Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 107

Sagnir - 01.06.1997, Qupperneq 107
sunnan, ef til vill á flestum jörðum 20 hdr. og stærri. Svo virðist sem tvíbýli séu enn á flestum jörðum 30 hdr. og stærri í Skagafirði eftir svartadauða á 15. öld, ef ráða má af fjölda kúgildaleigna á þessum jörðum. Að minnsta kosti virðist rekstur á þessum býlum hafa verið mun umfangs- meiri á 15. öld en síðar, eftir pláguna síð- ari, af leigukúgildafjölda að dæma. Athyglisvert er að rekstur á höfuðból- um minnkar ekki neitt við svartadauða, hann vex fremur en hitt. Fjölmargar heimildir geta um stórrekstur á höfuðból- um á 15. öld og framan af þeirri 16. Astandið í Urðasókn um 1430 er dramat- ískt, þar voru 10 af 17 lögbýlum í auðn, en höfuðbólið Urðir var ekki í eyði. Þar bjuggu Urðamenn, ein helsta höfðingja- ætt Norðanlands og hefur búið varla ver- ið smátt í sniðum. Heiinildir um þurrabúðabyggð benda ekki til vaxandi fiskveiða eftir svarta- dauða, þvert á móti. Helst er t.d. að ráða af sóknaskrá Jóns Vilhjálmssonar Hóla- biskups 1429 að þrír helstu útgerðar- staðir norðanlands á 13. og 14. öld, Grímsey, Hrísey og Flatey á Skjálfanda, séu í eyði. Þar eru engir prestar og um 1447 var engin byggð í Grímsey. Um 1462 virðist þó vera kominn þar prestur, sem og í Hrísey. Frá lokum 15. aldar, sennilega frá 1493, eru til svokallaðir Stefánsmáldagar, þar sem meðal annars eru ntáldagar fyrir Austurland. Virðast þeir gefa vísbend- ingu um ástand byggðar á Austurlandi rétt fyrir pláguna síðari. Þeir eru merkilegir vegna þess að fjöldi lögbýla er ekki hefð- bundinn, heldur um 15% minni en bæði á 14. og 17. öld. Byggð hefur því ekki verið búin að ná sér á Austurlandi um það leyti eftir svartadauða. Plágan síðari Beinar heimildir um byggð eftir pláguna síðari sýna, eins og búast má við, mikla eyðibyggð, en þær eru að ýmsu leyti tæt- ingslegar og leyfa ekki jafn gott yfirlit og heimildir frá því um 1430-50. Nefna má skrá um byggðir á nokkrum sjávarjörðum á Rauðasandi og við Patreksfjörð frá því 20 skömmu eftir 1500, sem voru mjög fá- byggðar, t.d. miðað við manntalið 1703. Þriðjungur jarða Þingeyraklausturs lá í eyði um 1525, margar jarðir í Skagafirði sem voru i byggð um 1450 lágu í eyði um svipað leyti. Frá Suðurlandi eru athyglis- verðar upplýsingar frá því skömmu eftir 1500. Þá lágu jafnvel stórbýli miðsveitis í eyði. Um miðja 16. öld stóð byggð á Suðurlandi enn höllum fæti í mörgum sóknum, t.d. í Villingaholts- og Hraun- gerðissókn í Flóa. I Hraungerðissókn voru 11 lögbýli 1553 en 17 1397.Nokkru síðar var aðeins ein af hjáleigum Krísuvíkur í byggð auk Krísuvíkur sjálfrar. Venjulega voru þar um 7-10 hjáleigur í byggð, og voru sérstök sókn, en skömmu eftir 1560 er þessi sókn lögð niður og undir kirkju í Selvogi. Ljóst er af jarðaskrám frá 1550-1570 að byggð hefur þá mjög lítið verið farin að ná sér norðan lands, inn- sveitir eins og innri hlutar Skíðadals og Hörgárdals lágu að mestu í eyði." Eftir pláguna síðari breyta jarðeigendur um stefnu. Þeir leggja nú mikla áherslu á að halda sem flestum jörðum i byggð, minna máli virðist skipta þótt reksturinn sé lítill miðað við það sem áður var. Jón Arason Hólabiskup stærir sig t.d. af því að hafa byggt upp nær allar jarðir Hólastóls, en það stærilæti verður innantómt þegar