Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 29

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 29
FÉLAGSBRÉF 27 legi grunnur að gliðna, þegar allir eru orðnir uppgefnir á stórum orð- um, háreysti og illmælgi, þegar grunsemdir magnast um spillingu bak við tjöldin, þá er farið að lirópa á hinn sterka mann, hinn sterka flokk, hið öfluga ríkisvald og alræðið er komið áður en varir. Vér, vestrænir menntamenn, höfum ekki fína, heimspekilega efnis- hyggju að lífsskoðun — að frátöldum þessum úldnu rytjum, sem eftir eru af þunnildum Haeckels og Brandesar frá því um aldamót. En vér höfum aðra efnisliyggju að lífsgrundvelli, trúna á tæknina, þægindin, peninginn — trúna á Mammon, eins og liún heitir frá fornu fari sú efnisliyggja, sem elzt er og rótgrónust og vér höfum sannarlega ekki svikið í tryggðum né brugðizt. Blessað er hugsanafrelsið, en til hvers notum vér það, liáttvirtir menntamenn? Gott er það og blessað að vera ekki kúgaður til þess að lúta slíkum Molok sem Stalin, en livaða guði lútum vér og livernig hlýðnumst vér honum. Það er ekki nóg að hlakka yfir falli Stalins, og vér keppum aldrei til úrslita við kommúnismann með því að níða hann. Hitt skiptir öllu, livort vér reynumst kommúnistum fremri í réttsýni, fórnfýsi, jákvæð- um eldmóði, drengilegri viðleitni til þess að móta og varðveita lieil- hrigða stjórnar- og þjóðfélagsháttu.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.