Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 25
FÉLAGSBRÉF 23 kommúnísk samtök ala og magna blekkinguna? Vér vituin, að í Þýzka- landi nazismans eignaðist sannleikurinn um rangsleitnina og óhæfu- verkin ýmsa píslarvotta, m. a. marga kommúnista —• og ekki var blóð þeirra og minning þungt á vogum í ICreml 31. ágúst 1939. Kommúnist- ar liafa verið alls ódeigir í baráttu sinni í auðvaldsríkjunum og allt annað en kvalráðir. En livar liefur liinn stóri og sterki kommúnista- flokkur Rússlands verið í öll þessi ár? Hvernig liefur verið unnt að þegja um þetta, já hylma yfir það, verja það, vegsama það, tilbiðja það •— og heimta af öllum jábræðrum um alla jörð að gera slíkt liið sama? Reynum að afsaka það, að allt liið ágæta, kommúníska foringjalið Rússaveldis liafi ekki átt neinn, er treystist til þess að lireyfa opinber- um andmælum gegn skriðdýrslegri foringjadýrkun og ólieyrilegum rétt- arglæpum. Segjum, að þeim hafi verið nauðugur einn kostur að þegja og bíða átekta, bíða þess, að Stalin liyrfi — ótrúlegt raunar, að það skyldi þurfa að líða svona langur tími frá andláti lians þar til þeir öðluðust kjarkinn og ofurmagn persónu hans rann af þeiin, en látum það vera. Þá hlasir við önnur gáta. Mikill fjöldi kommúnista hvað- anæva að úr heiminum liafa sótt til liirðar Stalins til þess að kynna sér framkvæmd sósíalismans í hinu mikla ríki alþýðunnar og sækja sér leiðbeiningar og fyrirmyndir. Þeir liafa yfirleitt komið aftur með fullfermi lofsyrða um Stalin og allt, sem gerðist undir krúnu lians. Gat ekki einliver þeirra dánumanna, sem nú liafa talað og vitnað, einhver úr innri liringum flokksforustunnar, livíslað eða látið hvísla í eyra liinna grunlausu gesta, hinna einlægu hugsjónamanna af fjar- lægum löndum, sannleikanum, eða broti af sannleikanum ? Hefði það ekki verið drengskapur að segja þeirn á laun sem svo: Þetta er blekk- ing, góði. Maðurinn í sæti Lenins er ekki neitt nálægt því að vera ímynd hinnar liáu hugsjónar og það er margt, sem viðgengst undir veldis- sprota hans, sem lilýtur að vekja viðbjóð og reiði alls heiðarlegs fólks. Þér skuluð ekki færa þetta í hámæli, þegar lieim kemur, vér neyð- umst til þess að bíða átekta, því að böðullinn liefur allt vort ráð í liendi sér og ef hann yrði þess var, að slíkt sem þetta síaðist út héðan, þá myndi af því leiða ægilegasta blóðbað. En það lilýtur að líða að því, að dauðinn miskunni hugsjón mannkvnsins og varpi Jósep fyrir ætt- ernisstapa og erum vér þá lausir allir og megum mæla að vild vorri og innræti. En geymið þetta með yður, góðir félagar, og fyrir alla muni látið yður hægt um Stalin, setjið ekki kommúnistaflokkana í þann gapastokk að innprenta þeim hlekkingu, sem fvrr eða síðar hlýt-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.