Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 6

Félagsbréf - 01.01.1956, Blaðsíða 6
4 FÉLAGSBRÉF Stórmenni andans lögðu til heilagar glóðir, en almenningur hélt þeim við, blés í þær, naut þeirra, hélt sér heitum við þær og fékk þar eld í sínar hlóðir. Rússneski rithöfundurinn Ilja Ehrenburg skrifaði bók um styrjöldina milli Þjóðverja og Rússa. Þar getur hann þess, að hann kom til Leningrad, þegar Þjóðverjar sátu um borgina. Borg- arbúar voru vatnslausir, ljóslausir og eldsneytislausir. Matvæli voru af mjög skornum skammti. Kuldinn var 20—30 stig. And- vana lík lágu víðsvegar úti og inni, af því að mannafla skorti til þess að koma hinum látnu í jörðina. Rithöfundurinn kom aftur til borgarinnar skömmu eftir að Þjóðverjar höfðu verið af höndum reknir. Þá fékk hann lánaða dagbók, sem ung stúlka hafði skrifað meðan borgin var umsetin. Þessi unga stúlka hafði áður en stríðið hófst stundað tónlistar- nám. Nú var hún í fallbyssuverksmiðju. í dagbókinni var stuttorð frásögn um hvern sólarhring, t. d. þetta: 15. marz. Maclia er dáin. Kuldinn í herberginu 25 stig. Matarskammtur minn 125 grömm af brauði. 16. marz. Petrof dáinn. Kuldinn 29 stig. Brauðskammturinn 120 grömm. 18. marz. Kuldinii 25 stig. Eg fór í gegn um bókina Önnu Kareninu um nóttina. 20. marz Alla nóttina var ég með bókina um frú Bovary. 21. marz Þessa nótt naut ég bókarinnar: Lygn streymir Don. Þegar rithöfundurinn skilaði dagbókinni til ungu stúlkunnar, spurði hann: Hvernig gaztu lesið um nætur? Þið höfðuð

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.