða á Islandi á 15. öld en sú umræða hefur nteðal annars snúist um meinta nauðsyn svartrottunnar sem smitferju, hvort svartrotta var hér yfirleitt á 15. öld, hvort pestin gekk hér eingöngu sem lungna- „Hafi lungnapestarsmit á íslandi verið með svipuð- um hætti og erlendis verð- ur samt að teljast ólíklegt að það hafi getað viðhald- ist í um hálft annað ár í jafn fámennu samfélagi, þar sem byggð var eins dreifð og samgöngur litlar..." SAGNIR 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.