Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 45

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 45
GÓÐ LJÓSMYND 305 fram, að einstakar trjágreinar, sem koma inn á myndir, án þess að stofn sjáist, orka tilgerðarlega og illa. Sumir eru haldnir þeirri ástríðu að byggja myndir sínar upp með trjám, hvar sem þeir geta því við komið, fylla auða fleti með einstökum trjágreinum og laufþökum, eða ramma bakgrunninn inn í skógi. Á þessu getur farið vel stöku sinnum, en til lengdar verður það væmið, enda næsta óeðlilegt, þar sem trjágróður er ekki að neinu leyti íslenzkt sérkenni. í forgrunni er einnig algengt að not- ast við menn, t. d. förunauta sína, enda eru menn heppilegir til þess. Þá má staðsetja hvar sem er á myndinni, svo að auðvelt er að fylla með þeim eyðilega fleti, og eins að nota þá sem mótvægi við aðalefni myndarinnar. En þannig er ekki hægt að reka kletta né tré og ekki ævinlega skepnur heldur. Margt fleira vinnst með því að hafa menn að forgrunni. Þeir gefa m. a. stærðarhlutföll til kynna, en þau vill Ijósmyndarinn oft og einatt sýna, ef hann tekur mynd af stóru tré, fossi, jökulsprungu, kletti eða öðru slíku. Þeir auka á dýpt myndarinnar, eink- um ef þeir eru fleiri en einn og stað- settir með nokkuru millibili á mynd- flötinn. Ennfremur leiða þeir athygli myndskoðarans að aðalatriðinu, ef þeir fara vel í myndinni og eru rétt staðsettir. Þeir mega ekki góna á myndasmiðinn, kembdir, stroknir og sætbrosandi. Þeir mega ekki heldur snúa baki að viðfangsefni ljósmyndar- ans. Þeir eiga að horfa á það, vera á leið til þess, eða gefa myndskoðandan- um á annan hátt átyllu til að halda, að hugur þeirra allur beinist að því at- riði, sem ljósmyndarinn vill túlka. Þannig skýrist tilgangur myndarinnar, °g heildarlegri myndsvipur næst. Aft- HELGAFF.l .1. 1943 ur á móti eru menn og skepnur mesti ófögnuður á myndum, ef þau ,,fara illa“, ef þau eru óeðlileg eða trufla á annan hátt heildaráhrif myndarinnar. Þá getur verið betra að hafa alls eng- an forgrunn. Sé maður hins vegar kominn á myndina til óþurftar á ann- að borð, er eina ráðið að klippa hann úr filmunni eða stækka aðeins hluta af myndinni, þannig, að manninum sé sleppt. Við skulum taka dæmi. Ljós- myndarinn er að taka mynd af fossi. Öðrumegin við fossinn er svört berg- brún, sem gott væri að lífga með ein- hverju, t. d. manni, og auk þess gæfi maðurinn stærðarhlutföllin til kynna. Þetta er snjallræði, ef maðurinn stend- ur rétt og dregur athygli myndskoðar- ans að fossinum, en snúi maðurinn annaðhvort að ljósmyndaranum eða frá fossinum á annan hátt, spillir hann myndverkuninni, og fossinn væri betri mannlaus. Yfirleitt má telja algilda reglu, að allar línur, hvort heldur um lifandi verur eða dauða hluti, landslag eða ský er að ræða, svo og allar hreyf- ingar manna og dýra, verða að stejna inn á myndina, en ehkf út úr henni. Mannsaugað fylgir ósjálfrátt stefnu línanna og hreyfingarinnar, og því er það meginskilyrði til heilsteyptrar myndverkunar, að hvorttveggja bein- ist að aðalatriði myndarinnar eða sé a. m. k. í fullu samræmi við það. Eitt meginhlutverk forgrunns, hvort sem um mann er að ræða eða eitthvað annað, er að byggja mynd, lífga auða eða stóra líflausa fleti, skera óheppi- legar línur í mynd og fullkomna allt jafnvægi og samræmi hennar. Línu- og flatabygging ljósmynda er mikilvægt atriði. Sumir fletir náttúr- unnar eru auðir og ólífrænir með öllu, þegar þeir koma fram á myndinni. Hugsum okkur fannbreiður, sanda, 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.