Sagnir - 01.06.1997, Síða 96

Sagnir - 01.06.1997, Síða 96
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 1495 inna kennimanna á einum stað eru ónot- 21 hæfar til alhæfmgar. Þegar hugað er að lýsingum í annálum á sóttum og afleið- ingum þeirra sést hve varasamt er að byggja á þeim. Oftar en ekki einskorðast lýsingar þeirra við nánasta umhverfi skrá- setjarans, sérkennilega atburði eða hugar- óra, sem eru afleitir til átrúnaðar sérstak- lega í sagnfræði. Gerðar hafa verið tilraunir til að áætla mannfall út frá heimildum um eyðibyggð nokkrum áratugum eftir pestina. Gunnar Karlsson og Helgi Skúli Kjartansson segja, þrátt fyrir ýmsa fyrirvara fyrri fræðimanna sem þeir vitna til, að mann- fækkunin hafi verið um 50%, þ.e. 40-60%, samkvæmt byggðasöguheimild- um. I Evrópu hafði plágan varanleg áhrif á samfélags- og atvinnuhætti og í mörgum tilfellum á byggðamynstur, t.d. varð varanleg byggðaeyðing í Noregi og Þýskalandi. A Englandi eru dæmi þess að jarðir hafi byggst upp strax aftur en al- mennt séð varð um breytingar á búsetu, búskaparháttum og nýtingu lands að ræða, a.m.k. i Norður- og Vestur-Evr- ópu. A 15. öld var fiskverð mjög hátt og slegist í landinu um auð og völd eins og allir vita. Hvers vegna skyldu menn hokra á einhverjum jörðum í Skagafirði þegar hægt var að lifa góðu lífi í þéttbýli við sjóinn? Er ekki eyðibyggðin ágætt dæmi um breytta atvinnuhætti á 15. öld? Fjöldi eyðijarða getur ekki verið nákvæmur mælikvarði á mannfall í tölum talið nema gengið sé út frá algjörlega einangruðu og stöðnuðu samfélagi sem sé óháð breyti- legum fólksfjölda. I Nýja annál er frásögn af útkomu pest- arinnar árið 1402 en ekki verður ráðið hversu útbreidd pestin hefur verið. Ein- ungis er hægt að fullyrða að hún hafi gengið „fyrir sunnan land“ en þó nefndir séu aðrir staðir í tengslum við dauðsföll nafngreindra einstaklinga, t.d. Helgafell, Núpur og Eiðar, þá er það engin sönnun þess að plágan hafi gengið þar. Þessir ein- staklingar hefðu getað dáið annars staðar. Af fornbréfunum og Gottskálksannál má ráða að plágan hafi einnig geysað um hluta Norðurlands en hvort hún hefur farið um allt land vitum við ekki. Þegar dregið er saman það sem vitað er um gang pestarinnar og mannfall er nið- urstaðan þessi:Telja má líklegt að sóttin hafi borist til tiltölulega fárra staða, bisk- upsstóla, klaustra, helstu kirkju- og höfð- ingjasetra og kannski verstöðva, og verið þar staðbundin um tíma. Pestinni hefur sennilega verið viðhaldið með aðstreymi fólks og einnig hefur hún hugsanlega í nokkrum mæli borist út til einstakra bæja. Island hefur ekki verið nægilega þéttbýlt og ekki er heldur hægt að gera ráð fyrir að umhverfisskilyrði hafi verið hagstæð skjótri og algerri útbreiðslu sótt- arinnar. Engar öruggar heimildir eru um mannfall en líklega hefur það verið svip- að og víðast annars staðar, þ.e. 25-45%, en það er enginn vitnisburður sem sannar þessar tölur enda byggjast þær eingöngu á erlendum fyrirmyndum. Telja má fullvíst að mannfallið hafi ekki verið meira en 45% enda eru engin dæmi um slíkt nema þar sem algjört hrun samfélagsins fylgdi í kjölfarið. Það gerðist ekki á Islandi en plágan olli uppstokkun í valdakerfi og at- vinnulífi. Sóttir og samfélag Fyrrum hvíldi veldi kónga og keisara nær eingöngu á herðum almennings og þá var auður þeirra oftast í réttu hlutfalli við fjölda ibúa og efna- hagslega afkastagetu þeirra. Fólksfjöldi var helsti aflvaki breyt- inga í samfélaginu og forsenda þess að það þróaðist. En hvað