Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 27

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 27
FÉLAGSBRÉF 25 vefur. Ja, þeim þýðir a. m. k. ekki að koma til mín framar, ég er frjáls í eitt skipti fyrir öll. Mér þótti þetta drengilega mælt og vænti þess, að þruman úr heið- ríkjunni yfir Kreml liafi slík áhrif á fleiri. Með ölluin sínum dauða- dómum yfir kommúnistum í nafni kommúnismans og nú með dómin- um yfir Stalin dauðum hefur kommúnisminn dæmt sjálfan sig til dauða. VIII. Og þar með geta vestrænir menntamenn hallað sér aftur í liægindum sínum, etið sinn mat, sopið sitt vín, sofið sínum réttláta svefni, notið þess hlutskiptis, sem þeim tekst að krækja í sólarmegin í liinni póli- tísku tilveru, án þess að hafa sig í neinni hættu, án verulega þungbærrar ábyrgðar á því, livemig veröldin veltist, úr því að gerzka ævintýrið er orðið tröllasaga, og án áhyggju af ýmsum liraparlegum misfellum á stjórnarháttum og dómsmálum sumra vestlægra forustuþjóða? Það má vel vera, að einhverjir liugsi svo. En ekki myndi það spilla heilsufari þeirra, a. m. k. ekki til frambúðar, þótt þeir hugleiddu nokkru gerr þau tákn, sem birzt liafa á himni stjórnmálanna á þessari öld. Kommúnisminn hefur ekki dottið ofan yfir mannkynið eins og loftsteinn utan úr geimnum. Hann er fæddur úr skauti þessarar álfu, hann er afkvæmi evrópskrar hugsunar og félagshátta. Þó að Rúss- land væri sokkið og liver einasti kommúnisti sprunginn í loft upp og öll þeirra rit komin undir pottinn hjá Kölska, þá myndi kommúnisminn eðlast aftur úr þeirri jörð, sem geymir fræ hans eftir sem áður — eða einhver umskiptingur hans sízt betri. Það er fjarska litlátalítið að standa á torgum og gatnamótum á þess- um lengdargráðum hnattarins og fussa og sveia í austurveg eða tuldra með tilburðum Fariseans: Guð, við þökkum þér, að við erum ekki svona og liöfum aldrei ánetjast kommúnisma, liöfum ekki einu sinni verið kallaðir kommúnistar af frómum meðbræðrum, sem var í nöp við okkur. Þetta er útlátalítið, enda ekki ábatasamt fyrir þjóð eða mannkyn. Líklega er komið yfrið nóg af fordæmingum á þessari öld, geipan yfir nazistum, hannfæringum á kommúnistum, bölbænum yfir auðvaldssinnum og stríðsæsingamönnum, meira en nóg, vegna þess að orðin voru of oft innantóm, enginn siðferðislegur veigur á bak við, aðeins áróðurslineigð, en engin samvizka. Hið hvíta mannkyn ber allt ábyrgð á því, sem gerzt hefur, það er

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.