Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 80

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Síða 80
langt viðtal við hann, þar sem tveir röskir piltar voru látnir spyrja hann í kapp, hvemig hann hefði farið að því að verða svona gott skáld. Og sannast sagna virðist Matthías Johann- essen ekki vera verra skáld en mörg önnur, sem komið hafa fram á sjónarsviðið síðasta áratuginn. Sennilegt er jafnvel, að það hafi verið lestur hugarfóstra þeirra ásamt loflegum dómum um þau, sem mestu hafi valdið um útkomu þessarar þókar, — og það eru lofs- yrðin um bók þessa unga höfundar, fremur en hún sjálf, sem gefa tilefnið til eftirfarandi athugunar á skáldskapnum. Matthías Johannessen yrkir jöfnum höndum í hefðbundnu og lausu formi, og skulum við fyrst líta á nokkur hinna helztu órímuðu ljóða hans. HÖRPUSLÁTTUR. — Þar er „þrá sem var eins saklaus og stjarna yfir Betlehem.“ — Hversu sek er þá stjarna yfir Stykkishólmi? ÞÖGNIN VAR EINA SVARIÐ. — Kvæð- ið upphefst á þessum orðum: „Skuggi eru dagar okkar á jörðinni —I framhaldinu bið- ur höfundur kvenveru í fiðrildislíki að koma og sjúga lífið úr æðum sínum, drekka af lind- inni, sem himininn speglar í augum hans, svo hann geti kysst það (fiðrildið), áður en það deyr. Klykkir svo út yrkinguna um hina fiðrildiskenndu veru með þessari upprifjun: „Þú horfðir á mig ung og sterk eins og heiða- gæs.“ — Eitthvað var það sem sagt með vængi. KVÖLDMÁLTÍÐ (Paul la Cour — til skýr- ingar) — „Ströng lotning er í svip þeirra" (lærisveinanna væntanlega), segir skáldið. En hvernig er svo ,;ströng“ lotning? Vonandi ekki uppgerð? — „Á borðinu er hvítur skínandi dúkur. Bak við hann, óskiljanlegur í nekt mannsins, Kristur.“ — Er það í nekt manns- ins, sem Kristur er öðru fremur óskiljanleg- ur? — Er það í ríkidæmi mannsins, sem hann er auðskilinn? BLÓM í JÚNÍ. í því kvæði upphefst mik- ið hjal um brjóst og barma, en þeirra lík- amsparta er getið samtals 19 sinnum í þessu kveri við mismunandi skilyrði. Þar segir með- al annars: •— „tryllt hafið dansaði í djúpum augum og stinnum brjóstum, sem opnuðu sig móti heitum titrandi höndum eins og blóm í júní.“ Sko — engan dósahníf. JÓHANN SIGURJÓNSSON. Það kvæði fjallar um Ib, konu góðskáldsins, og segir frá því, hversu hún „þrýsti að þungu brjósti er- lent skáld og kyssti.“ DANS. Þar er brjóstamálunum framhaldið með svofelldum orðum: „Hungruð augu sem gleyptu andlit þitt, þegar þú teygðir jram barni- inn í leit að þyrstum vörum . . . mjúk og stinn eins og mjaðarjurt, flöt og hál eins og lúða ... þegar ég kom til þín með svarta sorg í hjarta cg heita þrá í hendi . . . Og ég dansaði inn ! þig, inn í brjóst þín.“ SVÖRT MOLD. — Þar knýr höfundur enn áfram kynóra sína: — „horfði aðeins á þig heitum augum, jór höndum um brjóst þín sem teygðu sig út- í líjið eins og blóm við Frakkastíg . . . Eg spurði þig aldrei hvers vegna, horfði aðeins á þig daufum augum, fór höndum um lífið sem beið mín og teygði sig upp úr moldinni eins og hvítt blóm sem þráði hendur mínar og varir —.“ ÁST, — rímað ljóð: „Tvö titrandi brjóst sem bíða hendur sem mætast í myrkri munn- ur sem leitar þín tvö titrandi brjóst hendur sem halda þeim föstum unz himinn- inn kemur til mín.“ — Það er sem sagt það. Og síðan áfram rímuðu kvæðin: . GAMALT LJÓÐ: — „Ó hve jafnan indælt er að eiga litla drauminn sinn næturstund með sjálfum sér, sjálfum sér hjá þér.“ — Létt vers um ágæti þess að vera með sjálfum sér i,g öðrum yfirleitt. HJÁ ÁSMUNDI. Þar segist höfundur hafa numið að fegurðin leynist þar sem jeigðin ríki, og virðast stuðlarnir ráða þeirri niður- stöðu. Einnig segir frá því, að feigðin —- eða fegurðin — sái frækorni í lófa höfundar, og sjá: „það vex og dafnar, dreymir um dag sem kemur nýr og geymir í þöglum augum þína mynd.“ — Ekki verður það ljóst, hvort heldur það er dagurinn, sem geymir myndina vegna þess að fræið dreymir, eða hvort fræið dreymir beinlínis til þess að dagurinn geti geymt myndina — rímsins vegna. — En það skiptir kannske ekki máli hvort er. LINDITRÉÐ HJÁ GARÐI. Þar breyttu gamlar greinar gulum svip, og þar af leiðandi var það I þreyttu hjarta, sem endurreisnar- skáldin áttu ljóð. Þau ljóð skildu fáir að sögn höfundar, og sú hryggilega niðurstaða veldur þeirri furðu í annari ljóðlínu síðara erindis, að „ . .. heitur ilmur hlœr við greenni spildu." HUGSAÐ TIL HERRA JÓNS GERREKS- SONAR. — Það dæmi skulum við taka síðast, enda hefur verið nefndur meira en fjórðungur 78 DAGS KR A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.