Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 11

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 11
FÉLAGSBRÉF 9 staðfest beinlínis og óbeinlínis bölsýnustu grunsemdir um stjórnarfar í ríkjuin kommúnismans. Uppliaf þessara tíðinda var það, að austur í Kreml í liópi fárra út- valdra var loksins tjáð uppliátt sú vitneskja þeirra, er gerst máttu vita, að dáður og dásamaður fyrirliði og yfirbjóðandi liinna kommúnísku ríkja, Jósep Stalin, hefði um lengstan aldur stjórnarferils síns verið dæmafár fantur og morðingi og sterkustu þættirnir í skapgerð lians samtvinnaðir af tveimur togum, ofurmennskuórum og ofsóknaræði. Kreml var um daga hans lönguin heimkynni ógna og skelfinga, þar sem enginn var óhultur fyrir neinum og liver mátti vænta síns aldurtila hverja andrá vegna misþóknunar einvaldans. Krústjoff kvað liafa tár- ast, þegar hann lýsti því, hvernig liandgengnustu gæðingar Stalins, svo sem hann sjálfur og aðrir liæstvirtir, liefðu lifað í stöðugri angist, þar sem þeir vissu, að ekki aðeins þeir, lieldur og skyldulið þeirra, voru að heita með snöruna um hálsinn og enginn gat vitað livenær, né af hvaða tilefni stálgoðið kynni að kippa í og herða að. Var svo rammt að þessu kveðið, að því er Krústjoff hermdi, að aldrei máttu þeir ugg- lausir vera um það, er þeir héldu heim að loknu dagsverki sínu í Kreml, að f jölskyldur þeirra væru heilar á liúfi heima og ekki komnar í tukthús, í útlegð eða lireinlega yfir um, að boði Stalins. Þessi sannleikur um Stalin var látinn síast út með mestu liægð, en síðan rak ein uppljóstunin aðra, eins og kunnugt er, og skal ég ekki fara mörgum orðum um þá sögu, skal aðeins láta nægja að vitna í það íslenzkt dagblað, sem ólíklegast er til þess að halla á aðila í þessu máli, en það er Þjóðviljinn. Þar segir í forustugrein 7. apríl s. 1.: „Ráðamenn í Sovétríkjunum og nokkrum alþýðuríkjanna liafa lýst yfir að þar í löndum liafi um skeið viðgengizt mjög alvarlegt ástand í réttarfarsmálum. Saklausir menn hafi verið teknir liöndum, þeir hafi verið ákærðir gegn betri vitund með upplognum sakargiftum og fölsuðum gögnum, sumir þeirra hafi á einlivern óskiljanlegan hátt verið knúnir til að játa á sig afbrot sem þeir liöfðu aldrei framið. Sum- ir þessir menn voru teknir af lífi, aðrir settir í fangelsi. Ráðamenn í þessum löndum játa þannig, að þar hafi verið framin hin herfilegustu glæpaverk, sem liljóta að vekja viðbjóð og reiði heið- arlegs fólks um heim allan“. Þetta segir Þjóðviljinn og er orðalagi injög í lióf stillt, en þó er út frá þessum vitnisburði einum óhætt að fullyrða, að hér blasir við einn sá kapituli í síðari alda.sögu livítra manna, sem þar skyldi sízt.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.