Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 8

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 8
6 FÉLAGSBRÉF ömmu minnar gömlu, sem var búin að kenna mér ótal vísur úr fornöld áður en ég lærði að lesa“. Ennfremur sagði hann þá: „Það er skáldi mikið hamingjulán að vera borinn og barn- fæddur í landi þar sem þjóðin liefur verið gagnsýrð af anda skáldskapar um aldaraðir og ræður fyrir miklum bókmennta- auði frá fornu fari“. Allri íslenzku þjóðinni hefur verið það mikið hamingjulán, að hún hefur átt bókmenntaauð, Sá auður liefur verið miklu dýr- mætari en ella, af því að hann liefur verið almenningseign. Út- hlutun lians til barnanna var löngum hafin áður en þau lærðu sjálf að lesa. Um það sáu ömmurnar og aðrir þeirra líkar. Tímarnir eru breyttir og nýir liættir sækja fast á með miklar skemmtanir, ómenningarbækur og blöð af sama toga. Að þessu leyti er sem við séum í umsetinni borg. Þá er ráð að grípa til þess bezta, er við eigum, eins og unga stúlkan í Leningrad gerði. Þjóðin verður að gera sér grein fyrir því, hvað hún á dýrmæt- ast í fari sínu, leggja alúð við að vernda það, og efla með því áfram lífsmátt sinn og hamingjulán. Hún má ekki kasta arfi sín- um fyrir borð: bókmenntaauðnum og bókmenntaáhuganum, sem um aldaraðir liafa verið liennar sigurvopn. Ef liún gerði það, yrði hún í raun og veru snauðari en meðan börn hennar gengu berfætt, — og borg liennar yrði auðunnin. Almenna bókafélagið er stofnað til þess að lijálpa íslending- um til að gæta arfsins og ávaxta liann. Önnur félög, sem keppa að liinu sama, geta að sjálfsögðu einn- ig haft eftir sem áður fullkomin verkefni hjá okkar bókelsku þjóð. Þátttakan í Almenna bókafélaginu er svo mikil, að lnin sannar greinilega tilverurétt þess. Félagar í því eru nú þegar orðnir um sex þúsundir.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.