Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 10

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 10
hvergi sá ég Móður Jörð. En þegar við höfum lengi skoðað, scgir hann: — Nu gsir vi til Moder-Jord-parken. Hann hafði þá Iátið gera sérstakan, nýjan garð í landi sínu fyrir þcssa mynd. Ég ætla ekki að Iýsa þakklæti mínu eða tilfinningum, þegar ég kom þarna á björtum morgni og sá ungan málara vera að teikna styttuna. — Ég truflaði hann ckki. — Hvcnær var fyrst ke.vpt af þér mynd? — Þegar ég var í Stokkhólmi, komst það upp, að ég gat skorið í tré og steypt í gips. Þess vcgna fóru ýms- ir arkítektar að fá mig til að vinna fyrir sig. Raunar varð sú vinna, sem ég ]>annig fékk, til þess, að ég gat haldið áfram námi. Nú — ég skreytti Konserthúsið í Stokkhólmi og eitt- hvað fleira. Eina pöntun fékk ég svo í Frakklandi, rétt áður en ég fór heim. Þá gerði ég mynd á minnispening, sem Frakkar létu gera í tilefni af Al- þingishátíðinni. Það fyrsta, scm ég gerði hér heima, var skreyting á Aust- urbæjarbamaskólanum. Það var vel ]>egið. Maður var nú alveg að drep- ast þá. Síðar hef ég skreytt Laugar- nesskcilann og Melaskólann. Svo vann ég í samkeppni um til- lögur að skreytingu Háskólalóðar- innar. Mig hefur lengi dreymt um, að Sæmundur á selnum komist að Há- skólanum. Og ætli það verði ekki end- irinn. Ég er nýbúinn að hlaða hann upp í gips í þriggja metra hæð, svo að það má taka af honum mót, þó að ég verði dauður, og steypa liann í brons. Það er annars rétt, sem Peter Freuchen sagði við mig um Sæmund. Hann á að fara í granít. Ég var kom- inn á frcmsta hlunn með að skrifa honum og biðja hann að útvega mér granítblokk frá Grænlandi, en svo dó liann, blessaður karlinn. Líklega kemst Sæmundur aldrei í granítið. — Hvernig virðist þér liorfa fyrir íslenzkri myndlist nú? — Maður má ekki vera harður í dómum. Við verðum að hafa í huga, hvað þjóðin er fámenn og fátæk. Við eigum enga auðmenn, sem vilja og geta kostað milljónum til ]>ess að standa straum af myndlist. Þess vegna verðum við að sameinast. Rík- ið og bæjarfélög eiga að sjá um, að almenningur eigi kost á að njóta myndlistar. En þetta er kraftaverk. Þetta er ævintýri, að við, þessi 160 þúsund, skulum eiga myndlist. Og við megum ekki vera of bráðlátir. Fólk þarf tíma til að læra að njóta myndlistar. Fólk er svo óvant myndlist, að ]>að má ekki ofbjóða því í byrjun. Ég skal segja þér gott dæmi,. sem mér finnst ciga við um íslendinga nú. Kristján Albertsson sagði mér þá sögu einu sinni í París. Það var norskur bóndi. sem liafði opnað sykurkassa, og í honum var glansmynd af kvenmanni. Bóndinn tók myndina, innrammaði hana og J árnsmiðurinn steinsteypa, 1936. 8 DAGSKRA

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.