litið er á tölur um rekstur jarða Hólastóls um 1550. Kúgildum fækkar ntjög frá 15. öld og landskuld er mun lægri. Skaga- §örður, og raunar allt Norður- ogVestur- land, hefur verið mjög vannýttur til land- búnaðar um það leyti miðað við það sem áður var. Nefna má að bændur í Húna- vatnssýslu neituðu, vegna lambafæðar og nógs haglendis á láglendi, að reka fé á hefðbundna afrétti á Eyvindastaðaheiði. Stóð í þrasi milli bænda og landeigenda um það alla 16. öld og fram yfir 1600. Landeigendur fengu nefnilega toll af hverju lambi sem rekið var á fjall. Heildarmyndin er sú að þurrabúða- byggð og hjáleigubyggð lét mjög á sjá við pestir 15. aldar, sennilega fór stærstur hluti þurrabúðahverfa og rnikill meirihluti hjá- leigna í auðn.Tví- eða fjölbýlum, sérstak- lega norðanlands, virðist fækka mjög mik- ið eftir pláguna síðari. Lögbýlum fækkar varanlega um 8-9%, og um skeið á 15. öld virðast allt að 35% lögbýla á einstökum svæðurn leggjast í auðn. Höfuðból lögðust hins vegar ekki í auðn í jafn miklum mæli og ekki dró úr rekstri á þeirn. Tilvísanir 1 Ritgerð Björns er óútgefin, en er til sem fjölrit á Háskólabókasafni, Björn Teitsson, „Bosetning i Suður-Þingeyjarsýsla 1300-1600“ (Reykjavík, 1978). 2 Arni Daníel Júlíusson, Betider i pestens tid. Landbrng, godsdrift og social konjlikt i sen- middelalderens islandske bondesamfund. Ph.d. ritgerð við Kaupmannahafnarháskóla 1996. 3 Islenskt fornbréfasafn sem hefir inni að lialda bréf og gjörnínga, dóma og máldaga, og aðrar skrár cr sncrta Island eða islenska menn IV (Kaupmannahöfn, 1857-1972), bls. 683 og áfram. 4 Islensktfornbréfasafn IV, bls. 154. 5 íslensktfornbréfasafti III, bls. 324. ^ íslensktfornbréfasafnV, bls. 160-162. 7 IslensktfornbréfasafnV, bls. 35-44. 8 íslensktfornbréfasafn III, bls. 407-411. 9 íslcnskt fornbréfasafti IV, bls. 464—468,510-514. 10 Skv. Birni Lárussyni, The Old Icelandic Lattd Registers (Lundi, 1967). 11 íslenskt fornbréfasafn IV, bls. 683-694, 699-702,710-711. - ísletiskt fornbréfasafn'V, bls. 35-44. 12 Heimildir um ýmsar hjáleigur í heimildum 14. aldar eru teknar saman í töflu 3.8. í Bonder i pestens tid. 13 Sjá t.d. Ögmundur Helgason, „Bæjarnöfn og byggð á Hryggjadal ogVíðidal í Skagafjarðarsýslu." Saga VII (1969).- Guðrún Sveinbjarnardóttir, FarmAbandon- ment iti MedievaI and Post-Medieval Iceland.Att Intcrdisciplinary Study (Oxford, 1992). 14 Sjá umfjöllun á bls. 89-94 í Bondcr i pestens tid. 15 íslenskt fornbréfasaftt IV, bls. 700-702. - ísletiskt forttbréfasafti IX, bls. 320-321. - ís- lensktfornbréfasafn XII, bls. 141. 16 Sjá töflu 4.10 og appendiks 6 í Bottder i pestens tid. 17 íslenskt fornbréfasafn IV, bls. 382. 18 íslenskt fornbréfasafn IV, bls. 710. 19 Islenskt fornbréfasafttVll, bls. 14 og áfram. 20 íslensktfornbréfasafnVlU, bls. 266-269. 21 íslensktfornbréfasafn IX, bls. 314. 22 íslensktfornbréfasafn IX, bls. 106-107. 23 íslensktfornbréfasafn IV, bls. 39-83. - íslensktfornbréfasafn XII, bls. 650-666. 24 íslenskt forttbréfasafn XIV, bls. 158-159. 25 íslettskt fornbréfasafn XIV, bls. 342 og áfram. 26 íslensktforttbréfasafn XII, bls. 858 og áfram. 27 íslensktforttbréfasafttVU, bls. 559-560. - ísletisktfornbréfasafnVU, bls. 814. - íslenskt fornbréfasafn X, bls. 72. SAGNIR 105
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.