orsakaði fólksfjölgun eða fólks- fækkun í samfélögum fyrri tíma? Hefð- bundnar skýringar telja að fólk hafi verið ofurselt umhverfis- og samfélagsþáttum sem það hafði lítil sem engin áhrif á. Fólk- ið lifði og dó eftir því hvernig vindar blésu, verðlagi á mörkuðum og framboði á jarðnæði og fæðu. A síðari árum hefur verið lögð meiri áhersla á hjúskaparhætti, tengsl húsbænda og hjúa og aðra félagslega þætti. Þessar skýringar eiga ættir að rekja til Malthusar og Marx en báðir settu þeir fram lögmál um þróun samfélaga í anda vísindalegrar lögmálahyggju síns tíma. Einkenni þessara skýringa er að fólkið sjálft er ekki lengur aðalatriði sögunnar og það er álitið ófært urn að móta samtíð sína eða hafa áhrif á framtíðina. Um 1960 setti danska fræðikonan Esther Boserup fram kenningar sínar um tengsl fólksfjölda og breytinga á atvinnu- háttum og nýtingar náttúruauðlinda. Hún taldi að aukinn fólksfjöldi kallaði á nýja atvinnuhætti, tæknibreytingar eða aukna landnýtingu til þess að framfleyta fólkinu. Samfélags- og atvinnubreytingar liðinna alda væru tilkomnar vegna þess. Fólks- fjöldinn er hreyfiafl sögunnar að mati „Ljóst er að á öilum tímum hefur fólk lagað sig að að- stæðum og umhverfi hvort heldur varðar búskapar- eða hjúskaparhætti." Boserups en hún benti jafnframt á að aðr- ir þættir eins og til dæmis samfélagsgerð hefðu auðvitað áhrif.27 En hvað sem liður öllum lögmálum og kenningum þá er sagan fyrst og fremst mótuð af fólki og svara verður þeirri spurningu hvað olli því að fólki fjölgaði eða fækkaði. Manninum, eins og öðrum dýrateg- undum, er það eðlilegt að Ijölga sér og viðhalda stofninum. Fyrir daga getnaðar- varna voru það þættir eins og giftingar- aldur, fjöldi giftinga og næring, auk líf- fræðilegra þátta, sem einkum höfðu áhrif á fjölgunina. SamfÖrum fólks voru þó ýmis takmörk sett, einkum utan hjóna- bands, og hömlu- og áhyggjulítið kynlíf var einungis á fárra karlmanna færi. Yms- ir samfélags- og trúarlegir þættir höfðu einnig áhrif og jafnvel var reynt að koma í veg fyrir að óæskileg börn, t.d. börn getin utan hjónabands eða meðal ná- skyldra, kæmu í heiminn. Flest börn fæddust innan hjónabands og afnotaréttur á jarðnæði, eða annarri staðfestu, var yfirleitt talinn forsenda giftingar og þannig voru giftingarmöguleik- ar nátengdir fram- boði á jarðnæði eða öðrum framfærslumöguleikum. Þess- ar takmarkanir virðast tilkomnar til að tryggja afkomumöguleika hjónanna og barna þeirra en ekki til að koma í veg fyrir almenna fólksfjölgun. Maðurinn hagar sér ekki eins og sum dýr sem fjölga sér án aðlögunar að aðstæðum heldur takmarkar hann sig við aðstæður hverju sinni og reynir jafnframt að snúa þeim sér í hag. Talið er að fólksfjöldi hafi tvö- eða þre- faldast í Evrópu á hámiðöldum eða þar til svartidauði lagði líklega röskan þriðjung Evrópubúa í gröfina. Ymsar skýringar hafa verið uppi um eðli sjúkdómsins, smitleiðir, manndauða af hans völdum og hvers vegna hann hvarf á 18. öld en al- mennt séð eru menn sammála um að plágan hafi valdið verulegum breytingum á evrópskum samfélags- og atvinnuhátt- um. Svartidauði markaði upphafið að langvarandi fólksfjöldakrejspu og kom í veg fýrir mikla fólksfjölgun. Astæða þess var fyrst og fremst fjöldi drepsótta sem hjó stór skörð i mannfjöldann af og til næstu aldir og fólk á fijósömum aldri, eða sem átti eftir að ná honum, féll í stórum stíl. Fólksfjöldakreppan einkenndist af miklum sveiflum í fæðingar- og dánar- 94 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.