Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 80

Helgafell - 01.07.1943, Blaðsíða 80
336 HELGAFELL þess að geta talizt sagnarit. Samt bregður hún ljósi yfir ýmislegt í starfsemi nazista, sem ekki hefur fyrr verið skrifað um á íslenzku. Málið og frágangurinn á þýðingunni er ekki sem skyldi. Mun það stafa af því, að bókin er þýclcl á alllöngum tíma. Mundi ekki hafa verið betra að stytta bókina um svo sem þriðj- ung í þýðingunni og vanda málið betur? Les- endur eiga rétt á að krefjast mikils af bók, sem fjallar um jafn mikilvægt efni í stjórnmálasögu siðustu ára. Hvaða stjórnmálaskoðun sem menn hafa, þá verður að viðurkenna vald nazismans og áhrif hans á heiminn. Hallgrtmur Hallgrímsson. FRÁ RITSTJÓRNINNI Við athugun á aðsendum /jóðum ungra s\álda, er gert hafði verið ráð fyrir að birt yrðu í þessu hefti, kom i ljós, að þar var ekki um svo auðug- an garð að gresja, að við teldum skáldunum sjálfum greiða gerðan með birt- ingu slíks úrvals að sinni. Þótt kröfur okkar um kvæðaval væru að sjálf- sögðu miðaðar við þær aðstæður, að hér ættu í hlut ung skáld og óráðin, litum við svo á, að samhliða þeim veilum, sem eðlilegar og fyrirgefanlegar væru, eins og á stóð, yrðu kvæðin að vera þeim kostum búin, að bera þess ótvíræð merki, að höfundum þeirra væri töluvert niðri fyrir og tækist öðru hvoru að túlka sumt af því með skáldlegum og persónulegum hreimi. Ef tij vill eru þetta strangari kröfur að sumu leyti en ávallt er framfylgt gagnvart eldri skáldum, en þó réttmætar að okkar dómi. — Ljóðin, sem við höfum gefið fyrirsögnina Tvö hetjukvceði, urðu fyrir vali okkar til birtingar. — HeiSrekur GuSmundsson er sonur Guðmundar skálds á Sandi, nú verka- maður á Akureyri. Hann hefur birt nokkur kvæði eftir sig áður. Stefán HörSur Grímsson er sjómaður í Vestmannaeyjum, 23 ára gamall, og mun þetta vera fyrsta ljóð hans á prenti. — Við viljum beina því til annarra ungra skálda, sem sent hafa okkur ljóð, að taka þessum úrslitum með ró- semi. Geti þau gert betur hér eftir en hingað til, ber þeim að treysta því, að á það muni litið, en verði önnur reynd á, er um litið að sakast. Kvæðið Morgundraumur eftir Gustaf Fröding varð ljóða frægast á Norð- urlöndum og jafnvel víðar nokkru fyrir síðustu aldamót, er það leiddi til sölubanns á ljóðasafni Frödings „Stank och flikar" og málshöfðunar gegn höfundinum fyrir brot á almennu velsæmi, samkvæmt kröfu sænska dóms- málaráðherrans. Málsókninni lauk svo, að Fröding var alsýknaður, og njóta ofsóknarmenn hans fremur lítillar virðingar í sænskri bókmenntasögu nú orðið. Fröding féllst þó á þau tilmæli útgefanda síns, að fella niður í næstu útgáfu bókarinnar þann kaflann, sem einkum hafði orðið velsæmispostulun- um hneykslunarhella og rógsefni. Kafli þessi var V. þáttur kvæðisins í frum- útgáfunni og tók þar við, sem þáttaskil eru táknuð hér með stjörnum. Kafl- inn hefur síðan oftar en hitt verið felldur niður í útgáfum af ljóðum Frö- dings, með því að svo hefur verið litið á, og vafalaust með réttu, að feimnis- málahræsnarar mundu láta einskis ófreistað til að velta hrekklausum al- menningi með sér upp úr ragnfærslum á honum. Hér er birt þýðing á kvæðinu án hins upphaflega V. kafla, en hins vegar mun kvæðið koma út heilt og óskert á íslenzku í safni þýddra ljóða eftir Fröding, áður en langt um líður. Spurningar SkoSanakönnunarinnar hafa nú verið sendar trúnaðarmönn- um stofnunarinnar úti um land, og mun Helgafell geta birt niðurstöðurnar í næsta hefti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.