Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 12

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 12
10 FÉLAGSBRÉF Að fengnum þessum vitnisburði vil ég að sinni liverfa liér frá og biðja áheyrendur að skreppa með mér í lítinn, sögulegan leiðangur. II. Venja er að telja nýaldir liefjast og miðöldum ljúka með skeiði því, 6em söguritarar liafa kennt við endurfæðingu, renaissance. Skeið- ið er alllangt og ekki glögglega afmarkað (15.—16. öld). En á þessum tíma byrja að myndast livörf í lífsviðliorfi, hægfara en gagnger, og þar verða upptök sumra þeirra örlagastrauma, sem sterkastir eru í vorri samtíð. Þá er sú skoðun fyrst flutt (síðan í fornöld) af fáum fyrst,enhún hefur breiðst út, að lífið á jörð sé mannsins eina líf, mark lians og mið liljóti því að vera það að neyta þessa eina lífsfæris með sem mest- um ábata fyrir sjálfan sig. Þá fæðist hugsjónin um regnum liominis, ríki mannsins, — ríkið, sem stefnir að sem mestri jarðneskri lífsnautn —, og þeirri hugsjón er teflt gegn hugsjón miðaldanna um regnum Dei, ríkið, sem stefnir að því, að vilji Guðs verði svo á jörðu sem á liimni. Einn hinna gáfuðu, ítölsku glæsimenna þessa tímabils tók sér fyrir hendur að rita handbók í pólitískri siðfræði. Sá maður hét Macchia- velli og var frá Flórens. Bókina reit liann 1513, hún heitir II principe, Þjóðhöfðinginn eða Foringinn, og er, að því er liöf. segir, laandbók handa þeim manni, sem vill ná völdum og halda þeim og beita þeim að eigin vild og án tillits til annars. Það var ein af grundvallarhugmyndum miðaldanna, og er grundvall- aratriði í kristinni trú, að ríki, ríkisvald, sé ekki markmið í sjálfu sér, hvers konar vald sé því aðeins réttlætanlegt, að það liafi sanna vel- ferð mannsins fyrir augum. Hér kemur fram sú liugmynd grímulaus og er reifuð og rökstudd, að ríkisvald sé markmið í sjálfu sér og lúti engu öðru en eigin lífsnauðsyn. Stjórnmál eru stjórnmál, þ. e. þau eru á sviði sér, öllu óliáð, liafin yfir öll siðalög. Að þarflausu skal stjórn- málamaður ekki brjóta í bága við velsæmi, drengskap og dyggð, enda kann honum stundum að vera liagur í því að lialda orð sín, virða rétt- indi, gera heldur betur en verr, en engu skiptir slíkt á vettvangi stjórn- málanna, því að leikreglur þeirra eru hafnar yfir gott og illt. Vald- liafinn skal ekki gera sér leik að því að ganga í berhögg við trú og siðgæði vegna þess, að ríki er gagnlegt að borgararnir virði hvoru tveSgja5 en sjálft er ríkisvaldið og liandhafi þess engu tilliti liáð til slíkra efna. Ráðin, sem Maccliiavelli gefur þeim manni framtíðarinnar, sem til þess hefur dug og liug að gerast lærisveinn lians, eru skýr og ótvíræð,

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.