Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 31

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 31
fóta sig í tilverunni eða leit Pirand- ellos að sjálfinu eða hinni sönnu ver- und, þegar við viljum gefa hugmynd um vandamál fyrstu eftirstríðskyn- slóðarinnar — en önnur listaverk og ekki síðri, sem voru skrifuð á þessum árum — Heilög Jóhanna Shavvs, Plógurinn og stjörnurnar eftir Séan O’Casey og fleiri. En svo mjög sem expressionisminn þykir einkenna eftirstríðstímann hafa helztu fulltrúar hans þó mikið lært af eldri bókmenntum, fyrst og fremst Strindberg. A hinn bóginn hafa þau ár, sem Bertolt Brecht var í læri hjá þeim, haft sín áhrif að móta „episka“ leiklist og leikritun hans, og Friedrich Diirrenmatt, sá af ungum höfundum á þýzku, sem nú vekur hvað mesta athygli, er vel heima í tækni express- ionistanna og Brechts, hversu ólíkur hann annars er hinum síðarnefnda. Aðra lærisveina getum við fundið í Ameríku, hjá helztu forvígismönnum hins svokallaða „ameríska skóla“, t. d. Tennessee Williams (þar sem kvik- myndirnar og Freud hafa einnig haft sín áhrif). Eða ef við byrjum aðeins fyrr og reynum að rekja þróun frá nýróman- tík og symbólisma, þá er t. d. auð- velt að finna skyldleika með Ijóðræn- um lýsingum írans J. M. Synges og Spánverjans Garcia T,orca á alþýðu- íólki landa sinna. Né heldur er erfitt að finna sameiginleg einkenni með orðsnillingum eins og Frökkunum Jc- an Giraudoux og Paul Claudel og Bretunum T. S. Eliot og Christopher Fry (Maxwell Anderson má kannski fylgja með þarna). Þeir Eliot og Clau- del eiga trúna sameiginlega, en ann- dagskrá ars er afstaða þessara skálda til lífs- ins og efnismeðferð of ólík til þess, að þeim verði skipað í einn flokk. í Bret- landi hafa menn talað um „poetic drama“ og talið Eliot þar höfuðpaur. Enn í dag skrifa menn leikrit, sem uppfylla þær kröfur, sem gerðar voru um piece bien fait eða well made play, hvort sem menn nú fylgja hinni real- istisku erfðavenju, sem svo er kölluð (t. d. Bretinn Rattigan í flestum verk- um sínum eða Eugene O’Neill í De- sire under the Elms eða ítalinn Ugo Betti t. d. í Drottningin og uppreisn- armennirnir) eða höfundur stendur á klassiskum grunni, t. d. Frakkinn Je- an Anouilh, sem hefur Moliére æ meir í augsýn. Epísk leikritun, poetic drama, amer- ískur skóli, þetta eru aðeins fá heiti, við getum bætt við öðrum: experimen- tal theatre (höfundar eins og Jam- es Barrie og J. B. Priestley), sósíal- realismus (sem ríkja mun í Rúss- landi), théatre absurde, verk avant- gardistanna í París á þessum áratug o. fl. Og hér erum við þó aðeins að tala um evrópska erfð og þróun (og ameríska, sem er af sama toga spunn- in), en leiðum hjá okkur að minnast á leikritun ýmissa austurlandaþjóða. sem einnig eiga sér aldagamlar erfð- ir. Og jafnframt eru nýjar álfur farn- ar að láta til sín heyra (sbr. leikrit Astralíumannsins Ray Lawlers, „The Summer of the Seventeenth Doll“, sem þó er nýstárlegra að umhverfi (milieu) og anda en að efni eða formi). Sem sagt blessuð fjölbreytni. Hins vegar varla hægt að segja, að ein stefnan eða tegundin ríki annarri fremur. Að sumu leyti þykir „epísk“ $9

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.