Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 13

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 13
FELAGSBRÉF 11 og enginn hinna ræmdari stjórnmálaskörunga liðinna alda hefur látið undir liöfuð leggjast að kynna sér þau vandlega, flestir hafa eitthvað af lionum Jært og sumir mikið, þótt engir liafi viljað játa liann sem meistara sinn. Hér eru fáeinar leiðbeiningar Macchiavellis: Sá, sem ætlar sér mikinn hlut í stjórnmálum, má ekki skirrast við að beita hvers konar ráðum til þess að ná völdum og halda þeim. Stór- xæðin muna einlægt mestu og skal jafnan fara skemmstu leið að marki, þótt liún sé vörðuð verstu verkum á siðgæðislegan kvarða. Rómúlus drap bróður sinn og gerði þá rétt á pólitíska vísu, „árangurinn rétt- lætir liann“. Foringinn verður að drepa sérhvern Brútus, og ef liann ætlar sér að reisa vald sitt á traustum grunni, er hyggilegast fyrir liann að drepa syni Brútusar líka. Þessi starfsregla nær ekki aðeins til and- stæðinga, sem sjálfsagt er að útrvma, liún nær engu síður til fylgis- manna, ef atkvæðamenn eru. Einliver einn maður mun að öllum lík- indum hafa staðið einvaldanum næst og stutt liann mest til valda. Sá maður verður að liverfa, öruggast að myrða liann. Því að slíkur maður mundi vera skörungur, ef til vill ástsæll af alþýðu, sem sagt liáska- legur foringjanum. Þegar foringinn er búinn að brjóta sér braut upp í hásætið með öllum tiltækum ráðum, flærð og fólsku, gyllingum og grimmd, þá verður hann, um leið og liann festir sig í sessi, að ryðja sviðið í kringum sig, og þeir eru liættulegastir, sem þekkja hann bezt og aðferðir lians og mest er manntak í. — Þegar valdið er fengið, ber að beita því. Fátækir skulu gerðir ríkir, og ríkir fátækir. Hvarvetna skal korna nýjum mönnum í valdastöður og fordæmi Filippusar Makedoniukonungs er mjög athyglisvert, að reka fólk upp af bústöðum sínum og héraða á milli sem annað búfé. Vandlega skal foringinn yfirvega þau liryðjuverk, sem hann vinnur, og ekki er vert að fremja fólskuverk að nauðsynjalausu. En þegar hann hefur liugsað málið, skal liann vera þunghöggur og mikilvirkur. Bezt or að koma sem mestu af í lotunni, því að þá er ekki tekið eins mikið ■eftir liverju einu. En gæta ber þess að liafa jafnan yfirskyn réttlætis yfir athöfnum sínum og til þess að það megi takast verður að gera andstæðinginn að glæpamanni í augum alþýðu. Þó getur komið fyrir, að drýgja verði augljósa glæpi, og þá er urn að gera að fremja þá sem blygðunarlausast, því að þá verður inngjöfin svo sterk, að tilfinningin deyfist af sjálfu sér. Valdhafinn verður að láta ótta af sér standa, þess vegna verður liann að liafa grimmdarverk sín sem stórmannlegust, þegar hann grípur til þeirra, því að þá verður skelfingin við persónu

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.