Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 57

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 57
Þórhallur Þorgilsson: Albert Camus og Sísýfosar- goðsögnin Albert Camus er fæddur 7. nóvem- ber 1913 í Mondovi, einni af þessum borgum í Alsír, sem risið hafa og dafn- að fyrir atorku hinna frönsku íbúa og eru tengdar móðurlandinu svo sterk- um ættarböndum, að þær virðast jafnvel franskari en Marseille. Faðir hans var ættaður frá Elsass, stundaði handverk og algenga sveita- vinnu, hann féll í fyrri Marne-orrust- unni. Móðirin, spænsk að þjóðemi, sá fjölskyldunni farborða með því að taka að sér þá vinnu, sem til féll. Camus varð líka sjálfur í uppvext- inum að hjálpa til við öflun tekna handa heimilinu og stundaði hann ýmiskonar daglauna- og íhlaupastörf jafnframt skólanámi, einnig á há- skólaárunum. Honum verður annars tíðrætt um kynni sin af fátæktinni, sem aldrei mun þó hafa verið tiltak- anlega sár, og Sartre, sem einu sinni var vinur hans mikill, telur hann ekki hafa af neinu að státa í því sam- bandi: — Það má vera, að þér hafið ver- ið fátækur, en þér eruð það ekki leng- ur; nú erað þér burgeis, eins og við DAGSKRÁ hinir . . . Og fátæktin hefur ekki falið yður neitt sérstakt umboð . . . Erfiðisvinnan hafði síður en svo lamandi áhrif á námsþrek hans, þvert á móti átti hann starfsorku aflögu til kappsamrar þátttöku í íþróttalífi stúdenta eftir að hann settist í há- skólann í Algeirsborg, þar sem hon- um sóttist greiðlega námið. Einn kennara hans í heimspekideildinni var Jean Grenier, maður, sem að veru- legu leyti mótaði skoðanir hans og glæddi hjá honum áhuga og aðdáun á öndvegisritum forngrískra bók- menta. Ritgerð hans til meistara- prófs fjallaði um heilagan Ágústínus og Plótínus hinn nýplatónska og kenningar, sem ollu mestu róti í huga hans. Um þær mundir háði hann aðra baráttu. Hann var þungt hald- inn af berklum um skeið, en hefur tekist að vinna bug á þeim sjúk- dómi. — Eg er ekki snefill af heimspek- ingi, segir Camus, mér er aðeins hug- leikið að vita, hvernig manni ber að lifa lífinu. Hann leggur sem sé áherslu á, að siðræn sjónarmið skipti meira 55

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.