Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 5

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 5
I Betra er berfœttum en bókarlausum að vera Þetta máltæki hafa íslendingar oft tekið sér í munn. Gildi þess að hafa aðgang að bókmn er þar sett ofar lífsþægindum, — jafn- vel talið meira vert en að hafa á fæturna. Allt er hægt að færa í öfgar, en íslendingar geta af reynslu talað í þessum efnum. Mörg eru þess dæmi, að bóndakonur bundu sokka og skó barna sinna, smalanna, í böggla og sögðu þeim að vera berfættum í hjásetunni svo lengi sem þau þyldu, til þess að spara plöggin, en stungu samtímis bókarkorni í barm þeirra, svo að þau læsu, lærðu og befðu um eitthvað að liugsa í einverunni yfir ánum úti um víðavang og uppi á beiðum. Islenzka þjóðin var öldum saman líkamlega köld og snauð, en bélt í sér andlegu lífi og liita með því að iðka það, sem til bóka heyrir: yrkja, rita, lesa, læra, segja frá. En þetta var ekki megin- styrkur liennar aðeins gegn fátæktinni, beldur í öllum erfiðleik- um. Matthías Jocbumsson segir: Sturla kvað yfir styrjar-bjarli, Snorri sjálfur á feigðar-þorra; ljóð frá auði lyfti Lofti, Lilja spratt í villi-Kyljuin. Arason mót exi sneri andans sterka vígabrandi, Hallgrímur kvað í heljarnauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.