Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 20

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 20
18 FÉLAGSBRÉF við nafn Lenins: „Við gönguin með Stalin eins og með Lenin, tölum við Stalin eins og við Lenin, liann þekkir allar okkar smæstu liugar- hræringar, allt sitt líf er hann að hugsa um okkur“ -—- þannig er að orði komizt í einu hinna dásamlegu rússnesku þjóðkvæða .. . öllu voru starfi og allri vorri baráttu stjórnar mesti maður nútímans .. . Jósep Vissarimovitsj Stalin. Hinn vinnandi lýður lands vors og alls lieimsins á eina sameiginlega hugsun, eina ósk, sem kemur frá djúpi lijartans: Að vor mikli, elskaði Stalin megi lifa og starfa í mörg ár“. Nú heitir þetta persónudýrkun. Manndýrkun hefur alltaf verið einn af skuggum kommúnismans, og hvað skulu þeir dýrka, sem ekkert viðurkenna æðra en manninn? En að dýrka manninn er í rauninni að spotta manneskjuna, og það kemur alltaf fram, dylst aldrei til lengdar, manndýrkun er ævinlega annað borð mannfyrirlitningar, þó að það birtist ekki að jafnaði eins bert eins og í ummælum manndýrkandans Nietsches um drottinmennin, lýðurinn er ekki annað en mykja til þess að fita þau, að öðru leyti má djöfullinn og statistikin hafa lýðinn. Trúin á manninn var slagorð margra á síðustu öld og fram eftir þessari — það er ekki marxisminn, sem mótaði það slagorð, en bæði hann og hinn borgaralegi húmanismi, svo og nazisminn, liafa í reynd fært sönnur á það, hve trúin á manninn ein sér er lialdgóð, ef hún er slitin af lífsrót sinni, kristinni guðstrú. Hin átakanlega saga þessárar aldar verður einna átakanlegust, þegar þess er gætt, ■ að öldin hófst undir merkjum liinnar mestu manneðlisbjartsýni, sein sögur fara af: Maðurinn er góður, það eru aðstæðurnar, sem eru vondar, þær þurfa að breytast, ekki maðurinn. Maðurinn er sjálfum sér nógur, hann þarfn- ast engrar æðri hjálpar eða leiðsagnar, ef liann fær að fylgja eðli sínu, er öllu borgið. En af hverju koma misfellurnar, livemig stendur á, að mannfélag góðra manna hefur alltaf verið meira og minna vont? Það lilýtur að vera af því, að einhverjir eru vondir. Útkoman verður löngum sú, að það sé einhver tiltekinn liluti mannfólksins, sem er góður, þ. e. a. s. manneskjan með sjálfri sér. Að skoðun nazista var það hið aríska kyn, sér í lagi þýzkt. Að skoðun kommúnista er það öreigastéttin, eða hinn stéttvísi kjarni hennar, byltingarforustan. En saga beggja þessara lireyf- inga sýnir, að tortryggnin og mannhatrið fylgir manneðlisrómantíkinni og manntrúnni, eins og uppþemba og iðraverkir fylgja óliollu æti. Innri saga þessara flokka liefur verið allra stríð gegn öllum, enginn virðist öðrum tryggur né hugsjóninni trúr, öllum virðist allt það ætl- anda, sem verst verður fundið í mannlegu eðli og fari.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.