Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 70

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Side 70
mönnum hlaut aÖ vera hin mesta forvitni á að kynnast frá fyrstu hendi, þar sem öllum er kunnugt, að Sveinn Björnsson var um lang- an aldur einn af fyrirmönnum íslenzku þjóð- arinnar og síðustu árin forseti íslenzka lýð- veldisins, hinn fyrsti í þeim sessi. Minningar Sveins Björnssonar hlutu að bregða ljósi á margt í sögu landsins á því örlagaríka tíma- bili, sem var starfsdagur hans. En auk þeirra mikilvægu starfa, sem Sveinn Björnsson gegndi í opinberu lífi, var hann eftirminni- legur maður, sem þeir, er til þekktu, minnast með virðingu. Nú eru Endurminningar Sveins Björnsson- ar komnar út og valda þeim vonbrigðum ein- um, að þær ná ekki nema fram að þeim tíma, er hann varð ríkisstjóti í öndverða heimsstyrjöld. Hér vantar því minningar frá öllu ríkisstjóra- og forsetatímabili Sveins Björnssonar, sem var merkilegasta tímabilið í ævi hans, sögulega séð. Þetta er mikill skaði, en ekki tjáir að deila við dómarann, Sveini forseta entist ekki aldur til þess að ljúka minn- ingum sínum. Hann hafði meira að segja ekki lagt síðustu hönd á þann hluta, sem nú er birtur í þessari bók. Þar er farið eftir upp- kasti, sem forseti hafði lagt fyrir, að ekki mætti prenta eins og það var frá hans hendi. Sigurður Nordal prófessor, sem hefur séð um útgáfu bókarinnar, gerir í eftirmála grein fyrir handritinu og tilhögun útgáfunnar. Ráðlegt er að kynna sér vel þennan eftirmála, áður en minningarnar eru lesnar, því að þar er að finna margan fróðleik um handritið, hvernig það var úr garði gert og hvernig um það fjallað í útgáfunni, og margar eru þar at- huganir cg athugasemdir Nordals, sem gagn- legar eru til undirbúnings lestrinum. Þessi eft- irmáli Nordals hefur einnig þann kost eða galla fyrir ritdómara, að hann tekur að miklu lcyti af honum ómakið. Eftirmálinn er sjálf- ur skarplegur og hnitmiðaður dómur um gildi bókarinnar og þarf engu að hagga, sem þar stendur, og í rauninni fáu við að bæta, sem máli skiptir í stuttum ritdómi. Það var fyrir allra hluta sakir vel ráðið að fela Sigurði Nor- dal að sjá um útgáfuna á minningum Sveins Björnssonar, fyrirrennara síns sem sendi- herra í Kaupmannahöfn. Endurminningar Sveins Björnssonar eru meðal hinna merkustu íslenzkra minninga- bóka, og er þar þó um auðugan garð að gresja. Hin fyrsta ganga Islendinga sem sjálf- 68 stæðrar þjóðar birtist lesandanum ljóslifandi og persónulega, því að Sveinn Björnsson var um langan aldur raunverulega eini fulltrúi hennar út á við, og hann kom fram fyrir hennar hönd í hinum mikilvægustu málum. Minningar hans frá þessum árum, kynni af fjölmörgum mönn- um utanlands og innan og erindisrekstur hans allur fyrir hið unga íslenzka ríki víða um lönd, verða áreiðanlega drjúg heimild til skilnings á íslenzkri sjálfstæðisbaráttu og sjálfsbjargar- viðleitni. I þessu er fólgið hið mesta gildi minninganna. Þegar seinni menn fara að skrá söguna um þetta eftir ópersónulegum embætt- isbréfum cg orðsendingum í stjórnarráðs- skjalasöfnum, verðum þeim ómetanlegt að geta hitt Svein Björnsson að máli í minning- um hans og sótt þangað neista til að gæða söguna lífi. Og þeir munu fagna því, að skrúð- mælgi og tilgerð er ekki til í frásögninni, heldur er hún öll hversdagslega notaleg og blátt áfram, svo að maður finnur, að ekki er verið að skrifa sér til lofs og dýrðar eða til að geta sér einkunn sem rithöfundur, heldur til þess að rifja upp af hreinskilni og hlutlægni það sem í minninu geymist frá löngum og góðum starfsdegi. Með vilja segi ég starfs- degi, því að minningar þessar eru áberandi mikið bundnar við starf Sveins Björnssonar, en ekki um einkalíf hans, andlegan þroskaferil, áhugamál eða lífsskoðun. Eflaust má skilja þetta svo, að hér komi til mat forseta sjálfs á því, hvað sér væri skyldast að festa á blað, skyldast sem embættismanni þjóðarinnar. Fyr- ir bragðið eru persónuleg kynni lesandans af Sveini Björnssyni sem manni ekki mjög náin. Mér finnst ég sjái Svein Björnsson í þessari bók eins cg ég sá hann í eigin persónu: Mann í hárri stöðu, alúðlegan og viðtalsgóðan, en ekki mjög nærri, í fjarlægð sem hæfði. Sveinn Björnsson var fæddur og uppalinn í Reykjavík, fór ungur í skóla og gerðist lög- fræðingur og lét um tíma mikið til sín taka á ýmsum sviðum stjórnmála og félagsmála, unz hann var kallaður til þjónustu fyrir ríkið í hverja stöðuna annarri hærri. Meðal ís- lenzkra höfunda minningabóka og sjálfsævi- sagna er hann einn hinna fáu, sem ekki voru sveitamenn að uppruna og bjuggu við hina gömlu, grónu sveitamenningu sem óbreyttir alþýðumenn eða embættismenn í sveit. Æsku- minningar hans eru frá Reykjavík á landshöfð- ingjatímabilinu — og þær eru veigamikill þátt- ur bókar hans — en ekki um hjásetur, torfbæi DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.