Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 49

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Page 49
Klausturkapella í San-Francisco. Eftir Mario ]. Ciampi, 1956. Áður en lengra er haldið, er ekki úr vegi að rifja upp sögu kirkjubygg- inga í mjög stórum dráttum. Löngu áður en kristin trú festi rætur, höfðu menn þegar reist margs konar byggingar í því skyni að fremja þar helgiathafnir guðum sínum til dýrðar og lofs. Mætti þar nefna m. a. egypzk, grísk og rómversk hof. Jafnvel pýramíd- arnir eru að miklu leyti reistir í trú- arlegum tilgangi, þar sem þeir eru grafhýsi konunganna. Þær leifar, sem fortíðin hefur látið okkur eftir af byggingarlist þessara menningarþjóða, einkum Grikkja og Egypta, eru að langmestu leyti af trú- arlegum rótum runnar. Þar er líka að finna undirstöður evrópskrar byggingarlistar allt frá fyrstu tímum fram á okkar dag. Fyrstu kristnu söfnuðirnir í Róm urðu að láta sér nægja neðanjarðar- grafhýsi til að halda J)ar guðsþjón- ustur á laun. Síðar, eða á 4. öld e. Kr., þegar kristin trú var lögleidd í Rómaveldi, hófust menn handa um kirkjubygg- ingar fyrir alvöru og skapast í fyrstu D A G S K R Á sá stíll, sem kenndur er við frum- kristni. Fyrirmyndir að fyrstu kirkj- unum voru sóttar í hofin, fundahús- in og jafnvel kauphallir og markaði. Byggingarlagið var í stórum dráttum hið sama, hátt ris í miðju og lægri hliðargangar til beggja handa með hallandi þaki út á við. Upp úr þessu sprettur síðan hinn rómanski stíll. Þróun hans stóð yfir um margar aldir, en telja má hann vera fullmótaðan um árið 800, og blómaskeið hans í Vestur-Evrópu er talið vera á 11. og í byrjun 12. aldar. Margvísleg afbrigði eru til af þess- um stíl, þótt ættarmótið sé ávallt sterkt. í allflestum Evrópulöndum, eink- um þó á Frakklandi og Ítalíu, eru til kirkjur í rómönskum stíl, sem hafa varðveitzt einkar vel. Rekja má einn- ig slóð þessa stíls allt austur fyrir botn Miðjarðarhafs eftir leiðum kross- ferðanna. Gotneski stíllinn er upprunninn í Frakklandi á 12. öld, eða nánar til- tekið árið 1140, er hafizt var handa um endurbyggingu á grafarkapellu Frakklandskonunga í St. Denis 47

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.